Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 277. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 494  —  277. mál.
Svarvelferðarráðherra við fyrirspurn Unnar Brár Konráðsdóttur um þróun
atvinnuleysisbóta, lágmarkslauna og lágmarksbóta öryrkja.


     1.      Hver hefur á árunum 1995–2012 verið þróun fjárhæða:
                  a.      atvinnuleysisbóta,
                  b.      lágmarkslauna, og
                  c.      lágmarksbóta sem TR tryggir öryrkjum?

    Atvinnuleysisbætur hafa tekið 21 breytingu frá ársbyrjun 1995 og sjá má fjárhæðir atvinnuleysisbóta á verðlagi hvers árs í töflu 1. Fyrir árið 2012 er gert ráð fyrir 3,5% hækkun atvinnuleysisbóta og tekjutengingar.

Tafla 1. Þróun fjárhæða atvinnuleysisbóta á árunum 1995–2012.
(Heimild: Vinnumálastofnun.)

Ár Upphæð á mánuði Breyting Tekjutenging Frítekjumark
1.5.1992 46.395 1,7%
21.2.1995 50.036 7,8%
1.1.1996 52.723 5,4%
1.1.1997 53.785 2,0%
1.3.1997 55.930 4,0%
1.8.1997 57.339 2,5%
1.1.1998 59.636 4,0%
1.1.1999 62.020 4,0%
1.1.2000 64.252 3,6%
1.1.2001 66.635 3,7%
1.2.2001 67.979 2,0%
1.1.2002 73.765 8,5%
1.1.2003 77.449 5,0%
1.1.2004 79.767 3,0%
1.3.2004 88.760 11,3%
1.1.2005 91.426 3,0%
1.1.2006 93.701 2,5%
1.7.2006 111.015 18,5% 185.400 52.000
1.1.2007 114.244 2,9% 185.400 53.716
1.1.2008 118.015 3,3% 191.518 53.716
1.2.2008 136.023 15,3% 220.729 53.716
1.1.2009 149.523 9,9% 242.636 59.047
1.6.2011 161.523 8,0% 254.636 59.047
2012 167.176 3,5% 263.548 59.047


    Samningsbundin lágmarkslaun hafa verið við lýði frá árinu 1998. Fyrir þann tíma var til láglaunauppbót sem reiknaðist af heildarlaunum. Í töflu 2 má sjá samningsbundnar lágmarkstekjur í dagvinnu frá árinu 1998. Fyrir þann tíma er notast við lægsta taxta í almennum kjarasamningum. Fjárhæðirnar í töflu 2 eru á verðlagi hvers árs og miðast við lágmarkstekjur í árslok.

Tafla 2. Þróun fjárhæða lágmarkslauna á árunum 1995–2012.
(Heimild: Alþýðusamband Íslands.)

Ár Lægsti taxti Lágmarkstekjur í dagvinnu
1995 46.306
1996 49.538
1997 53.240
1998 70.000
1999 70.000
2000 78.333
2001 85.000
2002 90.000
2003 93.000
2004 100.000
2005 103.500
2006 123.000
2007 125.000
2008 145.000
2009 157.000
2010 165.000
2011 182.000
2012 193.000

    Fjárhæðir lágmarksbóta hafa tekið tíðum breytingum frá árinu 1995 og hafa bótafjárhæðir í sumum tilvikum breyst oft á sama árinu. Upplýsingar um þróun fjárhæða lágmarksbóta eru því tvískiptar að aftan. Annars vegar má sjá upplýsingar um mánaðarlegar bótafjárhæðir á tímabilinu 2006–2012 í töflum 3 og 4 og tiltaka töflurnar allar breytingar sem orðið hafa á tímabilinu. Hins vegar má sjá óskertar ársgreiðslur til öryrkja á árunum 1995–2012 í töflu 5. Ársgreiðslurnar innihalda orlofsuppbætur, desemberuppbætur og eingreiðslur eftir því sem við á. Þá innihalda ársgreiðslurnar einnig allar breytingar bótafjárhæða innan hvers árs. Fjárhæðir eru á verðlagi hvers árs.

Tafla 3. Þróun reglulegra mánaðargreiðslna til öryrkja
sem býr einn á árunum 2006–2012.

(Heimild: Tryggingastofnun ríkisins.)


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.

Tafla 4. Þróun reglulegra mánaðargreiðslna til öryrkja
í sambúð á árunum 2006–2012.

(Heimild: Tryggingastofnun ríkisins.)


