Ferill 392. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.



Þingskjal 533  —  392. mál.



Tillaga til þingsályktunar

um fjögurra ára sam­gönguáætlun fyrir árin 2011–2014.

(Lögð fyrir Alþingi á 140. löggjafarþingi 2011–2012.)




    Alþingi ályktar, sbr. lög um sam­gönguáætlun, nr. 33/2008, að á árunum 2011–2014 skuli unnið að sam­göngumálum í samræmi við eftirfarandi verkefnaáætlun. Áætlunin er hluti af og innan ramma stefnumótandi sam­gönguáætlunar 2011–2022 þar sem mörkuð er stefna og markmið fyrir allar greinar samgangna næstu tólf árin.

1. FLUGMÁLAÁÆTLUN
1.1 Flugmálastjórn Íslands, fjármál.

Verðlag fjárlaga 2012, millj. kr.
nema 2011 á verðlagi fjárlaga 2011
2011 2012 2013 2014 Samtals
1.1.1 Tekjur og framlög
Framlag af almennum skatttekjum 224,5 244,6 244,6 244,6 958,3
Ríkistekjur
Rekstrartekjur 210,0 198,6 198,6 198,6 805,8
Markaðar tekjur 10,0 10,0 10,0 10,0 40,0
Sértekjur 4,5 17,1 17,1 17,1 55,8
Tekjur og framlög alls 449,0 470,3 470,3 470,3 1.861,6
Til ráðstöfunar 444,5 453,2 453,2 453,2 1.861,6
1.1.2 Gjöld
Rekstur og þjónusta
Rekstur 467,5 464,7 464,7 464,7 1.861,6
Rekstur samtals 467,5 464,7 464,7 464,7
1.861,6
Gjöld samtals 467,5 464,7 464,7 464,7 1.861,6

1.2 Flugvellir og flugleiðsöguþjónusta, fjármál.
Verðlag fjárlaga 2012, millj. kr.
nema 2011 á verðlagi fjárlaga 2011
2011 2012 2013 2014 Samtals
1.2.1 Tekjur og framlög
Markaðar tekjur
Flugvallaskattur 140,8 140,8
Varaflugvallagjald 139,2 139,2
Markaðar tekjur samtals 280,0 0 0 0 280,0
Framlag af almennum skatttekjum 1.839,1 1.808,0 1.808,0 1.808,0 7.263,1
Tekjur og framlög alls 2.119,1 1.808,0 1.808,0 1.808,0 7.543,1
Við­skipta­hreyfingar
Afborganir lána/við­skipta­færsla -147,5 0 0 0 -147,5
Við­skipta­hreyfingar samtals -147,5 0 0 0 -147,5
Til ráðstöfunar 1.971,6 1.808,0 1.808,0 1.808,0 7.395,6
1.2.2 Gjöld
Rekstur og þjónusta
Isavia ohf. 1.684,7 1.426,0 1.314,0 1.291,0 5.715,7
Rekstur samtals 1.684,7 1.426,0 1.314,0 1.291,0 5.715,7
Stofnkostn­aður og viðhald
Viðhald 94,6 134,0 148,0 184,0 560,6
Keflavíkurflugvöllur 0 0 0 0 0
Aðrir alþjóðaflugvellir í grunnneti 14,6 159,0 207,0 37,0 417,6
Aðrir flugvellir í grunnneti 39,4 0 50,0 207,0 296,4
Aðrir flugvellir og lendingarstaðir 15,8 0 0 0 15,8
Sameiginleg verkefni 122,5 89,0 89,0 89,0 389,5
Stofnkostn­aður og viðhald samtals 286,9 382,0 494,0 517,0 1.679,9
Gjöld samtals 1.971,6 1.808,0 1.808,0 1.808,0 7.395,6

