140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 494 — 277. mál.
Svar
velferðarráðherra við fyrirspurn Unnar Brár Konráðsdóttur um þróun
atvinnuleysisbóta, lágmarkslauna og lágmarksbóta öryrkja.
1. Hver hefur á árunum 1995–2012 verið þróun fjárhæða:
a. atvinnuleysisbóta,
b. lágmarkslauna, og
c. lágmarksbóta sem TR tryggir öryrkjum?
Atvinnuleysisbætur hafa tekið 21 breytingu frá ársbyrjun 1995 og sjá má fjárhæðir atvinnuleysisbóta á verðlagi hvers árs í töflu 1. Fyrir árið 2012 er gert ráð fyrir 3,5% hækkun atvinnuleysisbóta og tekjutengingar.
Tafla 1. Þróun fjárhæða atvinnuleysisbóta á árunum 1995–2012.
(Heimild: Vinnumálastofnun.)
Ár | Upphæð á mánuði | Breyting | Tekjutenging | Frítekjumark |
1.5.1992 | 46.395 | 1,7% | ||
21.2.1995 | 50.036 | 7,8% | ||
1.1.1996 | 52.723 | 5,4% | ||
1.1.1997 | 53.785 | 2,0% | ||
1.3.1997 | 55.930 | 4,0% | ||
1.8.1997 | 57.339 | 2,5% | ||
1.1.1998 | 59.636 | 4,0% | ||
1.1.1999 | 62.020 | 4,0% | ||
1.1.2000 | 64.252 | 3,6% | ||
1.1.2001 | 66.635 | 3,7% | ||
1.2.2001 | 67.979 | 2,0% | ||
1.1.2002 | 73.765 | 8,5% | ||
1.1.2003 | 77.449 | 5,0% | ||
1.1.2004 | 79.767 | 3,0% | ||
1.3.2004 | 88.760 | 11,3% | ||
1.1.2005 | 91.426 | 3,0% | ||
1.1.2006 | 93.701 | 2,5% | ||
1.7.2006 | 111.015 | 18,5% | 185.400 | 52.000 |
1.1.2007 | 114.244 | 2,9% | 185.400 | 53.716 |
1.1.2008 | 118.015 | 3,3% | 191.518 | 53.716 |
1.2.2008 | 136.023 | 15,3% | 220.729 | 53.716 |
1.1.2009 | 149.523 | 9,9% | 242.636 | 59.047 |
1.6.2011 | 161.523 | 8,0% | 254.636 | 59.047 |
2012 | 167.176 | 3,5% | 263.548 | 59.047 |
Samningsbundin lágmarkslaun hafa verið við lýði frá árinu 1998. Fyrir þann tíma var til láglaunauppbót sem reiknaðist af heildarlaunum. Í töflu 2 má sjá samningsbundnar lágmarkstekjur í dagvinnu frá árinu 1998. Fyrir þann tíma er notast við lægsta taxta í almennum kjarasamningum. Fjárhæðirnar í töflu 2 eru á verðlagi hvers árs og miðast við lágmarkstekjur í árslok.
Tafla 2. Þróun fjárhæða lágmarkslauna á árunum 1995–2012.
(Heimild: Alþýðusamband Íslands.)
Ár | Lægsti taxti | Lágmarkstekjur í dagvinnu |
1995 | 46.306 | |
1996 | 49.538 | |
1997 | 53.240 | |
1998 | 70.000 | |
1999 | 70.000 | |
2000 | 78.333 | |
2001 | 85.000 | |
2002 | 90.000 | |
2003 | 93.000 | |
2004 | 100.000 | |
2005 | 103.500 | |
2006 | 123.000 | |
2007 | 125.000 | |
2008 | 145.000 | |
2009 | 157.000 | |
2010 | 165.000 | |
2011 | 182.000 | |
2012 | 193.000 |
Fjárhæðir lágmarksbóta hafa tekið tíðum breytingum frá árinu 1995 og hafa bótafjárhæðir í sumum tilvikum breyst oft á sama árinu. Upplýsingar um þróun fjárhæða lágmarksbóta eru því tvískiptar að aftan. Annars vegar má sjá upplýsingar um mánaðarlegar bótafjárhæðir á tímabilinu 2006–2012 í töflum 3 og 4 og tiltaka töflurnar allar breytingar sem orðið hafa á tímabilinu. Hins vegar má sjá óskertar ársgreiðslur til öryrkja á árunum 1995–2012 í töflu 5. Ársgreiðslurnar innihalda orlofsuppbætur, desemberuppbætur og eingreiðslur eftir því sem við á. Þá innihalda ársgreiðslurnar einnig allar breytingar bótafjárhæða innan hvers árs. Fjárhæðir eru á verðlagi hvers árs.
Tafla 3. Þróun reglulegra mánaðargreiðslna til öryrkja
sem býr einn á árunum 2006–2012.
(Heimild: Tryggingastofnun ríkisins.)
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Tafla 4. Þróun reglulegra mánaðargreiðslna til öryrkja
í sambúð á árunum 2006–2012.
