Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 263. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 281  —  263. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um afla


krókaaflamarksbáta og aflamarksskipa.


Frá Einari K. Guðfinnssyni.



     1.      Hver var heildarveiði aflamarksskipa og krókaaflamarksbáta á síðustu sex fiskveiðiárum af þorski, ýsu, ufsa og steinbít, annars vegar í tonnum talið og hins vegar hlutfallslega?
     2.      Hvert var úthlutað aflamark aflamarksskipa og krókaaflamarksbáta á síðustu sex fiskveiðiárum í þorski, ýsu, ufsa og steinbít, annars vegar í tonnum talið og hins vegar hlutfallslega?
     3.      Hversu mikið aflamark í einstökum fisktegundum var flutt frá aflamarksskipum til krókaaflamarksbáta á síðustu sex fiskveiðiárum og hvernig skiptist það á milli sveitarfélaga?


Skriflegt svar óskast.