VIÐHALD OG STOFNKOSTNAÐUR
Verðlag fjárlaga 2012, millj. kr.
nema 2011 á verðlagi fjárlaga 2011
2011 2012 2013 2014
Yfirborðsviðhald flug­brauta og hlaða (bundið slitlag) 51,6 92,0 106,0 140,0
Byggingar og búnaður 14,9 14,0 14,0 16,0
Ýmis leiðsögu- og ljósabúnaður og leiðrétting frávika 28,1 28,0 28,0 28,0
Samtals viðhald 94,6 134,0 148,0 184,0

STOFNKOSTNAÐUR
AÐRIR ALÞJÓÐAFLUGVELLIR
Verðlag fjárlaga 2012, millj. kr.
nema 2011 á verðlagi fjárlaga 2011
2011
2012 2013 2014
Reykjavík
Nýframkvæmdir vegna flug­brauta og öryggissvæða 0,0 0,0 0,0 0,0
Nýframkvæmdir vegna bygginga 0,0 0,0 2,0 0,0
Ljósabúnaður 0,0 49,0 15,0 22,0
Flugleiðsögubúnaður 5,6 30,0 34,0 0,0
Flugvernd 3,4 0,0 0,0 0,0
Akureyri
Nýframkvæmdir vegna flug­brauta og öryggissvæða 5,6 0,0 0,0 0,0
Nýframkvæmdir vegna bygginga 0,0 0,0 0,0 0,0
Ljósabúnaður 0,0 0,0 13,0 0,0
Flugleiðsögubúnaður 0,0 0,0 28,0 0,0
Flugvernd 0,0 0,0 0,0 0,0
Egilsstaðir
Nýframkvæmdir vegna flug­brauta og öryggissvæða 0,0 61,0 0,0 5,0
Nýframkvæmdir vegna bygginga 0,0 0,0 0,0 0,0
Ljósabúnaður 0,0 19,0 37,0 10,0
Flugleiðsögubúnaður 0,0 0,0 78,0 0,0
Flugvernd 0,0 0,0 0,0 0,0
Aðrir alþjóðaflugvellir samtals 14,6 159,0 207,0 37,0

AÐRIR FLUGVELLIR Í GRUNNNETI
Verðlag fjárlaga 2012, millj. kr.
nema 2011 á verðlagi fjárlaga 2011
2011 2012 2013 2014
Vestmannaeyjar
Nýframkvæmdir vegna flug­brauta og öryggissvæða 0,0 0,0 0,0 0,0
Nýframkvæmdir vegna bygginga 39,4 0,0 0,0 0,0
Ljósabúnaður 0,0 0,0 0,0 0,0
Flugleiðsögubúnaður 0,0 0,0 0,0 19,0
Ísa­fjörður
Nýframkvæmdir vegna flug­brauta og öryggissvæða 0,0 0,0 0,0 0,0
Nýframkvæmdir vegna bygginga 0,0 0,0 0,0 0,0
Ljósabúnaður 0,0 0,0 0,0 0,0
Flugleiðsögubúnaður 0,0 0,0 0,0 7,0
Bíldudalur
Nýframkvæmdir vegna flug­brauta og öryggissvæða 0,0 0,0 0,0 0,0
Nýframkvæmdir vegna bygginga 0,0 0,0 0,0 0,0
Ljósabúnaður 0,0 0,0 0,0 0,0
Flugleiðsögubúnaður 0,0 0,0 0,0 32,0
Gjögur
Nýframkvæmdir vegna flug­brauta og öryggissvæða 0,0 0,0 0,0 0,0
Nýframkvæmdir vegna bygginga 0,0 0,0 0,0 0,0
Ljósabúnaður 0,0 0,0 0,0 0,0
Flugleiðsögubúnaður 0,0 0,0 0,0 0,0
Sauðárkrókur
Nýframkvæmdir vegna flug­brauta og öryggissvæða 0,0 0,0 0,0 0,0
Nýframkvæmdir vegna bygginga 0,0 0,0 0,0 0,0
Ljósabúnaður 0,0 0,0 0,0 0,0
Flugleiðsögubúnaður 0,0 0,0 0,0 0,0
Grímsey
Nýframkvæmdir vegna flug­brauta og öryggissvæða 0,0 0,0 0,0 0,0
Nýframkvæmdir vegna bygginga 0,0 0,0 0,0 0,0
Ljósabúnaður 0,0 0,0 3,0 0,0
Flugleiðsögubúnaður 0,0 0,0 0,0 0,0
Þórs­höfn
Nýframkvæmdir vegna flug­brauta og öryggissvæða 0,0 0,0 0,0 0,0
Nýframkvæmdir vegna bygginga 0,0 0,0 0,0 0,0
Ljósabúnaður 0,0 0,0 0,0 0,0
Flugleiðsögubúnaður 0,0 0,0 0,0 2,0
Vopna­fjörður
Nýframkvæmdir vegna flug­brauta og öryggissvæða 0,0 0,0 0,0 0,0
Nýframkvæmdir vegna bygginga 0,0 0,0 0,0 0,0
Ljósabúnaður 0,0 0,0 47,0 22,0
Flugleiðsögubúnaður 0,0 0,0 0,0 26,0
Horna­fjörður
Nýframkvæmdir vegna flug­brauta og öryggissvæða 0,0 0,0 0,0 0,0
Nýframkvæmdir vegna bygginga 0,0 0,0 0,0 0,0
Ljósabúnaður 0,0 0,0 0,0 71,0
Flugleiðsögubúnaður 0,0 0,0 0,0 28,0
Aðrir flugvellir í grunnneti samtals 39,4 0,0 50,0 207,0

