Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 131. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 285  —  131. mál.




Svar



sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Marðar Árnasonar
um rannsóknir á hrefnu eftir veiðar 2003–2007.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Liggja fyrir endanlegar niðurstöður rannsókna á fæðuvistfræði hrefnu eftir veiðar árin 2003–2007? Ef svo er, hvar er þær að finna og hver eru þaðan merkust tíðindi? Ef ekki, hvers vegna ekki? Og hvenær er áætlað að þessar niðurstöður liggi fyrir?

    Ráðherra vísar til eftirfarandi greinargerðar sérfræðinga Hafrannsóknastofnunarinnar um framangreinda fyrirspurn.

Markmið og eðli rannsóknanna.
    Eins og kunnugt er hófust viðamiklar rannsóknir á hrefnu við Ísland haustið 2003 eftir að rannsóknaáætlun þar að lútandi hafði verið lögð fram og rædd í vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC). Sýnatöku lauk haustið 2007 og höfðu þá verið veiddar 200 hrefnur til rannsóknanna í samræmi við upphaflega áætlun.
    Ein meginástæða þess að farið var út í þessar rannsóknir voru niðurstöður rannsókna undir lok síðustu aldar sem bentu til að hrefna gegndi veigamiklu hlutverki í vistkerfi landgrunnssvæðisins við Ísland og að afrán hrefnu sem metið var um 2 milljónir tonna á ári gæti skipt verulegu máli varðandi langtímaafrakstursgetu nytjastofna, svo sem þorsks og loðnu. Mikil óvissa var í þessu mati, ekki hvað síst vegna lítillar vitneskju um fæðuvistfræði hrefnu hér við land.
    Rannsóknir þessar eru mjög yfirgripsmiklar og taka m.a. til eftirfarandi þátta:
          Að afla grunnþekkingar á fæðuvistfræði hrefnu á landgrunnssvæðinu við Ísland.
          Að kanna stofngerð hrefnu í Norður-Atlantshafi með erfðafræðilegum aðferðum og gervitunglamerkingum.
          Að kanna sníkjudýr og heilsufar dýra í hrefnustofninum.
          Að safna upplýsingum um lífsögulega þætti, svo sem aldur og viðkomu hrefnu hér við land.
          Að kanna magn lífrænna og ólífrænna mengunarefna í hinum ýmsu líffærum.
          Að meta gagnsemi ýmissa nýrra rannsóknaaðferða með samanburði við hinar hefðbundnari aðferðir.
    Sá hluti rannsóknanna sem snýr að fæðuvistfræði hrefna er sjálfur mjög margþættur og felst m.a. í eftirfarandi:
          Greiningar á magainnihaldi.
          Rannsóknir á orkubúskap (m.a. mælingar á spikþykkt og ummáli, greiningar á orkuinnihaldi ýmissa vefja, mat á orkuþörf með snefilefnamælingum og útskilnaði í blóði).
          Talningar og gervitunglamerkingar til að meta fjölda og viðverutíma hrefnu hér við land (til grundvallar mats á afráni).
          Mat á fæðusamsetningu út frá hlutfalli stöðugra ísótópa í vefjum hrefnu og helstu fæðutegundum.
          Mat á fæðusamsetningu út frá samsetningu fitusýra í vefjum hrefnu og helstu fæðutegundum.
          Mat á fæðusamsetningu út frá styrk mengunarefna í vefjum hrefnu og helstu fæðutegundum.
    Auk Hafrannsóknastofnunarinnar hafa sérfræðingar eftirtalinna stofnana komið að þessum rannsóknum: Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Iðntæknistofnunar, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Landspítala. Þá hafa ýmsir erlendir vísindamenn tekið þátt í rannsóknunum.
    Úrvinnsla sumra þátta rannsóknanna fór fram samhliða veiðunum, en ekki þótti skynsamlegt að hefja úrvinnslu annarra þátta fyrr en að aflokinni sýnatöku í árslok 2007 vegna eðlis þeirra rannsóknaþátta (t.d. efnagreininga).

