Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 173. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 340  —  173. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Björns Vals Gíslasonar
um launagreiðslur þingmanna.


     1.      Hafa þingmenn fengið greitt sérstaklega fyrir setu í nefndum um ríkisfjármál eða fyrir störf við undirbúning fjárlaga á árabilinu 1995–2011?
    Formenn og varaformenn fjárlaganefndar hafa í gegnum árin fengið greiddar sérstakar þóknununareiningar fyrir störf í ríkisfjármálanefnd.

     2.      Ef svo er:
                  a.      hvaða þingmenn hafa fengið greiðslur fyrir þessi störf,
                  b.      hvað fengu þeir fyrir þau störf, sundurliðað eftir einstaklingum,
                  c.      hvernig voru kjör þeirra ákveðin,
                  d.      hvernig var starf þeirra skilgreint,
                  e.      hafa viðkomandi þingmenn fengið aðrar greiðslur fyrir þessi störf frá opinberum aðilum, t.d. sveitarfélögum?

     a.      Einar Oddur Kristjánsson, Gunnar Svavarsson, Jón Kristjánsson, Kristján Þór Júlíusson, Magnús Stefánsson, Ólafur Örn Haraldsson, Sigbjörn Gunnarsson og Sturla Böðvarsson hafa fengið greiðslur fyrir störf í nefnd um ríkisfjármál.
     b.      Sjá töflu hér að aftan.
     c.      Kjör þeirra voru ákveðin af fjármálaráðuneytinu með hliðsjón af fyrirkomulagi þóknananefndar við greiðslur þóknana.
     d.      Engin formleg skilgreining var á störfum þeirra en um var að ræða samráð fjármálaráðuneytisins og Alþingis og aðstoð formanns og varaformanns fjárlaganefndar við undirbúning fjárlaga og einstaka þætti þeirra.
     e.      Fjármálaráðuneytið býr ekki yfir upplýsingum um greiðslur frá öðrum opinberum aðilum.

Ríkisfjármálanefnd
Nafn Ár Upphæð
Sigbjörn Gunnarsson 1995 65.972
Samtals 65.972
Jón Kristjánsson 1995 131.944
1996 208.956
1997 216.318
1998 249.828
1999 258.576
2000 266.328
2001 283.180
Samtals 1.615.130
Sturla Böðvarsson 1995 263.887
1996 208.956
1997 216.318
1998 249.828
1999 107.740
Samtals 1.046.729
Ólafur Örn Haraldsson 2001 201.671
2002 293.244
2003 302.052
Samtals 796.967
Magnús Stefánsson 2004 51.852
2005 323.938
2006 154.526
Samtals 530.316
Einar Oddur Kristjánsson 2001 213.534
2002 293.244
2003 302.052
2004 303.562
2005 323.938
2006 341.640
2007 149.060
Samtals 1.927.030
Gunnar Svavarsson 2007 212.940
2008 389.560
2009 133.920
Samtals 736.420
Kristján Þór Júlíusson 2007 212.940
2008 389.560
2009 133.920
Samtals 736.420