AÐRIR LENDINGARSTAÐIR
Verðlag fjárlaga 2012, millj. kr.
nema 2011 á verðlagi fjárlaga 2011
2011 2012 2013 2014
Nýframkvæmdir vegna flug­brauta og öryggissvæða 0,0 0,0 0,0 0,0
Nýframkvæmdir vegna bygginga 0,0 0,0 0,0 0,0
Viðhald flug­brauta og hlaða 15,8 0,0 0,0 0,0
Viðhald bygginga 0,0 0,0 0,0 0,0
Ljósabúnaður 0,0 0,0 0,0 0,0
Flugleiðsögubúnaður 0,0 0,0 0,0 0,0
Aðrir lendingarstaðir samtals 15,8 0,0 0,0 0,0

SAMEIGINLEG VERKEFNI
Verðlag fjárlaga 2012, millj. kr.
nema 2011 á verðlagi fjárlaga 2011
2011 2012 2013 2014
Flugstjórnarmiðstöð 28,0 23,0 23,0 23,0
AIS/GPS/Flugprófanir/Upplýsingaþjónusta 40,5 13,0 13,0 13,0
Þróun og frumáætlanir 16,9 17,0 17,0 17,0
Til leiðréttinga og brýnna verkefna 37,1 36,0 36,0 36,0
Sameiginleg verkefni samtals 122,5 89,0 89,0 89,0

    Í samræmi við minnisblað innanríkisráðherra til ríkisstjórnar er stefnt að hækkun lendingargjalda og farþegagjalda á Reykjavíkurflugvelli til jafns við gjöld á Keflavíkurflugvelli. Þetta gæti leitt til allt að 250 millj. kr. árlegrar tekjuaukningar í inn­an­lands­kerfinu sem nýttar verða í nauðsynlegar framkvæmdir og viðhald. Miðað er við að hækkunin verði framkvæmd í tveimur jafnstórum áföngum á árunum 2012 og 2013. Gert er ráð fyrir að þessar gjaldskrárhækkanir nái fram að ganga og miðast skipting fjármuna við það.