Niðurstöður.
    Gerð hefur verið grein fyrir framvindu rannsóknanna árlega með sérstökum skýrslum til vísindanefndar IWC auk þess sem þær hafa verið ræddar innan vísindanefndar Norður- Atlantshafssjávarspendýraráðsins (NAMMCO). Þá hafa frumniðurstöður ýmissa þátta rannsóknanna verið birtar á vef Hafrannsóknastofnunarinnar (www.hafro.is/hrefna).
    Auk þessa hafa niðurstöður einstakra þátta rannsóknanna verið kynntar með skýrslum og fyrirlestrum á vísindalegum vettvangi innan lands sem utan eftir því sem þeim hefur undið fram.
    Rannsóknirnar fóru fram með sérstöku leyfi (Special Permit) IWC. Eftir að þær hófust samþykkti ráðið sérstakt verklag fyrir vísindanefnd þess við framlagningu og umræður um niðurstöður slíkra rannsókna. Samkvæmt því mun „óháð“ sérfræðinganefnd fara yfir niðurstöðurnar og skila skýrslu til vísindanefndarinnar. Vísindanefnd IWC hefur ákveðið að slíkt mat á íslensku rannsóknunum fari fram veturinn 2012–2013 og skulu niðurstöður vegna þess liggja fyrir haustið 2012. Þetta er ári síðar en upphaflega var gert ráð fyrir vegna ófyrirséðs brotthvarfs lykilstarfsmanns verkefnisins frá Hafrannsóknastofnuninni. Það má því segja að haustið 2012 sé formlegur endapunktur rannsóknanna innan IWC þótt ljóst sé að birting niðurstaðna í ritrýndum alþjóðlegum tímaritum muni taka lengri tíma eins og venja er.
    Í samræmi við fyrirspurnina er meðfylgjandi yfirlit yfir birtingu niðurstaðna hrefnuverkefnisins flokkað með tilliti til þess hvort viðkomandi rannsóknir tengist fæðuvistfræði eða ekki (sjá viðauka). Mörkin þarna á milli eru stundum óljós, t.d. hvað varðar víðtækar hvalatalningar sumarið 2007 sem höfðu það tvíþætta markmið að meta ástand hvalastofna við Ísland og að afla gagna til að meta afrán hvala við landið með fjölstofnalíkani. Þær niðurstöður flokkast hér sem „ótengdar“ fæðuvistfræðihluta rannsóknanna. Auk þessa hafa sýni og gögn verið send ýmsum erlendum vísindamönnum, m.a. til tveggja doktorsverkefna sem lýkur á næstu árum.
    Niðurstöður er varða fæðuvistfræði liggja nú að mestu fyrir og hafa víða verið kynntar í skýrslum, fyrirlestrum og veggspjöldum (sjá viðauka).
    Miðað við fyrri rannsóknir einkenndist fæðusamsetningin nú af mun hærra hlutfalli af sandsíli, ýsu, þorski og öðrum tegundum bolfisks. Hlutur sandsílis í fæðunni var sérstaklega mikill fyrri hluta tímabilsins. Hins vegar var minna af átu og loðnu en áður. Stærð bráðar var mjög breytileg, allt frá 1–2 sm átu til 90 sm (10 ára) þorsks. Talsverður breytileiki var í fæðusamsetningu eftir svæðum við landið og einnig sterkar vísbendingar um breytingar á fæðusamsetningunni yfir rannsóknartímabilið. Samhliða þessum breytingum varð mikil fækkun hrefnu á grunnsævi við Ísland. Þar er líklegast um að ræða breytingar á útbreiðslu vegna fæðuskorts á grunnsævi, og er nærtækast að líta til sandsílis í því sambandi, en viðkomubrestur varð hjá sandsíli á tímabilinu, einkum árin 2004–2005. Þessar breytingar endurspeglast í fæðu hrefnu, en á tímabilinu 2003–2007 minnkaði hlutur sílis í fæðunni mjög meðan hlutfall síldar og þorskfiska jókst að sama skapi. Lítið framboð á sandsíli virðist einnig hafa haft neikvæð áhrif á aðra afræningja og m.a. leitt til slaks varpárangurs lunda og kríu á undanförnum árum.
    Að öðru leyti vísast til skýrslna í viðauka I varðandi fyrirliggjandi niðurstöður úr þessum rannsóknum.
Hafrannsóknastofnunin, 1. nóvember 2011.


Viðauki I.


Greinar og skýrslur sem tengjast rannsóknum á fæðuvistfræði hrefnu.

