Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 54. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 196 — 54. mál.
Hversu mikið afskrifuðu íslensk fjármálafyrirtæki af skuldum sjávarútvegsfyrirtækja:
a. árið 2008,
b. árið 2009,
c. árið 2010,
d. það sem af er árinu 2011?
Fjármálaeftirlitið, og eftir atvikum Seðlabanki Íslands, safna upplýsingum frá eftirlitsskyldum aðilum í samræmi við það eftirlitshlutverk sem þessum stofnunum er falið lögum samkvæmt.
Í samræmi við framangreint var óskað eftir því að Fjármálaeftirlitið tæki saman svör við fyrirspurninni eftir því sem tök væru á. Stofnunin vekur athygli á því að fyrir árið 2008 eru til tölur frá tveimur stærstu bönkunum en árin 2009–2010 eru tölurnar frá öllum þremur stærstu. Þá vekur stofnunin einnig athygli á því að upplýsingarnar beri að taka með fyrirvara þar sem bankarnir gefa sér hugsanlega mismunandi forsendur við útreikning á afskriftum.
Svör Fjármálaeftirlitsins eru eftirfarandi:
Fjármálaeftirlitið býr ekki yfir upplýsingum um afskriftir á árinu 2011.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 196 — 54. mál.
Svar
efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur
um afskriftir af skuldum sjávarútvegsfyrirtækja.
Hversu mikið afskrifuðu íslensk fjármálafyrirtæki af skuldum sjávarútvegsfyrirtækja:
a. árið 2008,
b. árið 2009,
c. árið 2010,
d. það sem af er árinu 2011?
Fjármálaeftirlitið, og eftir atvikum Seðlabanki Íslands, safna upplýsingum frá eftirlitsskyldum aðilum í samræmi við það eftirlitshlutverk sem þessum stofnunum er falið lögum samkvæmt.
Í samræmi við framangreint var óskað eftir því að Fjármálaeftirlitið tæki saman svör við fyrirspurninni eftir því sem tök væru á. Stofnunin vekur athygli á því að fyrir árið 2008 eru til tölur frá tveimur stærstu bönkunum en árin 2009–2010 eru tölurnar frá öllum þremur stærstu. Þá vekur stofnunin einnig athygli á því að upplýsingarnar beri að taka með fyrirvara þar sem bankarnir gefa sér hugsanlega mismunandi forsendur við útreikning á afskriftum.
Svör Fjármálaeftirlitsins eru eftirfarandi:
Ár | Sjávarútvegur/fiskveiðar/vinnsla |
2008 | 170.965.857 |
2009–2010 | 10.529.116.789 |
Fjármálaeftirlitið býr ekki yfir upplýsingum um afskriftir á árinu 2011.