Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 55. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 352  —  55. mál.
Svarinnanríkisráðherra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur
um fjölda kaupsamninga um fasteignir.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu mörgum kaupsamningum um fasteignir var þinglýst:
              a.      árið 2008,
              b.      árið 2009,
              c.      árið 2010,
              d.      það sem af er ári 2011?
     2.      Hvernig skiptast samningarnir eftir því hverjir eru aðilar að þeim, þ.e.:
              a.      einstaklingur og einstaklingur,
              b.      einstaklingur og fjármálafyrirtæki,
              c.      einstaklingur og félag, annað en fjármálafyrirtæki,
              d.      fjármálafyrirtæki og fjármálafyrirtæki,
              e.      fjármálafyrirtæki og félag, annað en fjármálafyrirtæki,
              f.      félag, annað en fjármálafyrirtæki, og félag, annað en fjármálafyrirtæki?


    Í framhaldi af því að ráðherra barst fyrirspurnin 7. október var öllum sýslumönnum sent bréf ásamt fyrirspurninni og óskað eftir að ráðuneytinu yrðu látnar í té upplýsingar varðandi hana. Sýslumenn óskuðu upplýsinga frá Þjóðskrá Íslands varðandi þetta, sem aftur óskaði upplýsinga um fjármálafyrirtæki frá Fjármálaeftirlitinu og annarra upplýsinga frá Fyrirtækjaskrá. Var ráðuneytið í kjölfarið í sambandi við Þjóðskrá Íslands og ítrekaði fyrir hvaða tíma ráðuneytinu bæri að svara fyrirspurninni. Í upplýsingum Þjóðskrár Íslands kom fram að ekki væri unnt að vinna upplýsingarnar hraðar. Án umbeðinna upplýsinga var ekki unnt að svara fyrirspurninni innan 15 virkra daga og er beðist velvirðingar á því.
    Athygli er vakin á því að við vinnslu Þjóðskrár var miðað við skilgreiningu Fjármálaeftirlits á hugtakinu fjármálafyrirtæki og miðast tölurnar við það. Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir eru ekki þar á meðal.
    Þar sem aðeins er spurt um fjölda kaupsamninga miðast svörin eingöngu við þá, en ekki aðrar eignaheimildir.

Kaupsamningar um fasteignir sem var þinglýst.

Ár Fjöldi
2008 6.053
2009 3.655
2010 4.695
2011, til 2. nóvember 5.475
Samningarnir, skipt eftir því hverjir eru aðilar að þeim.

Aðilar að samningi Fjöldi
a. Einstaklingur og einstaklingur
2008 3.790
2009 2.279
2010 3.153
2011, til 2. nóvember 3.916
b. Einstaklingur og fjármálafyrirtæki     
2008 63
2009 154
2010 279
2011, til 2. nóvember 297
c. Einstaklingur og félag annað en fjármálafyrirtæki
2008 1.634
2009 838
2010 902
2011, til 2. nóvember 907
d. Fjármálafyrirtæki og fjármálafyrirtæki
2008 0
2009 0
2010 1
2011, til 2. nóvember 0
e. Fjármálafyrirtæki og félag annað en fjármálafyritæki
2008 34
2009 48
2010 86
2011, til 2. nóvember 102
f. Félag annað en fjármálafyrirtæki og félag annað en fjármálafyrirtæki
2008 514
2009 315
2010 254
2011 til 2. nóvember 236

    Á árinu 2008 var jafnframt þinglýst 18 kaupsamningum þar sem aðilar eru fleiri en einn og falla innan fleiri en eins flokks hér að framan. Sem dæmi var þinglýst fimm kaupsamningum þar sem félag, annað en fjármálafyrirtæki, og einstaklingur seldu einstaklingi eign. Á árinu 2009 var þinglýst 21 kaupsamningi þar sem aðilar eru fleiri en einn og falla innan fleiri flokka hér að framan. Á árinu 2010 var þinglýst 20 kaupsamningum þar sem aðilar eru fleiri en einn og falla undir fleiri en einn flokk hér að framan og til 2. nóvember 2011 var þinglýst 17 kaupsamningum þar sem aðilar eru fleiri en einn og falla innan fleiri flokka hér að framan.