         Gísli A. Víkingsson og Anton Galan 2004. Progress report on the analysis of stomach contents of minke whales (Balaenoptera acutorostrata) sampled in Icelandic waters during 2003–2004. Grein lögð fram á fundi vinnunefndar NAMMCO í Osló 22.–24. október 2004, NAMMCO SC/12/IN/4, 10 bls.
         Gísli A. Víkingsson, Droplaug Ólafsdóttir, Þorvaldur Gunnlaugsson, Sverrir D. Halldórsson, Anton Galan, Vilhjálmur Svansson, Einar Jörundsson, Matthías Kjeld, Anna K. Daníelsdóttir, Davíð Gíslason, Guðjón Atli Auðunsson, Björn Þorgilsson og Magnús Stefánsson 2004. Research programme on common minke whales (Balaenoptera acutorostrata) in Icelandic waters – A progress report. Grein lögð fram á ársfundi vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins. IWC/SC/56/O10. 14 bls.
         Gísli A. Víkingsson, Droplaug Ólafsdóttir, Þorvaldur Gunnlaugsson, Sverrir Daníel Halldórsson, Anton Galan, Vilhjálmur Svansson, Einar Jörundsson, Matthías Kjeld, Anna Kristín Daníelsdóttir, Davíð Gíslason, Guðjón Atli Auðunsson, Björn Þorgilsson, Magnús Stefánsson, Sigrún Hjartardóttir, Guðmundur Þórðarson, Pike, D. 2005. Research programme on common minke whales (Balaenoptera acutorostrata) in Icelandic waters – A progress report May 2005. IWC, SC/57/O 14, 20 bls.
         Gísli A. Víkingsson, Heide-Jørgensen, M.P. 2005. A note on the movements of minke whales tracked by satellite in Icelandic waters in 2001–2004. IWC, SC/57/O 9. 3 bls.
         Gísli A. Víkingsson, Droplaug Ólafsdóttir, Þorvaldur Gunnlaugsson, Sverrir Daníel Halldórsson, Anton Galan, Vilhjálmur Svansson, Einar Jörundsson, Matthías Kjeld, Anna Kristín Daníelsdóttir, Davíð Gíslason, Guðjón Atli Auðunsson, Björn Þorgilsson, Magnús Stefánsson, Sigrún Hjartardóttir og Pike, D. 2006. Research programme on common minke whales (Balaenoptera acutorostrata) in Icelandic waters – A progress report May 2006. IWC, SC/58/O20. 18 bls.
         Gísli A. Víkingsson., Droplaug Ólafsdóttir, Þorvaldur Gunnlaugsson, Sverrir D. Halldórsson, Anton Galan, Vilhjálmur Svansson, Matthías Kjeld, Chris Pampoulie, Davíð Gíslason, Guðjón A. Auðunsson, Heiða Pálmadóttir, Helga Gunnlaugsdóttir, Magnús Stefánsson, og Sigrún Hjartardóttir, 2007. Research programme on common minke whales (Balaenoptera acutorostrata) in Icelandic waters – A progress report May 2007. Skýrsla IWC SC/59/O16 lögð fyrir fund vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins maí–júní 2007. 18 bls.
         Gísli A. Víkingsson, Droplaug Ólafsdóttir, Þorvaldur Gunnlaugsson, Pampoulie, C. , Sverrir D. Halldórsson, Anton Galan, A., Vilhjálmur Svansson, Matthías Kjeld, Guðjón A. Auðunsson, Anna K. Daníelsdóttir 2008. Research programme on common minke whales (Balaenoptera acutorostrata) in Icelandic waters – A progress report May 2008. Skýrsla (IWC SC/60/O13) lögð fyrir fund vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins, júní 2008. 18 s.
         Gísli A. Víkingsson, Droplaug Ólafsdóttir, Þorvaldur Gunnlaugsson, Pampoulie, C. 1, Sverrir D. Halldórsson, Anton Galan, Vilhjálmur Svansson, Matthías Kjeld, Guðjón A. Auðunsson, Anna K. Daníelsdóttir 2009. Research programme on common minke whales (Balaenoptera acutorostrata) in Icelandic waters – A progress report May 2009. Skýrsla lögð fyrir fund vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins, júní 2009. 17 bls.
         Gísli A. Víkingsson 2010. Notkun gervitunglasenda til rannsókna á ferðum hvala (Application of satellite telemetry in research on the movements of baleen whales). Þættir úr vistfræði sjávar 2009. (Environmental Conditions in Icelandic Waters 2009). Reykjavík 2010. 39–46 (With English summary).
         Gísli A. Víkingsson og Bjarki Þór Elvarsson 2010. Recent changes in diet composition of minke whales (Balaenoptera acutorostrata) in Icelandic waters. NAMMCO SC/17/AS/06 13 bls.
         Gísli A. Víkingsson og Bjarki Þór Elvarsson 2011. Diet composition of minke whales (Balaenoptera acutorostrata) in Icelandic waters. Vísindaráðstefna Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) 18 bls.
         Pike, D.G., Gísli A. Víkingsson og Þorvaldur Gunnlaugsson Report from an aerial survey around Iceland, April 2004. Grein lögð fram á fundi vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins IWC/SC/56/O9, 9 bls.
         Þorvaldur Gunnlaugsson 2005. Density by season in aerial sightings surveys around Iceland in 2003 and 2004. Preliminary report. IWC, SC/57/O 8, 3 bls.
         Þorvaldur Gunnlaugsson 2004, Aerial sightings surveys around Iceland in 2003 and 2004: Preliminary report. NAMMCO/SC/12/19, 2 bls.
         Þorvaldur Gunnlaugsson og Gísli A. Víkingsson and Marianne H. Rasmussen 2009. Aerial survey in Faxaflói, Southwest Iceland in 2008, report and comparison to earlier surveys. Skýrsla lögð fyrir Assessment vinnufund vísindanefndar NAMMCO í Kaupmannahöfn, mars 2009. SC/16/AS/4, lögð fyrir fund vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins, júní 2009 SC/61/RMP 11 15pp.

