Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 99. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 225  —  99. mál.




Svar



innanríkisráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur
um dælingu sands úr Landeyjahöfn.


     1.      Hversu margar klukkustundir á mánuði hefur sanddæluskipið Skandia verið við dælingar í Landeyjahöfn það sem af er árinu?
    Unnið hefur verið við sanddælingar eins og fram kemur í eftirfarandi töflu. Þar kemur fram að í heild hefur verið dýpkað í 1.192 stundir. Þar er talinn saman sá tími sem unnið var á sanddæluskipinu Skandia og sanddæluskipinu Perlunni. Unnið var við dælingar með Perlunni í janúar og í maí en þann mánuð var unnið á báðum skipunum. Tímafjöldinn hefur verið á bilinu 27–340 klst. í mánuði. Unnið var eins og kostur var frá janúar til maíloka en yfir sumarmánuðina var dýpkað eins lítið og hægt var. Í ágúst var unnið með hálfum afköstum.

     2.      Hversu miklum sandi hefur skipið dælt úr höfninni í hverjum mánuði ársins?
    Til ágústloka hefur verið dælt 176.336 rúmmetrum. Magnið í hverjum mánuði hefur verið á bilinu 2–51 þúsund rúmmetrar. Í næstaftasta dálki eftirfarandi töflu kemur fram það magn sem dælt hefur verið í hverjum mánuði. Skandia dældi 155.084 rúmmetrum.

     3.      Er ætlunin að halda höfninni opinni í vetur, þ.m.t. að tryggja sanddælingu í samræmi við þörf og veðurfar?

    Ætlunin er að reyna að hafa nægjanlegt dýpi í höfninni fyrir Herjólf. Það mun verða erfitt þar sem Herjólfur er mun stærra og djúpristara skip en höfnin er hönnuð fyrir. Mun auðveldara yrði að halda höfninni opinni fyrir grunnristari ferju en þá yrði dýpkunarþörfin ekki nema brot af því sem þarf fyrir Herjólf. Tekið skal fram að nær útilokað er að dýpka í Landeyjahöfn þegar ölduhæð er yfir 2 metrum eða vindhraði yfir 12 metrum á sekúndu.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Tafla. Dýpkun í Landeyjahöfn 2011.