2. SIGLINGAMÁLAÁÆTLUN
2.1 Fjármál.
Verðlag fjárlaga 2012, millj. kr.
nema árið 2011 á verðlagi 2011
2011 2012 2013 2014 Samtals
Tekjur og framlög
Markaðar tekjur
Vitagjald 250,0 270,6 270,6 270,6 1.061,8
Framlag úr ríkissjóði 1.428,0 1.167,0 1.072,5 1.066,5 4.734,0
Tilraunaverkefni með strandsiglingar*
Aðrar ríkistekjur
Prófgjöld 1,0 1,0 1,0 1,0 4,0
Skoðunargjöld skipa 1,3 1,3 1,3 1,3 5,2
Aðgangur að skrám 10,8 5,5 5,5 5,5 27,3
Vottorð 1,3 1,3 1,3 1,3 5,2
Sértekjur
Almennar sértekjur 217,5 229,1 229,1 229,1 904,8
Tekjur af Landeyja­höfn 9,0 9,5 9,5 9,5 37,5
Tekjur og framlög alls 1.918,9 1.685,3 1.590,8 1.584,8 6.779,8
Til ráðstöfunar alls 1.918,9 1.685,3 1.590,8 1.584,8 6.779,8
Gjöld
Rekstrargjöld
Hafnamál 10,5 15,0 15,0 15,0 55,5
Hafnir, líkantilraunir og grunnkort 34,4 23,0 23,0 23,0 103,4
Rekstur Hafnabótasjóðs 12,1 12,3 12,3 12,3 49,0
Siglingavernd 14,7 16,0 16,0 16,0 62,7
Skipamál 62,9 71,0 71,0 71,0 275,9
Vitar og leiðsögukerfi 143,4 150,0 150,0 150,0 593,4
Vaktstöð siglinga 287,7 282,8 282,8 282,8 1.136,1
Skipaeftirlit 105,8 111,1 111,1 111,1 439,1
Hafnarríkiseftirlit 28,3 29,0 29,0 29,0 115,3
Rannsóknir og þróun 46,9 49,0 49,0 49,0 193,9
Áætlun um öryggi sjófarenda 15,7 17,0 17,0 17,0 66,7
Þjónustuverkefni 231,9 238,2 238,2 238,2 946,5
Rekstur Landeyjahafnar 9,0 9,5 9,5 9,5 37,5
Tilraunaverkefni með strandsiglingar *
Rekstrargjöld alls 1.003,3 1.023,9 1.023,9 1.023,9 4.075,0
Stofnkostn­aður
Vitar og leiðsögukerfi 28,5 14,5 25,0 25,0 93,0
Hafnarmannvirki 351,2 351,2 200,0 200,0 1.102,4
Ferjubryggjur 10,9 2,9 2,9 2,9 19,6
Sjó­varn­ar­garðar 168,8 48,8 100,0 100,0 417,6
Hafnabótasjóður B-deild 22,2 22,2
Landeyja­höfn 334,0 244,0 239,0 233,0 1.050,0
Stofnkostn­aður alls 915,6 661,4 566,9 560,9 2.704,8
Gjöld alls 1.918,9 1.685,3 1.590,8 1.584,8 6.779,8
*    Unnið er að útboðsgögnum fyrir tilraunaverkefni með strandsiglingar en fjármagna þarf verkefnið sérstaklega.
2.2 Sundurliðun einstakra gjaldaliða.
2.2.1 Stofnkostn­aður.

Tafla 1. Hafnarmannvirki, heildarfjárveitingar (millj. kr.).
2011 2012 2013 2014 Samtals
Hafnarmannvirki, ríkishluti framkvæmda
Ríkishluti framkvæmda innan grunnnets, tafla 2 274,0 289,1 166,2 155,9 885,2
Ríkishluti framkvæmda utan grunnnets, tafla 4 114,2 62,1 33,8 44,1 254,2
Ríkishluti framkvæmda alls 388,2 351,2 200,0 200,0 1.139,4
Fjárheimildir
Fjárveiting á fjárlögum 351,2 351,2 200,0 200,0
Ónotaðar fjárheimildir í upphafi tímabils 37,0
Fjárveiting alls til ráðstöfunar 388,2 351,2 200,0 200,0 1.139,4
Landeyja­höfn
Ríkishluti framkvæmda 467,0 244,0 239,0 233,0 1.183,0
Fjárveiting á fjárlögum 334,0 244,0 239,0 233,0 1.050,0
Ónotuð fjárheimild í upphafi tímabils 133,0
Fjárveiting alls til ráðstöfunar 467,0 244,0 239,0 233,0 1.183,0