Fyrirlestrar og veggspjöld sem tengjast rannsóknum á fæðuvistfræði hrefnu.

         Droplaug Ólafsdóttir 2009. Cetacean research at the Marine Research Institute in Iceland. Erindi flutt í dýrafræðideild University of British Columbia í Vancouver, Kanada. 2. desember.
         Gísli A. Víkingsson 2004. Ástand hvalastofna og hrefnurannsóknir. Erindi flutt á fundi Sjávarnytja á Grand Hótel 26. maí.
         Gísli A. Víkingsson 2006. The Icelandic research programme on minke whales. Introduction and some preliminary results from the first hald. Erindi á ársfundi Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins (NAMMCO). Hótel Selfossi, 14. mars, 2006.
         Gísli A. Víkingsson 2006. Rannsóknir á hrefnu 2003–2008. Staðan í hálfleik. Erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunarinnar 6. október 2006.
         Gísli A. Víkingsson 2006. Cetaceans – Whales, dolphins and porpoises biology, exploitation and their role in the ecosystem. Erindi flutt fyrir háskólastúdenta frá Japan 22 september 2006.
         Gísli A. Víkingsson 2007. Ástand hvalastofna við Ísland og staðan í hrefnurannsóknunum. Erindi á vegum Líffræðifélags Íslands, Öskju, Háskóla Íslands 31. janúar 2007.
         Gísli A. Víkingsson 2007. Fæðuvistfræði hvala á Íslandsmiðum – Staðan í rannsóknunum – Erindi á aðalfundi LÍÚ 25. október 2007.
         Gísli A. Víkingsson 2009. Ástand hvalastofna við Ísland og fæðuvistfræði hrefnu. Erindi á málþingi Náttúruverndarsamtaka Íslands, Hvalir við Ísland: vistfræði og veiðar. Öskju, Háskóla Íslands 24. febrúar 2009.
         Gísli A. Víkingsson 2011. Research programmes including special permit takes of cetaceans in Icelandic waters. Erindi á ársfundir Samtaka evrópskra hvalasérfræðinga (ECS) í Cadiz, Spáni 19. mars 2011.
         Gísli A. Víkingsson 2008. Feeding ecology of common minke whales (Balaenoptera acutorostrata) in Icelandic waters. Fyrirlestur á sameiginlegri ráðstefnu ICES, NAFO og NAMMCO um hlutverk sjávarspendýra í vistkerfinu á 21. öldinni (The Role of Marine Mammals in the Ecosystem in the 21st Century) í Dartmouth, Nova Scotia, Kanada, 29. september–1. október.
         Gísli A. Víkingsson, Heide-Jørgensen, M.P., Kleivane, L. og Droplaug Ólafsdóttir 2009. Fylgst með ferðum hvala með gervitunglasendum. Veggspjald á ráðstefnu Hafrannsóknastofnunarinnar um sjó og sjávarlífverur í Reykjavík 20.–21. febrúar og afmælisráðstefnu Líffræðifélags Íslands og Líffræðistofnunar HÍ í Reykjavík 6.–7. nóvember.
         Gísli A. Víkingsson, Anton Galan, Droplaug Ólafsdóttir, Sverrir D. Halldórsson 2009. Recent changes in the diet of common minke whales (Balaenoptera acutorostrata) in Icelandic waters. Erindi flutt á 23. ráðstefnu samtaka evrópskra hvalasérfræðinga (ECS) í Istanbul, Tyrklandi 2.–4. mars.
         Gísli A. Víkingsson, Anton Galan, Droplaug Ólafsdóttir, Sverrir D. Halldórsson 2009. Fæða hrefnu (Balaenoptera acutorostrata) við Ísland – breytileiki í tíma og rúmi. Erindi flutt á ráðstefnu Hafrannsóknastofnunarinnar um sjó og sjávarlífverur í Reykjavík 20.–21. febrúar
