Þingskjal 452 — 376. mál.
Frumvarp til laga
um frávik frá lögum um skatta og gjöld vegna styrkja
úr sjóði er fjármagnar aðstoð
við umsóknarríki Evrópusambandsins.
(Lagt fyrir Alþingi á 140. löggjafarþingi 2011–2012.)
1.
gr.
Tilgangur.
2. gr.
Skilgreiningar.
1. ESB-verktaki: Einstaklingur eða lögaðili sem veitir þjónustu og/eða afhendir vörur og/eða vinnur verk með fjárstyrk samkvæmt ESB-samningi. Hugtakið ESB-verktaki tekur einnig til staðbundinna ráðgjafa um langtímasérfræðiaðstoð og sérfræðinga sem fylgja samningum um langtímasérfræðiaðstoð.
2. ESB-samningur: Sérhvert lagalega bindandi skjal um starfsemi sem er fjármögnuð eftir reglum sjóðs er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki ESB og ESB undirritar eða íslenska ríkið.
3. gr.
Innflutningur ESB-verktaka.
Skilyrði undanþágunnar er að fyrir liggi skriflegur ESB-samningur þar sem fram kemur skilgreining á verki og að innflutningurinn sé í beinum tengslum við verkið.
4. gr.
Virðisaukaskattur.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er skráðum aðilum sem selja vörur eða þjónustu samkvæmt ESB-samningi heimilt að telja til innskatts á hverju uppgjörstímabili virðisaukaskatt af aðkeyptum rekstrarfjármunum, vörum, vinnu, þjónustu og öðrum aðföngum skv. 15. og 16. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, enda varði kaupin verk sem unnið er samkvæmt samningnum.
Aðilar sem falla undir 1. mgr. og hafa ekki heimild til að telja til innskatts virðisaukaskatt vegna kaupa á aðföngum, svo sem vegna þess að þeir eru ekki skráningarskyldir samkvæmt lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, eiga rétt á endurgreiðslu þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt vegna kaupa á aðföngum sem varða eingöngu sölu á vörum og þjónustu samkvæmt ESB-samningi. Beiðni um endurgreiðslu á virðisaukaskatti skal lögð fram skriflega á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Beiðni skulu fylgja frumrit fullgildra sölureikninga og vottað afrit af þeim ESB-samningi sem unnið er eftir í viðkomandi tilviki.
5. gr.
Tekjuskattur, útsvar og staðgreiðsla.
Lögaðilar sem ekki hafa fasta starfsstöð hér á landi, eru ESB-verktakar og selja vörur eða þjónustu samkvæmt ESB-samningi skulu undanþegnir skattskyldu skv. I. kafla laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, og greiða því ekki tekjuskatt af tekjum sem samningur þessi skapar.
Skilyrði undanþágu frá skattskyldu er að fyrir liggi skriflegur ESB-samningur þar sem fram kemur skilgreining á verki og að vöru- eða þjónustusalan sé í beinum tengslum við þann samning.
Ríkisskattstjóra er heimilt að taka til greina skriflega umsókn ESB-verktaka um endurgreiðslu, að hluta eða öllu leyti, á staðgreiðslu hans samkvæmt lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda, og lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur. Á umsókn, sem sett skal fram á sérstöku eyðublaði og ríkisskattstjóri lætur gera, skal koma fram rökstuðningur fyrir kröfum samkvæmt ákvæði þessu. Umsókn skal fylgja skriflegur ESB-samningur þar sem fram kemur skilgreining á verki og upplýsingar um að tekjurnar séu í beinum tengslum við ESB-samning aðila.
6. gr.
Búferlaflutningar til landsins.
7. gr.
Stimpilgjöld.
Skilyrði undanþágunnar er að fyrir liggi skriflegur ESB-samningur þar sem fram kemur skilgreining á verki og sá samningur sem fella á niður stimplun og stimpilgjöld af sé gerður í beinum tengslum við ESB-samninginn.
8. gr.
Reglugerðarheimild.
9. gr.
Gildistaka.
Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.
I. Tilefni lagasetningar.
Frumvarp þetta er samið í fjármálaráðuneytinu. Tilefnið er að þann 8. júlí 2011 árituðu fulltrúi íslenskra stjórnvalda og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rammasamning um reglur um samstarf er varðar fjárhagsaðstoð ESB við Ísland innan ramma stuðningsaðgerða sjóðs er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki ESB (e. Instrument for Pre-Accession Assistance – IPA).