Hafnir í grunnneti, ríkisstyrktar.
Tafla 2. Fjárveitingar til hafna í grunnneti, nýframkvæmdir (millj. kr.).
Kjördæmi
Hafnir/hafnasamlög 2011 2012 2013 2014 Samtals
Norð­vesturkjördæmi
Snæfellsbær (Rif, Ólafsvík) 11,4 2,4 13,8
Grundar­fjörður 21,7 21,7
Stykkishólmur 10,3 2,4 4,3 14,3 31,3
Vesturbyggð (Patreks­fjörður) 54,0 7,8 61,8
Ísa­fjarðarbær (Ísa­fjörður) 22,6 2,4 12,0 37,0
Bolungarvík 11,9 12,4 9,6 33,9
Skagaströnd 10,8 15,6 26,4
Skaga­fjörður (Sauðárkrókur) 12,5 19,7 32,2
155,2 19,6 4,3 79,0 258,1
Norð­austurkjördæmi
Fjallabyggð (Ólafs­fjörður) 22,7 22,7
Dalvíkurbyggð (Dalvík) 1,2 21,2 22,4
Hafnasamlag Norðurlands (Akureyri) 58,4 36,3 94,7
Norðurþing (Húsa­vík) 50,7 78,6 129,3
Langanesbyggð (Þórs­höfn) 59,3 11,0 70,3
Vopna­fjörður 2,4 14,8 5,4 22,6
Seyðis­fjörður 15,8 15,8
Fjarðabyggð (Fáskrúðs­fjörður) 1,4 1,4
Djúpivogur 22,9 22,9
86,1 161,7 137,9 16,4 402,1
Suðurkjördæmi
Horna­fjörður 20,9 21,5 21,5 21,5 85,4
Vestmannaeyjar 9,6 28,7 38,3
Þorláks­höfn 20,3 20,3
Grindavík 56,8 56,8
Sandgerði 0,6 13,7 14,3
Óskipt
Viðhaldsdýpkanir og viðhald skjólgarða 1,6 0,8 2,5 5,0 9,9
Fjárveitingar til hafna í grunnneti alls 274,0 289,1 166,2 155,9 885,2