         Gísli A. Víkingsson, Þorvaldur Gunnlaugsson, Daniel G. Pike, Anton Galan, Valerie Chosson-P., Héðinn Valdimarsson og Ólafur S. Ástþórsson 2009. Recent changes in distribution of cetaceans and the marine environment around Iceland. Veggspjald kynnt á ráðstefnu sjávarspendýrafræðinga (16th SMM Biennial Conference on the Biology of Marine Mammals) í Quebec, Kanada 12.–16. október.
         Gísli A. Víkingsson, Þorvaldur Gunnlaugsson, Daniel G. Pike, Anton Galan, Valerie Chosson-P., Héðinn Valdimarsson og Ólafur S. Ástþórsson 2009. Nýlegar breytingar á útbreiðslu hvala við Ísland og hugsanlegir orsakavaldar í lífríki hafsins. Veggspjald á afmælisráðstefnu Líffræðifélags Íslands og Líffræðistofnunar HÍ í Reykjavík 6.–7. nóvember.
         Gísli A. Víkingsson 2010. Rannsóknir á ferðum hvala með aðstoð gervitungla. Erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunarinnar 26. febrúar 2010.
         Gísli A. Víkingsson, Mads Peter Heide-Jørgensen, Lars Kleivane, Droplaug Ólafsdóttir 2010. Fylgst með ferðum hvala með gervitunglasendum. Veggspjald á Vísindavöku Rannís, 24. september 2010.
         Guðjón Atli Auðunsson, Gísli A. Víkingsson, Sverrir D. Halldórsson og Droplaug Ólafsdóttir 2011. Lífræn og ólífræn snefilefni í vefjum hrefnu og fæðu hennar, – tengsl og samanburður við önnur hafsvæði. Erindi á Málstofu Hafrannsóknastofnunarinnar 13. maí 2011.
         Guðjón Atli Auðunsson og Gísli A. Víkingsson. Trace elements and organic contaminants in tissues of minke whale (Balaenoptera acutorostrata) and its feed from Icelandic waters. Erindi á ráðstefnunni Environmental contaminants and animal health á vegum Samtaka norrænna dýralækna, 7. október 2011.
         Acquarone, M., G. Desportes, J.W. Lawson, Gísli A. Vikingsson, M.P. Heide-Jørgensen, V. Zabavnikov, J.-F. Gosselin, Þorvaldur Gunnlaugsson, B. Mikkelsen, Droplaug Olafsdottir, D.G. Pike, L. Witting, N. Øien. Spatial distribution of cetacean sightings from the first Trans North Atlantic Sightings Survey (T-NASS). Erindi á International Polar Year, Oslo Science Conference, 8.–12. júní 2010.
         Pampoulie, C., Daníelsdottir, A.K. og Gísli A. Víkingsson 2008. Genetic structure of the North Atlantic common minke whale (Balaenoptera acutorostrata) at feeding grounds: a microsatellite loci and mtDNA analysis. SC/60/PFI10 lagt fyrir fund vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins, júní 2008. 17 s.
         Pampoulie, C., Anna Kristín Daníelsdóttir, Droplaug Ólafsdóttir, Sverrir Daníel Halldórsson, Gísli A. Víkingsson 2009. Skortur á erfðaaðskilnaði hjá hrefnu (Balaenoptera acutorostrata) og langreyði (Balaenoptera physalus) á fæðusvæðum í Norður-Atlantshafi byggt á rannsóknum á mikrosattelite loci og hvatbera DNA. Erindi flutt á ráðstefnu Hafrannsóknastofnunarinnar um sjó og sjávarlífverur í Reykjavík 20.–21. febrúar.

