Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 401  —  1. mál.

2. umræða.


Breytingartillagavið frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2012.

Frá 1. minni hluta fjárlaganefndar (KÞJ, ÁsbÓ, IllG).


    Við 6. gr. bætist nýr liður, svohljóðandi:
    1.2        Að vinna að kaupum og sölu eigna ríkissjóðs á árinu 2012 í samræmi við eftirfarandi skilyrði: Áður en heimild er nýtt skal fjárlaganefnd berast umsókn um heimild til útgjalda samkvæmt tiltekinni heimildargrein. Umsókninni skal fylgja rökstuðningur þar sem m.a. kemur fram hvaða fjárhæðir er um að ræða og hver áhrif eru á fjárlög og efnahag ríkissjóðs. Fjárlaganefnd skal taka afstöðu til umsóknar fjármálaráðherra innan sjö virkra daga frá því fullgild umsókn berst nefndinni.