Samningurinn og þær lagabreytingar sem nauðsynlegt er að ráðast í á grundvelli hans eru háðar samþykki Alþingis. Frumvarp þetta er lagt fyrir Alþingi samhliða þingsályktunartillögu um staðfestingu samningsins.
Markmið IPA-kerfis Evrópusambandsins er að styrkja innviði umsóknarríkja ESB með uppbyggingu stofnana, eflingu milliríkjasamstarfs og styrkingu efnahags- og félagslegrar þróunar sem og byggðaþróunar, sbr. reglugerð ráðsins nr. 1085/2006/EB (e. establishing an Instrument for Pre-Accession Assistance (IPA)). Í formála reglugerðarinnar er meðal annars tekið fram að veita skuli aðstoð í þeim tilgangi að styðja og efla stofnanir og stjórnsýslu umsóknarríkja ESB.
Á grundvelli þessarar reglugerðar hefur framkvæmdastjórn ESB sett reglugerð nr. 718/2007/EB (e. implementing Council Regulation (EC) No 1085/2006 establishing an instrument for pre-accession assistance (IPA)), sem útfærir nánari reglur um þetta efni. Í reglugerð nr. 718/2007/EB kemur fram sú meginregla að IPA-styrkir skuli ekki ganga til greiðslu skatta og gjalda hjá umsóknarríkjum sambandsins. Samkvæmt sömu reglugerð skulu framkvæmdastjórn ESB og aðildarríki undirrita rammasamning (e. Framework Agreement) til þess að mæla fyrir um þær meginreglur sem fram koma í reglugerðinni.
II. Meginefni frumvarpsins.
Í frumvarpi þessu er að finna nokkrar sérreglur um skatta og gjöld vegna verkefna sem hljóta stuðning úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki ESB (IPA).
Rammasamningurinn milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins skiptist í fimm kafla. Auk almennra ákvæða í inngangi, tekur hann til stjórnunarþátta, reglna um fjárhagsaðstoð ESB, reglna um framkvæmd aðstoðarinnar og eftirlits með meðferð þess fjár sem móttekið hefur verið. Í samningnum skuldbinda íslensk stjórnvöld sig til að leita eftir viðeigandi lagabreytingum til að hrinda ákvæðum hans í framkvæmd.
Í frumvarpi þessu verður eingöngu fjallað um þau sérákvæði sem nauðsynlegt er að setja með lögum vegna ákvæða samningsins sem fjalla beinlínis um skatta og gjöld. Er þar fyrst og fremst átt við 11. og 12. gr. samningsins.
Í samningnum er gerð krafa um að IPA-aðstoð renni óskipt til þeirra verkefna sem henni er ætlað að styðja. Af því leiðir að IPA-aðstoð er ekki ætlað að renna til greiðslu skatta, tolla eða annarra gjalda af sambærilegum toga. Í 12. gr. er þess vegna að finna ákvæði um að öll IPA-aðstoð sé undanþegin sköttum og opinberum gjöldum. Nánar tiltekið varða þessi ákvæði alla aðila, hvort heldur er einstaklinga eða lögaðila, sem samið er við um að veita þjónustu, framkvæma verk eða útvega búnað eða annan varning og greitt er fyrir með IPA-aðstoð. Í samningnum eru þessir aðilar nefndir ESB-verktakar (e. EU contractor).
Allur innflutningur á grundvelli ESB-samninga (e. EU contract) skal undanþeginn aðflutningsgjöldum, þ.m.t. virðisaukaskatti. Þá skal öll framkvæmd verks, sala vöru eða veiting þjónustu á grundvelli slíkra samninga undanþegin virðisaukaskatti. Einstaklingar sem ekki eru búsettir hér á landi en samið er við um að veita þjónustu eða vinnu sem fjármögnuð er af ESB skulu ekki greiða tekjuskatt og útsvar af starfi sem unnið er á grundvelli slíks samnings. Sama á við um lögaðila sem ekki hafa staðfestu hér á landi. Þessi undanþága á ekki við um vinnu eða þjónustu einstaklinga og lögaðila sem eru búsettir hér á landi eða hafa hér staðfestu.