Viðauki II.
Greinar, fyrirlestrar og veggspjöld sem tengjast að mestu
öðrum þáttum verkefnisins en fæðuvistfræði.

    Hvalatalningarnar 2007 eru hér flokkaðar sem „ótengdar“ fæðuvistfræðihlutanum, þótt markmið þeirra hafi verið tvíþætt: 1) að meta ástand hvalastofna 2) að afla gagna til útreikninga á afráni hvala.

         Anderwald, P., Daníelsdóttir, A. K., Haug, T., Larsen, F., Lesage, V, Reid, R. J., Víkingsson, G. A. and Hoelzel, A. R 2011. Possible cryptic stock structure for minke whales in the North Atlantic: Implications for conservation and management. Biological Conservation 144 (2011) 2479–2489.
         Desportes, G., Pike, D., Þorvaldur Gunnlaugsson, Mikkelsen, B., Lawson, J., Simon, M., Gísli A. Víkingsson, Witting, L., Øien, N., Zabavnikov, V. and Acquarone, M. 2007. Trans North Atlantic Sightings Survey – TNASS 2007. Skýrsla IWC SC/59/O19 lögð fyrir fund vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins maí–júní 2007. 6 bls.
         Desportes, G. og Sverrir D. Halldórsson. 2008. Trans North Atlantic Sightings Survey – TNASS 2007. Cruise Report from Venus – Iceland (Northern Iceland area). Skýrsla NAMMCO SC/15/TNASS/30 lögð fyrir vinnufund vísindanefndar NAMMCO, apríl 2008. 20 s.
         Desportes, G., D. Pike , M. Acquarone, I. Golyak, J.F. Gosselin, Þorvaldur Gunnlaugsson, Sverrir Daníel Halldórsson, M.P. Heide-Jørgensen, J. Lawson, C. Lockyer, B. Mikkelsen, Droplaug Ólafsdóttir, M. Simon, Gísli A. Víkingsson, L. Witting, V. Zabavnikov, N. Øien 2008. From the Barents Sea to the St. Lawrence: a trans North Atlantic Sightings Survey T-NASS 2007. – Veggspjald á ráðstefnu samtaka evrópskra hvalasérfræðinga (ECS) í Egmond aan Zee, Hollandi 10.–12. mars 2008. Einnig flutt sem erindi flutt á ráðstefnunni MONITOR/ESSAS – „Status of marine ecosystems in the sub-arctic and arctic seas – Preliminary results of IPY field monitoring in 2007 and 2008“, PICES Seventeenth Annual Meeting, Dalian, Kína, október 2008.
         Droplaug Ólafsdóttir, Gísli A. Víkingsson og Sverrir Daníel Halldórsson 2009. Ytri sníkjudýr og ásætur hrefnu (Balaenoptera acutorostrata) við Ísland. Veggspjald á ráðstefnu Hafrannsóknastofnunarinnar um sjó og sjávarlífverur í Reykjavík 20.–21. febrúar og afmælisráðstefnu Líffræðifélags Íslands og Líffræðistofnunar HÍ í Reykjavík 6.–7. nóvember.
         Droplaug Ólafsdóttir, Gísli A. Víkingsson og Sverrir Daníel Halldórsson 2009. Epibiotic macrofauna on common minke whales (Balaenoptera acutorostrata) in Icelandic waters. Veggspjald á 23. ráðstefnu samtaka evrópskra hvalasérfræðinga (ECS) í Istanbul, Tyrklandi 2.–4. mars.
         Erlingur Hauksson, Gísli A. Víkingsson, Sverrir Daníel Halldórsson, Droplaug Ólafsdóttir and Jóhann Sigurjónsson 2011. Preliminary report on biological parameters for NA minke whales in Icelandic waters. Skýrsla IWC SC/63/O15 45 bls.
         Gísli A. Víkingsson, Þorvaldur Gunnlaugsson, Droplaug Ólafsdóttir and Sverrir D. Halldórsson 2010. ICELAND PROGRESS REPORT ON MARINE MAMMALS IN 2009. NAMMCO SC/17/Iceland NPR.
         Gísli A. Víkingsson 2007. TNASS-2007. Preliminary cruise report for R/V Árni Friðriksson, RE 200. Skýrsla lögð fyrir fund stjórnunarnefndar NAMMCO um hvalatalningar, nóvember 2007, 11 bls.
