Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 246. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 379 — 246. mál.
1. Hversu mörgum fæðingardeildum hefur verið lokað á heilbrigðisstofnunum utan Reykjavíkur frá 2000?
Fæðingarhjálp er veitt á heilbrigðisstofnunum á landinu í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, með síðari breytingum, og reglugerð um heilbrigðisumdæmi, nr. 785/ 2007. Í leiðbeiningum um val á fæðingarstað sem landlæknisembættið gaf út árið 2007 eru sett fram skilmerki fyrir flokkun fæðingardeilda eftir þjónustustigum og starfsaðstæðum. Engum fæðingardeildum hefur verið formlega lokað á heilbrigðisstofnunum utan Reykjavíkur á síðasta áratug. Hins vegar hefur fæðingum fækkað á ýmsum stöðum á þessu tímabili eins og sjá má í töflu. Þetta tengist meðal annars því að vaktir á skurðstofum hafa lagst af á stöðum eins og í Reykjanesbæ, Selfossi og Sauðárkróki. Örðugt hefur reynst og jafnvel ógerlegt að fá almenna skurðlækna til starfa á landsbyggðinni til að halda uppi slíkri þjónustu.
2. Hvar á landinu þurfa konar að fara lengstan veg til fæðinga á sjúkrahúsi?
Konur á Þórshöfn á Langanesi eiga um lengstan veg að fara til að fæða börn á sjúkrahúsi. Heiman frá þeim eru 250 km til Akureyrar eða Neskaupstaðar.
3. Hversu víða á landinu er engin fæðingardeild í klukkustundarakstursfjarlægð frá byggð?
Ef gert er ráð fyrir að klukkustundarakstursfjarlægð sé 75 km eru eftirtalin byggðasvæði á landinu lengra frá fæðingardeild en sem því nemur: Snæfellsnes, Dalasýsla, Barðastrandarsýslur, Strandasýsla, Norðurþing, Vopnafjörður og Vestur-Skaftafellssýsla.
4. Hversu víða á landinu eru fleiri en ein fæðingardeild í minna en klukkustundarfjarlægð frá byggð?
Miðað við sömu forsendur er suðvesturhorn landsins frá Borgarnesi og sunnanverðum Borgarfirði að sunnanverðri Árnessýslu í minna en klukkustundarakstursfjarlægð frá fleiri en einni fæðingardeild.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 379 — 246. mál.
Svar
velferðarráðherra við fyrirspurn Sigmundar Ernis Rúnarssonar um fæðingardeildir.
1. Hversu mörgum fæðingardeildum hefur verið lokað á heilbrigðisstofnunum utan Reykjavíkur frá 2000?
Fæðingarhjálp er veitt á heilbrigðisstofnunum á landinu í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, með síðari breytingum, og reglugerð um heilbrigðisumdæmi, nr. 785/ 2007. Í leiðbeiningum um val á fæðingarstað sem landlæknisembættið gaf út árið 2007 eru sett fram skilmerki fyrir flokkun fæðingardeilda eftir þjónustustigum og starfsaðstæðum. Engum fæðingardeildum hefur verið formlega lokað á heilbrigðisstofnunum utan Reykjavíkur á síðasta áratug. Hins vegar hefur fæðingum fækkað á ýmsum stöðum á þessu tímabili eins og sjá má í töflu. Þetta tengist meðal annars því að vaktir á skurðstofum hafa lagst af á stöðum eins og í Reykjanesbæ, Selfossi og Sauðárkróki. Örðugt hefur reynst og jafnvel ógerlegt að fá almenna skurðlækna til starfa á landsbyggðinni til að halda uppi slíkri þjónustu.
Tafla. Fæðingar á heilbrigðisstofnunum og í heimahúsum 2001–2010.
2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | Samt. | |
LSH | 2.819 | 2.791 | 2.865 | 2.973 | 3.026 | 3.074 | 3.129 | 3.373 | 3.500 | 3.420 | 30.970 |
FSA | 443 | 418 | 430 | 410 | 424 | 435 | 450 | 434 | 446 | 515 | 4.405 |
Reykjanesbær | 213 | 232 | 223 | 209 | 177 | 204 | 247 | 251 | 273 | 172 | 2.201 |
Akranes | 196 | 158 | 204 | 224 | 227 | 238 | 270 | 262 | 273 | 358 | 2.410 |
Selfoss | 144 | 147 | 149 | 147 | 153 | 152 | 177 | 184 | 162 | 95 | 1.510 |
Ísafjörður | 62 | 62 | 49 | 61 | 53 | 52 | 47 | 73 | 54 | 55 | 568 |
Vestmannaeyjar | 41 | 44 | 33 | 43 | 34 | 36 | 42 | 38 | 40 | 37 | 388 |
Húsavík | 14 | 5 | 10 | 6 | 1 | 0 | 1 | 0 | 0 | 0 | 37 |
Sauðárkrókur | 16 | 22 | 16 | 17 | 29 | 19 | 14 | 29 | 15 | 4 | 181 |
Neskaupstaður | 35 | 34 | 50 | 59 | 62 | 70 | 61 | 70 | 82 | 87 | 610 |
Egilsstaðir | 19 | 11 | 0 | 0 | 0 | 1 | 0 | 0 | 0 | 0 | 31 |
Blönduós | 12 | 3 | 7 | 5 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 27 |
Siglufjörður | 4 | 2 | 6 | 2 | 2 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 16 |
Stykkishólmur | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Patreksfjörður | 4 | 6 | 2 | 2 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 14 |
Höfn í Hornafirði | 2 | 17 | 8 | 4 | 9 | 16 | 5 | 6 | 4 | 4 | 75 |
Heilsugæslur | 0 | 2 | 1 | 1 | 4 | 2 | 1 | 11 | |||
Heimafæðingar | 19 | 25 | 26 | 25 | 43 | 46 | 51 | 61 | 89 | 86 | 471 |
Samtals | 4.043 | 3.977 | 4.080 | 4.187 | 4.241 | 4.344 | 4.498 | 4.783 | 4.939 | 4.833 | 43.925 |
2. Hvar á landinu þurfa konar að fara lengstan veg til fæðinga á sjúkrahúsi?
Konur á Þórshöfn á Langanesi eiga um lengstan veg að fara til að fæða börn á sjúkrahúsi. Heiman frá þeim eru 250 km til Akureyrar eða Neskaupstaðar.
3. Hversu víða á landinu er engin fæðingardeild í klukkustundarakstursfjarlægð frá byggð?
Ef gert er ráð fyrir að klukkustundarakstursfjarlægð sé 75 km eru eftirtalin byggðasvæði á landinu lengra frá fæðingardeild en sem því nemur: Snæfellsnes, Dalasýsla, Barðastrandarsýslur, Strandasýsla, Norðurþing, Vopnafjörður og Vestur-Skaftafellssýsla.
4. Hversu víða á landinu eru fleiri en ein fæðingardeild í minna en klukkustundarfjarlægð frá byggð?
Miðað við sömu forsendur er suðvesturhorn landsins frá Borgarnesi og sunnanverðum Borgarfirði að sunnanverðri Árnessýslu í minna en klukkustundarakstursfjarlægð frá fleiri en einni fæðingardeild.