Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 397  —  331. mál.




Fyrirspurn


til efnahags- og viðskiptaráðherra um ávöxtunarkröfu lífeyrissjóða.

Frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur.

     1.      Hver eru helstu efnahagslegu langtímaáhrif þess að miða ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna við 3,5%, sbr. 19. og 20. gr. reglugerðar nr. 391/1998, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með áorðnum breytingum? Er þörf á ítarlegri rannsókn?
     2.      Hafa áhrif 3,5% viðmiðs komið til umræðu í samstarfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og íslenskra stjórnvalda?
     3.      Er 3,5% viðmið raunsætt og eðlilegt miðað við:
                  a.      hagvöxt síðustu 30–50 ára,
                  b.      væntingar um hagvöxt í okkar heimshluta næstu 20–30 ár, og
                  c.      þá djúpu kreppu sem Ísland og mörg önnur vestræn lönd hafa átt við að etja síðan 2008?
     4.      Er ástæða til að endurskoða núverandi viðmið um ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna?


Skriflegt svar óskast.