Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 308. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 362  —  308. mál.
Fyrirspurntil fjármálaráðherra um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.


     1.      Hver var fjárfestingarstefna Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins á árunum 2005–2010?
     2.      Í hvaða íslenskum/erlendum fyrirtækjum keypti lífeyrissjóðurinn hluti á árinu 2008, flokkað eftir mánuðum frá janúar fram í október, og fyrir hvaða upphæðir?
     3.      Hvað er talið að Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hafi tapað mörgum milljörðum króna í bankahruninu?
     4.      Hvað fóru starfsmenn og stjórnendur sjóðsins í margar boðsferðir á árunum 2004–2008 og hvert var farið?
     5.      Hver er tryggingaleg staða sjóðsins núna?
     6.      Hvernig ætlar ríkið að mæta fjárskuldbindingum sjóðsins til framtíðar?


Skriflegt svar óskast.