Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 181. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 349  —  181. mál.
Svarsjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar
um ráðningar starfsmanna.

     1.      Hversu margir starfsmenn hafa verið ráðnir til starfa, annarra en afleysinga, í ráðuneytinu án þess að starfið væri auglýst árin 2007–2011, sundurliðað eftir árum?
    Sameinað ráðuneyti sjávarútvegs- og landbúnaðarmála tók til starfa 1. janúar 2008 og miðast svarið við þá dagsetningu:
    2008:    Tveir starfsmenn ráðnir, annar var ráðinn í tímabundin verkefni og hefur látið af störfum, hinn var fyrst ráðinn tímabundð, síðan ótímabundið.
    2009:    Einn starfsmaður ráðinn, hefur látið af störfum.
    2010:    Einn starfsmaður ráðinn í tvo mánuði, hefur látið af störfum.
    2011:    Einn starfsmaður ráðinn, fyrst til afleysinga í fæðingarorlofi og síðan fastráðninn.

     2.      Hversu margir þessara starfsmanna eru nú starfandi í ráðuneytinu?
    Tveir starfsmenn eru nú starfandi í ráðuneytinu.