Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 219. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 224 — 219. mál.
1. Með hvaða hætti er beinn kostnaður sjúklinga við heilbrigðisþjónustu innheimtur?
2. Er í einhverjum tilfellum farið fram á fyrirframgreiðslu af hálfu sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu? Sé svo, hefur sjúklingum þá í einhverjum tilfellum verið neitað um heilbrigðisþjónustu ef ekki er greitt fyrir fram og ef svo er, í hvaða tilfellum?
3. Er sjúklingum í einhverjum tilfellum neitað um heilbrigðisþjónustu vegna útistandandi skuldar við heilbrigðisþjónustuaðila?
4. Hversu margar kröfur vegna skuldar sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu voru sendar í lögfræðiinnheimtu af þjónustuaðila árin 2005–2010, sundurliðað eftir árum? Hver var heildarfjárhæð þeirra krafna, sundurliðað eftir árum?
5. Í hversu mörgum tilfellum hefur a) verið gert fjárnám, b) verið krafist gjaldþrotaskipta vegna útistandandi skuldar sjúklings við heilbrigðisþjónustuaðila árin 2005–2010, sundurliðað eftir árum?
6. Hvað eru skuldir langveikra og örorkulífeyrisþega við heilbrigðisstofnanir hátt hlutfall af útistandandi skuldum sjúklinga og skuldum sjúklinga í lögfræðiinnheimtu þjónustuaðila?
7. Hvaða reglur gilda um innheimtu skulda sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu hins opinbera annars vegar og einkageirans hins vegar?
8. Hver er stefna stjórnvalda varðandi innheimtuaðgerðir og kostnað sjúklinga vegna skulda við heilbrigðisþjónustuaðila?
Skriflegt svar óskast.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 224 — 219. mál.
Fyrirspurn
til velferðarráðherra um kostnað sjúklinga
við heilbrigðisþjónustu og innheimtu.
Frá Birgittu Jónsdóttur.
1. Með hvaða hætti er beinn kostnaður sjúklinga við heilbrigðisþjónustu innheimtur?
2. Er í einhverjum tilfellum farið fram á fyrirframgreiðslu af hálfu sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu? Sé svo, hefur sjúklingum þá í einhverjum tilfellum verið neitað um heilbrigðisþjónustu ef ekki er greitt fyrir fram og ef svo er, í hvaða tilfellum?
3. Er sjúklingum í einhverjum tilfellum neitað um heilbrigðisþjónustu vegna útistandandi skuldar við heilbrigðisþjónustuaðila?
4. Hversu margar kröfur vegna skuldar sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu voru sendar í lögfræðiinnheimtu af þjónustuaðila árin 2005–2010, sundurliðað eftir árum? Hver var heildarfjárhæð þeirra krafna, sundurliðað eftir árum?
5. Í hversu mörgum tilfellum hefur a) verið gert fjárnám, b) verið krafist gjaldþrotaskipta vegna útistandandi skuldar sjúklings við heilbrigðisþjónustuaðila árin 2005–2010, sundurliðað eftir árum?
6. Hvað eru skuldir langveikra og örorkulífeyrisþega við heilbrigðisstofnanir hátt hlutfall af útistandandi skuldum sjúklinga og skuldum sjúklinga í lögfræðiinnheimtu þjónustuaðila?
7. Hvaða reglur gilda um innheimtu skulda sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu hins opinbera annars vegar og einkageirans hins vegar?
8. Hver er stefna stjórnvalda varðandi innheimtuaðgerðir og kostnað sjúklinga vegna skulda við heilbrigðisþjónustuaðila?
Skriflegt svar óskast.