Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 115. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 115  —  115. mál.




Fyrirspurn



til velferðarráðherra um líknardeildir.

Frá Álfheiði Ingadóttur.


     1.      Hver er hugmyndafræðin að baki líknardeildum?
     2.      Hvað eru margar líknardeildir á landinu, hvenær voru þær opnaðar og hversu mörg sjúkrarúm eru á hverri fyrir sig?
     3.      Hversu margir einstaklingar lágu á hverri deild á árinu 2010 og hversu langur var biðtíminn eftir rúmi þar að meðaltali? Óskað er upplýsinga um það hvort sjúklingar komu beint að heiman á líknardeildina eða frá heilbrigðisstofnunum/dvalarheimilum og þá hvaða stofnunum.
     4.      Hversu margir bíða nú eftir rúmi á líknardeild?
     5.      Er fyrirhugað að fjölga eða fækka líknardeildum eða fækka eða fjölga rúmum á þeim og þá hvers vegna?


Skriflegt svar óskast.