Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 140  —  140. mál.
Fyrirspurn


til efnahags- og viðskiptaráðherra um kennitöluflakk.

Frá Margréti Tryggvadóttur.

     1.      Hver er stefna ríkisstjórnarinnar gagnvart aðilum sem verða uppvísir að því að keyra fyrirtæki sín í þrot oftar en einu sinni í skjóli takmarkaðrar ábyrgðar, t.a.m. með þeirri aðferð að flytja eignir hins gjaldþrota félags yfir í nýtt félag en skilja skuldirnar eftir (kennitöluflakk)?
     2.      Hefur ríkisstjórnin gripið til aðgerða gegn kennitöluflakki og ef svo er, í hverju fólust þær?
     3.      Ef ekki hefur verið gripið til neinna aðgerða gegn kennitöluflakki en það stendur til, í hverju felast þær aðgerðir og hvenær á að hrinda þeim í framkvæmd?


Skriflegt svar óskast.