         Gísli A. Víkingsson. 2008. TNASS 2007. Cruise Report from Arni Fridriksson RE 200 – Iceland. Skýrsla NAMMCO SC/15/TNASS/29 lögð fyrir vinnufund vísindanefndar NAMMCO, apríl 2008. 15 s.
         Gísli A. Víkingsson. TNASS –Viðamestu hvalatalningar sögunnar. Starfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar 2007, 24–25. Hafrannsóknastofnunin maí 2008.
         Droplaug Ólafsdóttir, Gísli A. Víkingsson, og Sverrir D. Halldórsson 2010. Iceland. Progress report on cetacean research, May 2009 to April 2010 with statistical data for the calendar year 2009. Skýrsla lögð fyrir fund vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins, júní 2010. 9 s.
         Paxton, C.G.M. Þorvaldur Gunnlaugsson and Bjarni Mikkelsen 2009. Mark-Recapture Distance Sampling Estimate of Minke Whales from the Icelandic, Faroese and Russian components of T-NASS Skýrsla lögð fyrir fund vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins, júní 2009. SC/61/RMP 12. 16pp.
         Pike, D.G., Þorvaldur Gunnlaugsson og Gísli A. Víkingsson 2008. T-NASS Icelandic aerial survey: survey report and a preliminary abundance estimate for minke whales. Grein IWC SC/60/PFI12 lögð fyrir fund vísindanefndar Alþjóðahvalveiðiráðsins, júní 2008. 29 s.
         Pike, D.G., og Þorvaldur Gunnlaugsson 2008. T-NASS Icelandic aerial survey: survey report and a preliminary abundance estimate for minke whales. Grein IWC SC/15/AE/4 lögð fyrir fund vísindanefndar NAMMCO, apríl 2008. 30 s.
         Pike D. G., Þorvaldur Gunnlaugsson, Gísli A. Víkingsson og Bjarni Mikkelsen. 2010. Estimates of the abundance of minke whales (Balaenoptera acutorostrata) from the T-NASS Icelandic and Faroese ship surveys conducted in 2007. NAMMCO SC/17/AS/05 og IWC SC/62/RMP5, 11 bls.
         Pike, D.G., Þorvaldur Gunnlaugsson, Gísli A. Víkingsson, Desportes, G. and Mikkelsen, B. 2010. Estimates of the abundance of humpback whales (Megaptera novaeangliae) from the T-NASS Icelandic and Faroese ship surveys conducted in 2007. 15pp. IWC SC/62/ O13.
         Pike, D.G., Gunnlaugsson, Þ. and Víkingsson, G. 2010. Distribution and abundance of humpback whales in Icelandic coastal waters in summer 2007. 17pp. IWC SC/62/O14.
         Rotander, A., www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0160412011001875Bert van Bavel, Anuschk Polder, Frank Rigét, Guðjón Atli Auðunsson, Geir Wing Gabrielsen, Gísli Víkingsson, Dorete Bloch, Maria Dam Polybrominated diphenyl ethers (PBDEs) in marine mammals from Arctic and North Atlantic regions, 1986–2009. Environment International (in press, published online August 2011).
         Þorvaldur Gunnlaugsson 2009. Sveiflur í hvalagöngum milli ára og eftir árstíðum út frá talningum 1983 til 2008 í hafinu kringum Ísland. Erindi flutt á ráðstefnu Hafrannsóknastofnunarinnar um sjó og sjávarlífverur í Reykjavík 20.–21. febrúar.
         Þorvaldur Gunnlaugsson 2008. Trans North Atlantic Sightings Survey – TNASS 2007. Cruise Report from Jákup B – Iceland (South central area). Skýrsla NAMMCO SC/15/ TNASS/31 lögð fyrir vinnufund vísindanefndar NAMMCO, apríl 2008. 11 s.