Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 330. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 396  —  330. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um ávöxtunarkröfu lífeyrissjóða.

Frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur.


     1.      Hvaða rök liggja til grundvallar viðmiði um 3,5% ávöxtunarkröfu lífeyrissjóða, sbr. 19. og 20. gr. í reglugerð nr. 391/1998, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með áorðnum breytingum?
     2.      Hvaða tryggingafræðilegu úttektir eða rannsóknir lágu til grundvallar 3,5% viðmiði í upphafi? Hefur viðmiðið sætt endurskoðun frá því að reglugerðin var sett?
     3.      Hafa farið fram rannsóknir á almennum efnahagslegum áhrifum 3,5% viðmiðs, þ.m.t. á vaxtastig?
     4.      Hvernig hefur lífeyrissjóðunum gengið að uppfylla 3,5% viðmiðið?
     5.      Hvaða efnahagslegu áhrif hefði lækkun viðmiðsins um 0,5%, 1% og 1,5%:
                  a.      á greiðslu lífeyris í dag, eftir 10 ár og eftir 20 ár,
                  b.      á lífeyrisgreiðslur í dag til meðallífeyrisþega (karls annars vegar og konu hins vegar) í a) almennum lífeyrissjóði, b) lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins,
                  c.      á fjárhag ríkissjóðs?
     6.      Er ástæða til að endurskoða núverandi viðmið um ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna?


Skriflegt svar óskast.