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Tafla 5. Þróun óskertra ársgreiðslna til öryrkja
sem býr einn á árunum 1995–2012.

(Heimild: Tryggingastofnun ríkisins.)

1    Miðað er við fulla aldurstengda örorkuuppbót, en fjárhæð hennar ræðst af því hversu gamall viðkomandi var þegar hann var í fyrsta sinn metinn 75% öryrki.
2    Skilyrði fyrir bensínstyrk er að nauðsynlegt sé fyrir viðkomandi að hafa bifreið vegna hreyfihömlunar og sýnt er að hann geti ekki komist af án uppbótarinnar.
3    Miðað við 3,5% hækkun, án orlofs- eða desemberuppbóta.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.     2.      Hvaða áhrif hefur það á fjárhæðirnar ef viðkomandi á börn, tvö eða fleiri?
    Tafla 6 inniheldur ársgreiðslu vegna tveggja barna á árunum 1995–2012, tafla 7 vegna þriggja barna. Fyrir árið 2012 er reiknað með 3,5% hækkun bóta. Með hverju barni á framfæri greiðast 4% af fullum atvinnuleysisbótum. Fjöldi barna hefur ekki áhrif á fjárhæð lágmarkslauna. Barnalífeyrir er greiddur með börnum yngri en 18 ára, ef annað hvort foreldra er örorkulífeyrisþegi eða er látið. Barnalífeyrir er skattfrjáls en mæðra- og feðralaun og bætur sem atvinnulausir fá vegna barna eru skattskyldar.
    Mæðra- og feðralaun eru ekki hluti af bótum til örorkulífeyrisþega. Það er ekki skilyrði fyrir þeim greiðslum að hafa örorkumat eða fá greiddan örorkulífeyri heldur eru aðeins skilyrðið að vera einstætt foreldri með lögheimili á Íslandi. Því fá bæði launafólk og atvinnuleitendur mæðra- eða feðralaun ef þeir eru einstæðir foreldrar rétt eins og örorkulífeyrisþegar. Hins vegar hafa greiðslur mæðra- og feðralauna áhrif á örorkubætur tekjulægstu örorkulífeyrisþeganna því þær greiðslur dragast frá sérstakri uppbót til framfærslu.

Tafla 6. Þróun ársgreiðslna vegna tveggja barna á árunum 1995–2012.
(Heimild: Tryggingastofnun ríkisins og Vinnumálastofnun.)

Ár Barnalífeyrir Mæðra- og feðralaun Bætur til atvinnulausra
1995 257.080 62.400 47.549
1996 259.056 37.728 50.614
1997 275.900 40.179 53.913
1998 292.920 42.660 57.250
1999 304.632 44.364 59.539
2000 318.468 46.374 61.681
2001 333.480 48.564 65.152
2002 361.824 52.692 70.814
2003 373.392 54.384 74.351
2004 384.600 56.016 83.771
2005 398.064 57.972 87.769
2006 413.976 60.288 98.264
2007 438.816 63.900 109.674
2008 472.720 68.420 129.141
2009 519.768 75.228 143.542
2010 519.768 75.228 143.542
2011 544.324 78.784 150.262
2012 563.375 81.541 160.489

Tafla 7. Þróun ársgreiðslna vegna þriggja barna á árunum 1995–2012.

(Heimild: Tryggingastofnun ríkisins og Vinnumálastofnun.)


Ár Barnalífeyrir Mæðra- og feðralaun Bætur til atvinnulausra
1995 385.620 134.780 71.324
1996 388.584 98.088 75.921
1997 413.850 104.459 80.870
1998 439.380 110.904 85.876
1999 456.948 115.344 89.308
2000 477.702 120.586 92.522
2001 500.220 126.276 97.728
2002 542.736 137.004 106.221
2003 560.088 141.384 111.526
2004 576.900 145.620 125.657
2005 597.096 150.720 131.653
2006 620.964 156.744 147.396
2007 658.224 166.152 164.512
2008 709.080 177.892 193.712
2009 779.652 195.600 215.313
2010 779.652 195.600 215.313
2011 816.486 204.840 225.393
2012 845.063 212.009 240.734
    Samanburður á þróun atvinnuleysisbóta, lágmarkslauna, örorkubóta og verðlags- og launavísitölu.
    Mynd 1 sýnir samanburð bóta, verðlags og launa frá árinu 1995. Gögn um þróun lágmarkslauna ná aftur til ársins 1998. Fyrir árin 2011 og 2012 er notast við þjóðhagsspá Hagstofunnar varðandi verðlags- og launavísitölu.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.