Tafla 3. Sundurliðun framkvæmda í höfnum í grunnneti.
Skýringar við töflu: Frumáætlun Siglingastofnunar um heildarkostnað við framkvæmdir, virðisaukaskattur meðtalinn (millj. kr.).
Höfn Hlutur
Verkefni 2011 2012 2013 2014 ríkissj.
Norð­vesturkjördæmi          
Snæfellsbær          
Rifs­höfn:          
Viðhaldsdýpkun, fjarlægja nagg í innsiglingu – nýtt 3,1       75%
Þekja, norðurþil að Hafnargötu (malbik 800 m²)   5,0     60%
Ólafsvík:          
Breikka þekju við suðurþil úr 11 m í 20 m (810 m²) 13,0       60%
Nýtt masturshús við suðurþil (2,5 x 5 m) 6,8       60%
Grundar­fjörður          
Dýpkun við flotbryggju í suður­höfn (um 3.000 m² í
-3,0) – nýtt
12,0       75%
Flotbryggja í suður­höfn (50 m) – nýtt 24,0       60%
Þétta samskeyti stálþils frá 2001 – nýtt 6,3       60%
Stykkishólmur          
Smábátaviðlega fyrir allt að 60 báta, annar áfangi (flotbryggja, um 50 m) 21,5       60%
Skipavík, ljósamasturs- og ­vatnshús   5,0     60%
Ferjubryggja, endurbygging á bryggjuenda     6,0   90%
Endurbyggja flotbryggjur (tvær 24 m bryggjur og landgangur)       20,0 90%
Vesturbyggð          
Patreks­fjörður:          
Endurbygging stálþils á 308 m kafla, lagnir og þekja (5.790 m²) – verklok 113,0       60%
Grjótvörn fremst við Oddann endurbyggð og styrkt
(2.000 m³)
      13,0 75%
Ísa­fjarðarbær          
Ísa­fjörður:          
Dýpkun við bryggju Mávagarði – verklok frá 2010 5,0       75%
Mávagarður, stálþilsbryggja við olíubirgðastöð (60 m) lagnir og þekja (malbik 1.200 m²) 41,0       60%
Uppsátur fyrir smábáta (skáplan 5 x 20 m)   5,0     60%
Viðhaldsdýpkun, innsiglingarrenna (áætlað 15.000 m³)       20,0 75%
Bolungarvík          
Öldudempandi flái næst Brjót (100 m, um 1.500 m³)
– flýtt
4,0       75%
Endurröðun og styrking brimvarnar við Brjót (um 75 m kafli að sjóvörn, 1.600 m³) – nýtt 7,0       75%
Flotbryggja lengd (30 m) – nýtt 11,0       60%
Gamla flotbryggjan endurbyggð (70 m)   26,0     60%
Endurbygging stálþils við Brjót, fremri hluti (78 m, dýpi
9 m) – undir­búningur
      30,0 40%
Skagaströnd          
Endurbyggð brimvörn Útgarðs, endurraðað og bætt í grjóti (um 4.000 m³) 18,0       75%
Lenging viðlegukants við hafnarvog, staurabryggja (40 m, dýpi 4 m)       49,0 40%
Skaga­fjörður          
Sauðárkrókur:          
Endurbygging og lenging sandfangara (um 30 m, 6.000 m³) 21,0       75%
Viðhaldsdýpkun, innsigling og höfn (áætlað 25 þús. m³)       33,0 75%
Norð­austurkjördæmi          
Fjallabyggð          
Ólafs­fjörður:          
Viðhaldsdýpkun, innsigling og höfn (áætlað 24 þús. m³)
– nýtt
38,0       75%
Dalvíkurbyggð          
Dalvík:          
Smábátaaðstaða, dýpkun (um 2.400 m², 5.000 m³)   9,0     75%
Smábátaaðstaða, flotbryggja (30 m)   13,0     60%
Þekja á breikkun suðurgarðs við trébryggju (750 m², malbik)   5,0     60%
Viðhaldsdýpkun, innsigling og höfn (áætlað 10 þús. m³) 2,0 12,0     75%
Hafnasamlag Norðurlands          
Akureyri:          
Oddeyrarbryggja, þekja og lagnir – verklok frá 2010 31,0       60%
Ísbryggja ÚA, stálþil (70 m, dýpi 9 m) lagnir og þekja (2.100 m²) 65,0 76,0     60%
Grímsey:        
Styrking grjótvarnar á hafnargarði, grjót úr landi (300 steinar 6–10 t) 21,0       75%
Norðurþing          
Húsa­vík:          
Endurbygging stálþils suðurgarði (140 m, dýpi 6–6,5 m), lagnir og þekja (2.800 m²)   106,0 148,0   60%
Viðhaldsdýpkun við suðurgarð og í innri höfn (áætlað 6.000 m³)     13,0   75%
Langanesbyggð          
Þórs­höfn:          
Dýpkun í innsiglingu og innan hafnar, snúningssvæði
160 m (um 16.000 m², 60.000 m³)
    124,0 23,0 60%
Vopna­fjörður          
Ásgarður, endurbygging trébryggju (léttbyggð bryggja,
52 m)
5,0 31,0     60%
Flotbryggja í smábáta­höfn (40 m)       17,0 40%
Seyðis­fjörður          
Bryggja við bræðslu, lýsisbryggja, endurbyggð og breikkuð (100 m²)   33,0     60%
Fjarðabyggð          
Fáskrúðs­fjörður:          
Lagfæra fyllingu undir landvegg löndunarbryggju – nýtt 4,3       40%
Djúpivogur          
Smábátaaðstaða, trébryggja endurbyggð og lengd (5 x 56 m, efni keypt 2007), lagnir og lýsing   48,0     60%
Suðurkjördæmi          
Horna­fjörður          
Viðhaldsdýpkun í höfn (áætlaðir efnisflutningar 25 þús. m³ á ári) 35,0 36,0 36,0 36,0 75%
Vestmannaeyjar          
Endurbyggt stálþil (60 m, dýpi 3–5 m), lagnir og þekja (1.200 m²) 20,0 60,0     60%
Þorláks­höfn          
Viðhaldsdýpkun í innsiglingu og höfn (áætlað 30 þús. m³)       34,0 75%
Grindavík          
Dýpkun og breikkun innri rennu (25.000 m³ sprengt og grafið)   95,0     75%
Sandgerði          
Viðhaldsdýpkun, norðan við suðurbryggju – nýtt 1,0       75%
Endurbygging suðurgarðs (endurraða 150 m kafla fremst og bæta í grjóti, um 1.000 m³)       23,0 75%
Óskipt          
Viðhaldsdýpkanir og viðhald skjólgarða 2,7 1,3 4,1 8,4 75%
           
