Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 168. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 170  —  168. mál.
Fyrirspurntil innanríkisráðherra um póstverslun.Frá Merði Árnasyni.     1.      Hverjar hafa verið árlegar brúttótekjur Íslandspósts af umsýslugjöldum, sbr. 2. mgr. 18. gr. Alþjóðapóstmálasáttmálans, vegna tollafgreiðslu póstsendinga frá útlöndum árin 2001–2010?
     2.      Hversu margar hafa slíkar póstsendingar verið á hverju þessara ára?
     3.      Á hversu margar sendingar á hverju þessara ára hafa lagst aðflutningsgjöld, þ.e. tollur, vörugjald og virðisaukaskattur, umsýslugjald ekki með talið:
              a.      á bilinu 1–50 kr.,
              b.      á bilinu 51–100 kr.,
              c.      á bilinu 101–250 kr.,
              d.      á bilinu 251–500 kr.,
              e.      á bilinu 501–1.000 kr.,
              f.      meira en 1.000 kr.?
     4.      Hver er árlegur rekstrarkostnaður Tollmiðlunar Íslandspósts við þessa tollafgreiðslu á hverju þessara ára?


Skriflegt svar óskast.