Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 159. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 373  —  159. mál.
Svarutanríkisráðherra við fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar
um kostnað við utanlandsferðir.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu margar utanlandsferðir voru farnar á vegum ráðuneytisins og stofnana þess fyrstu níu mánuði þessa árs? Til hvaða lands eða landa var farið og í hvaða erindum?
     2.      Hver var heildarkostnaður ráðuneytisins og stofnana þess vegna fargjalda og greiddra dagpeninga fyrstu níu mánuði ársins, sundurliðað eftir ráðuneyti og stofnunum?

    Svör við fyrirspurninni koma fram í eftirfarandi töflum.

Fjöldi ferða janúar – september 2011
  Fjöldi ferða
Ráðuneyti 502
Sendiráð Íslands 58
Þróunarsamvinnustofnun 14


Land, staðir Erindi
Albanía Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf. Kosningaeftirlit.
Austurríki Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf. Fundir vegna alþjóðasamstarfs á vettvangi Wassenaar-samningsins, ÖSE. Evrópumál.
Álandseyjar Norrænt samráð.
Bandaríkin Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf. Fundir vegna alþjóðasamstarfs á vettvangi Alþjóðabankans, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, SÞ. Rekstrarmál.
Belgía Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf. Fundir vegna alþjóðasamstarfs á vettvangi EES, EFTA, ESB, Eystrasaltsráðsins, NATO, OECD. Rekstrarmál.
Bosnía EFTA-fríverslunarviðræður.
Bretland Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf. Fundir vegna alþjóðasamstarfs á vettvangi OSPAR. Fiskveiðisamningar. Landgrunnsmál. Evrópumál. Rekstrarmál.
Danmörk Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf. Norrænt samstarf og samstarf Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Fundir vegna alþjóðasamstarfs á vettvangi Alþjóðabankans, Eystrasaltsráðsins, Norðurskautsráðsins, Norrænu Afríkustofnunarinnar. Evrópumál. Loftferðamál.
Egyptaland Fundir á vettvangi alþjóðastofnana.
Eistland Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf. Samstarf Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Samstarf Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og Bandaríkjanna. Fundir vegna alþjóðasamstarfs á vettvangi Alþjóðabankans, EFTA, Eystrasaltsráðsins. Evrópumál.
Finnland Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf. Norrænt samstarf, samstarf Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, samstarf Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og Bandaríkjanna. Fundir vegna alþjóðasamstarfs á vettvangi Eystrasaltsráðsins, SÞ. Loftslagsmál. Evrópumál.
Frakkland Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf. Fundir vegna alþjóðasamstarfs á vettvangi Alþjóðabankans, Evrópuráðsins, OECD, OSPAR. Evrópumál. Landgrunnsmál. Þróunarmál. Rekstrarmál.
Færeyjar Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf.
Grænland Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf. Fundir vegna alþjóðasamstarfs á vettvangi Norðurskautsráðsins.
Holland Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf. Afvopnunarmál.
Indland Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf. EFTA-fríverslunarviðræður.
Indónesía EFTA-fríverslunarviðræður.
Írland Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf.
Ísrael Fundir á vettvangi alþjóðastofnana. Friðargæsla.
Ítalía Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf. Fundir vegna alþjóðasamstarfs á vettvangi Alþjóðabankans, FAO, Feneyjarnefndarinnar, IFAD. Evrópumál.
Japan Borgaraþjónusta og aðstoð í sendiráði vegna náttúruhamfara.
Jórdanía Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf. EFTA-fríverslunarviðræður.
Kanada Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf. Fundir vegna alþjóðasamstarfs á vettvangi Norðurskautsráðsins. Rekstrarmál.
Kasakstan EFTA-fríverslunarviðræður.
Katar Fundir vegna alþjóðasamstarfs á vettvangi NATO.
Kenía Þróunarmál.
Kína Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf. Fríverslunarviðræður Íslands og Kína. Þróunarmál.
Kosta Ríka Fundir vegna alþjóðlegs samstarfs um leit og björgun, INSARAG.
Lettland Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf. Evrópumál.
Liechtenstein Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf. Fundir vegna alþjóðasamstarfs á vettvangi EES, EFTA.
Litháen Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf. Fundir vegna alþjóðasamstarfs á vettvangi ÖSE. Evrópumál.
Líbanon Friðargæsla.
Lúxemborg Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf. Fundir vegna alþjóðasamstarfs á vettvangi EES, EFTA. Evrópumál.
Makedónía Kosningaeftirlit.
Malasía EFTA-fríverslunarviðræður.
Malaví Þróunarmál.
Mongólía Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf.
Mósambík Þróunarmál.
Namibía Þróunarmál.
Nepal Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf.
Níkaragva Fundir vegna alþjóðasamstarfs á vettvangi jarðhitamála.
Noregur Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf. Norrænt samstarf. Fundir vegna alþjóðasamstarfs á vettvangi EFTA, Eystrasaltsráðsins, NATO, Norðurskautsráðsins. Rekstrarmál.
Panama EFTA-fríverslunarviðræður.
Palestína Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf. Friðargæsla.
Páfastóll Í föruneyti forseta Íslands.
Portúgal Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf. Þróunarsjóður EFTA.
Pólland Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf. Fundir vegna alþjóðasamstarfs á vettvangi EFTA, ÖSE. Evrópumál.
Rússland Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf. Fundir vegna alþjóðasamstarfs á vettvangi NATO, Norðurskautsráðsins. Loftferðamál. Siglingamál. Rekstrarmál.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Fundur vegna alþjóðasamstarfs á vettvangi IRENA.
Serbía Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf.
Slóvakía Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf. Evrópumál.
Slóvenía Alþjóðleg ráðstefna um öryggismál.
Spánn Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf. Fundir vegna alþjóðasamstarfs á vettvangi NATO.
Svartfjallaland EFTA-fríverslunarviðræður.
Sviss Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf. Fundir vegna alþjóðasamstarfs á vettvangi EFTA, WTO, SÞ. Rekstrarmál.
Svíþjóð Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf. Fundir vegna alþjóðasamstarfs á vettvangi Barentsráðsins, Eystrasaltsráðsins, Norðurskautsráðsins. Evrópumál. Rekstrarmál.
Tyrkland Fundir vegna alþjóðasamstarfs á vettvangi Evrópuráðsins, SÞ.
Ungverjaland Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf. Fundir vegna alþjóðasamstarfs á vettvangi ESB. Evrópumál. Afvopnunarmál.
Úganda Þróunarmál.
Úrúgvæ Fríverslunarviðræður EFTA.
Víetnam Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf. Fríverslunarviðræður EFTA.
Þýskaland Tvíhliða samskipti, þ.m.t. stjórnmálasamskipti, viðskiptamál og menningarsamstarf þ.m.t. heiðursþátttaka Íslands í Bókamessunni í Frankfurt. Fundir vegna alþjóðasamstarfs á vettvangi Alþjóðabankans, Eystrasaltsráðsins, NATO, SÞ. Evrópumál. Loftlagsmál. Rekstrarmál.


Heildarkostnaður janúar til september 2011 vegna fargjalda og greiddra dagpeninga

Ráðuneyti
136.804.323
Sendiráð Íslands 11.538.011
Þróunarsamvinnustofnun 9.138.848