(Heimild: Tryggingastofnun ríkisins.)
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Tafla 5. Þróun óskertra ársgreiðslna til öryrkja
sem býr einn á árunum 1995–2012.
(Heimild: Tryggingastofnun ríkisins.)
2 Skilyrði fyrir bensínstyrk er að nauðsynlegt sé fyrir viðkomandi að hafa bifreið vegna hreyfihömlunar og sýnt er að hann geti ekki komist af án uppbótarinnar.
3 Miðað við 3,5% hækkun, án orlofs- eða desemberuppbóta.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
2. Hvaða áhrif hefur það á fjárhæðirnar ef viðkomandi á börn, tvö eða fleiri?
Tafla 6 inniheldur ársgreiðslu vegna tveggja barna á árunum 1995–2012, tafla 7 vegna þriggja barna. Fyrir árið 2012 er reiknað með 3,5% hækkun bóta. Með hverju barni á framfæri greiðast 4% af fullum atvinnuleysisbótum. Fjöldi barna hefur ekki áhrif á fjárhæð lágmarkslauna. Barnalífeyrir er greiddur með börnum yngri en 18 ára, ef annað hvort foreldra er örorkulífeyrisþegi eða er látið. Barnalífeyrir er skattfrjáls en mæðra- og feðralaun og bætur sem atvinnulausir fá vegna barna eru skattskyldar.
Mæðra- og feðralaun eru ekki hluti af bótum til örorkulífeyrisþega. Það er ekki skilyrði fyrir þeim greiðslum að hafa örorkumat eða fá greiddan örorkulífeyri heldur eru aðeins skilyrðið að vera einstætt foreldri með lögheimili á Íslandi. Því fá bæði launafólk og atvinnuleitendur mæðra- eða feðralaun ef þeir eru einstæðir foreldrar rétt eins og örorkulífeyrisþegar. Hins vegar hafa greiðslur mæðra- og feðralauna áhrif á örorkubætur tekjulægstu örorkulífeyrisþeganna því þær greiðslur dragast frá sérstakri uppbót til framfærslu.
Tafla 6. Þróun ársgreiðslna vegna tveggja barna á árunum 1995–2012.
(Heimild: Tryggingastofnun ríkisins og Vinnumálastofnun.)
Ár | Barnalífeyrir | Mæðra- og feðralaun | Bætur til atvinnulausra |
1995 | 257.080 | 62.400 | 47.549 |
1996 | 259.056 | 37.728 | 50.614 |
1997 | 275.900 | 40.179 | 53.913 |
1998 | 292.920 | 42.660 | 57.250 |
1999 | 304.632 | 44.364 | 59.539 |
2000 | 318.468 | 46.374 | 61.681 |
2001 | 333.480 | 48.564 | 65.152 |
2002 | 361.824 | 52.692 | 70.814 |
2003 | 373.392 | 54.384 | 74.351 |
2004 | 384.600 | 56.016 | 83.771 |
2005 | 398.064 | 57.972 | 87.769 |
2006 | 413.976 | 60.288 | 98.264 |
2007 | 438.816 | 63.900 | 109.674 |
2008 | 472.720 | 68.420 | 129.141 |
2009 | 519.768 | 75.228 | 143.542 |
2010 | 519.768 | 75.228 | 143.542 |
2011 | 544.324 | 78.784 | 150.262 |
2012 | 563.375 | 81.541 | 160.489 |
Tafla 7. Þróun ársgreiðslna vegna þriggja barna á árunum 1995–2012.
(Heimild: Tryggingastofnun ríkisins og Vinnumálastofnun.)
Ár | Barnalífeyrir | Mæðra- og feðralaun | Bætur til atvinnulausra |
1995 | 385.620 | 134.780 | 71.324 |
1996 | 388.584 | 98.088 | 75.921 |
1997 | 413.850 | 104.459 | 80.870 |
1998 | 439.380 | 110.904 | 85.876 |
1999 | 456.948 | 115.344 | 89.308 |
2000 | 477.702 | 120.586 | 92.522 |
2001 | 500.220 | 126.276 | 97.728 |
2002 | 542.736 | 137.004 | 106.221 |
2003 | 560.088 | 141.384 | 111.526 |
2004 | 576.900 | 145.620 | 125.657 |
2005 | 597.096 | 150.720 | 131.653 |
2006 | 620.964 | 156.744 | 147.396 |
2007 | 658.224 | 166.152 | 164.512 |
2008 | 709.080 | 177.892 | 193.712 |
2009 | 779.652 | 195.600 | 215.313 |
2010 | 779.652 | 195.600 | 215.313 |
2011 | 816.486 | 204.840 | 225.393 |
2012 | 845.063 | 212.009 | 240.734 |
Mynd 1 sýnir samanburð bóta, verðlags og launa frá árinu 1995. Gögn um þróun lágmarkslauna ná aftur til ársins 1998. Fyrir árin 2011 og 2012 er notast við þjóðhagsspá Hagstofunnar varðandi verðlags- og launavísitölu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.