Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 289. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 508  —  289. mál.

2. umræða.


Nefndarálitum breyting á lögum um meðferð sakamála, nr. 88 12. júní 2008,
með síðari breytingum (embætti héraðssaksóknara).

Frá allsherjar- og menntamálanefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Bryndísi Helgadóttur og Fanneyju Óskarsdóttur frá innanríkisráðuneyti.
    Með frumvarpinu er lagt til að því verði enn frestað að setja á fót embætti héraðssaksóknara. Með lögum um meðferð sakamála sem voru samþykkt á Alþingi vorið 2008 og öðluðust gildi 1. janúar 2009 var gert ráð fyrir að stofnað yrði embætti héraðssaksóknara sem yrði nýtt stjórnsýslustig innan ákæruvaldsins. Vegna niðurskurðar hefur því tvívegis verið frestað, annars vegar með lögum nr. 156/2008 og hins vegar með lögum nr. 123/2009.
    Í frumvarpinu er lögð til breyting á ákvæðum til bráðabirgða í lögunum sem lýtur að því að fresta um tvö ár eða til ársins 2014 að setja embættið á fót. Fram kemur í athugasemdum við frumvarpið að taka þurfi til skoðunar hvort rétt sé að hætta við að stofna embætti héraðssaksóknara. Slík skoðun mun fara fram á þeim tíma sem frestun á gildistöku ákvæðanna nær til.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
Þorgerður K. Gunnarsdóttir og Birgitta Jónsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 12. desember 2011.Björgvin G. Sigurðsson,


form., frsm.


Skúli Helgason.


Þráinn Bertelsson.Oddný G. Harðardóttir.


Þuríður Backman.


Ragnheiður Ríkharðsdóttir.Siv Friðleifsdóttir.