Persónulegir munir og búslóð nánustu fjölskyldu einstaklinga búsettra erlendis sem ráðnir eru á grundvelli ESB-samninga skulu við innflutning undanþegin tollum, aðflutningsgjöldum, sköttum og öðrum gjöldum, enda sé varan flutt aftur út þegar samningssambandinu lýkur eða hún eyðilögð. Þeir sem samið er við á þessum forsendum, aðrir en staðarráðnir, skulu njóta sömu eða sams konar réttinda og annað starfslið eða verktakar sem veita aðstoð á grundvelli tví- eða marghliða samninga. Í því felst þó ekki að þeir skuli njóta diplómatískra réttinda.
III. Samráð og mat á áhrifum.
Við vinnslu frumvarpsins var haft samráð við utanríkisráðuneyti, ríkisskattstjóra og tollstjóra.
Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.
Um 1. gr.
Um 2. gr.
Hugtakið langtímasérfræðiaðstoð er þýðing á enska heitinu „Twinning“. Á vef utanríkisráðuneytisins er að finna eftirfarandi útskýringu á þessari tegund aðstoðar: „Twinning er ein af þeim leiðum sem nýttar eru í IPA (Instrument for Pre-Accession Assistance) til að efla stjórnsýslu umsóknarríkja. Twinning-aðstoð er fólgin í því að sérfræðingur frá einhverju aðildarríkjanna flyst tímabundið til umsóknarríkis og starfar þar við hliðstæða stofnun og hann starfaði við í sínu heimalandi. Hann miðlar af reynslu sinni og þjálfar starfsfólk í að sinna þeim verkefnum sem þörf er á til hægt sé að innleiða lög og reglur ESB. Twinning-aðstoð krefst mikils undirbúnings og því hefur einnig verið hönnuð önnur og sveigjanlegri leið: Twinning light. Þessi leið gæti hentað betur hér á landi. Sérfræðingar sem koma í tengslum við Twinning light flytjast ekki til landsins heldur koma nokkrum sinnum yfir ákveðið tímabil. Ætlað er að Twinning light verkefni taki ekki lengri tíma en 6 mánuði, en í sumum tilvikum er hægt að framlengja í allt að 8 mánuði. Í Twinning verkefnum er hægt að njóta aðstoðar sérfræðinga frá fleiri löndum en einu en í Twinning light er aðeins hægt að nýta einn sérfræðing. Til að sækja um Twinning light aðstoð er fyllt út eyðublað um TAIEX aðstoð og því skilað til landstengiliðs IPA á Íslandi.“
Um 3. gr.
Um 4. gr.
Þrátt fyrir undanþáguna skulu ESB-verktakar sem skráðir eru á grunnskrá virðisaukaskatts hafa fullan innskattsrétt vegna kaupa á aðföngum til verkefnisins eða þjónustunnar sem unnin er samkvæmt ESB-samningnum enda séu skilyrði 15. og 16. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, uppfyllt.
Loks er lagt til að þeir ESB-verktakar, sem ekki geta talið virðisaukaskatt af aðföngum til innskatts vegna þess að þeir eru ekki skráðir á grunnskrá virðisaukaskatts, geti sótt um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna kaupa á aðföngum til verksins að uppfylltum skilyrðum ákvæða 15. og 16. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Beiðni um endurgreiðslu skal skilað skriflega á því formi sem ríkisskattstjóri ákveður. Með beiðni verður að fylgja frumrit fullgildra sölureikninga og vottað afrit af þeim ESB-samningi sem um ræðir.
Um 5. gr.
Sama á við um tekjuskatt lögaðila, að því tilskildu að þeir hafi ekki fasta starfsstöð eða fasta bækistöð á Íslandi. Sé um að ræða einstakling, sem er ESB-verktaki, telst hann ekki reka hér á landi fasta starfsstöð vegna ESB-samnings.
Einstaklingar sem eru heimilisfastir á Íslandi og lögaðilar sem hafa fasta starfsstöð á Íslandi eru skattskyldir af hagnaði og/eða tekjum sem verða til vegna ESB-samnings eftir almennum skattareglum hér á landi að teknu tilliti til gildandi tvísköttunarsamninga. Aðilar sem skattskyldir eru hér á landi skv. 1. og 2. gr. tekjuskattslaga þegar samningur er gerður falla þannig ekki undir ákvæðið.
Gert er ráð fyrir því að ríkisskattstjóra verði heimilt að taka til greina umsókn um endurgreiðslu á afdreginni staðgreiðslu tekjuársins þegar umsækjandi hefur sannanlega greitt staðgreiðslu upp í væntanlega álagða skatta og gjöld sem undanþegin eru tekjuskatti. Heimildin er bundin því skilyrði að umsókn sé sett fram á sérstöku eyðublaði ríkisskattstjóra og henni fylgi skriflegur ESB-samningur þar sem fram komi skilgreining á verki og upplýsingar um að tekjurnar séu í beinum tengslum við ESB-samning aðila.
Um 6. gr.
Um 7. gr.
Um 8. gr.
Um 9. gr.
Fylgiskjal.
Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:
Umsögn um frumvarp til laga um frávik frá lögum um skatta og gjöld vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins.
Þann 8. júlí 2011 árituðu íslensk stjórnvöld og framkvæmdastjórn Evrópu-sambandsins rammasamning um reglur um samstarf er varðar fjárhagsaðstoð sambandsins við Ísland innan ramma stuðningsaðgerða sjóðs sem fjármagnar aðstoð við umsóknarríki ESB með svonefndum IPA-styrkjum (e. Instrument for Pre-Accession Assistance). Markmið IPA-kerfisins er að styrkja innviði umsóknarríkja ESB með uppbyggingu stofnana, eflingu milliríkjasamstarfs og styrkingu efnahags- og félagslegrar þróunar sem og byggðaþróunar umsóknarríkjanna. Í samningnum er gerð krafa um að aðstoðin renni óskipt til þeirra verkefna sem henni er ætlað að styðja og kveðið á um að öll IPA-aðstoð sé undanþegin sköttum og opinberum gjöldum. Af því leiðir að IPA-aðstoð er ekki ætlað að renna til greiðslu skatta, tolla eða annarra gjalda af sambærilegum toga.
Í frumvarpi þessu er því mælt fyrir um undanþágu ESB-verktaka frá skattskyldu hvað varðar tolla, aðflutningsgjöld, virðisaukaskatt, tekjuskatt, útsvar og stimpilgjöld sem stafar af framkvæmd á ESB-samningi. Undanþágan tekur þó ekki til einstaklinga sem eru heimilisfastir hér á landi hvað varðar greiðslu tekjuskatts og útsvars af tekjum sem ESB-samningur skapar þeim eða lögaðila sem hafa hér fasta starfsstöð hvað varðar greiðslu tekjuskatts af hagnaði sem slíkur samningur skapar þeim.
Gert er ráð fyrir að IPA-styrkir til Íslands geti numið allt að 30 milljónum evra, sem svarar til um 5 milljarða króna, vegna tímabilsins 2011–2013. Um er að ræða verkefni samkvæmt sérstakri landsáætlun sem stjórnvöld hafa gert og ESB hefur fallist á. Áætlað er að styrkirnir komi til útborgunar frá og með árinu 2012 og verði greiddir á nokkrum næstu árum eftir framvindu styrktra verkefna. Styrkir í formi beinna fjárframlaga verða færðir á tekjuhlið ríkissjóðs og útgjaldaheimildir veittar á móti á gjaldahlið. Í fjárlagafrumvarpi 2012 gert ráð fyrir 596 m.kr. tekjum af þessum styrkjum og jafnmiklum útgjöldum á móti. Að óbreyttu má reikna með jafnháum eða hærri styrkjum í fjárlögum næstu ára.
Ekki hefur verið lagt mat á það hvað undanþágur þær sem mælt er fyrir um í frumvarpinu gætu þýtt í minni skatttekjum ríkissjóðs frá því sem annars hefði orðið. Slíkt mat væri auk þess afar erfitt í framkvæmd, m.a. vegna þess að ekki liggur fyrir hvernig verk sem unnin verða samkvæmt ESB-samningi munu skiptast milli innlendra og erlendra ESB-verktaka. Mat á tekjutapi á auk þess tæpast við því IPA-styrkirnir eru veittir með því skilyrði að vera undanþegnir sköttum og opinberum gjöldum og mundu ekki berast ef ekki kæmi til skattfrelsið. Má frekar gera ráð fyrir því að ríkissjóður muni hafa tekjur af þessum styrkjum með óbeinum hætti ef ESB-verktakar verða innlendir aðilar.