  Samtals áætlað í grunnneti: 531,7 566,3 331,1 306,4  

Hafnir utan grunnnets, ríkisstyrktar.
Tafla 4. Fjárveitingar til hafna utan grunnnets, nýframkvæmdir (millj. kr.).

Höfn
Verkefni 2011 2012 2013 2014 Samtals
Norð­vesturkjördæmi
Reykhólar 20,1 20,1
Tálkna­fjörður 54,0 21,0 75,0
Ísa­fjarðarbær (Suðureyri) 7,4 28,2 35,6
Súðavík 2,6 2,6
Norður­fjörður 7,2 7,2
Drangsnes 3,8 3,8
Strandabyggð (Hólmavík) 46,4 12,4 8,6 67,4
110,4 61,6 23,9 15,8 211,7
Norð­austurkjördæmi
Hafnasamlag Norðurlands (Hjalteyri) 1,2 1,2
Norðurþing (Kópasker) 4,2 6,6 10,8
Langanesbyggð (Bakka­fjörður) 4,8 4,8
Borgar­fjörður eystri 2,0 20,8 22,8
3,2 9,0 27,4 39,6
Óskipt
Viðhaldsdýpkanir og viðhald skjólgarða 0,6 0,5 0,9 0,9 2,9
Fjárveitingar til hafna utan grunnnets alls 114,2 62,1 33,8 44,1 254,2

Tafla 5. Sundurliðun framkvæmda í höfnum utan grunnnets.
Skýringar við töflu: Frumáætlun Siglingastofnunar um heildarkostnað við framkvæmdir, virðisaukaskattur meðtalinn, millj. kr.
Höfn Hlutur
Verkefni 2011 2012 2013 2014 ríkissj.
Norð­vesturkjördæmi
Reykhólar
Dýpkun innan hafnar 2.200 m² í -4,5m og 1.800 m² í - 2,0 m (7.000 m³) 18,0 90%
Smábátaaðstaða, flotbryggja (20 m)     10,0   90%
Tálkna­fjörður        
Endurbyggja gömlu bryggju, stálþil (140 m, dýpi 4–6 m), lagnir og þekja (1.200 m²) 113,0 44,0     60%
Ísa­fjarðarbær        
Suðureyri:          
Dýpkun innsiglingarrennu – verklok frá 2010 8,4       75%
Endurbyggja löndunarbryggju – stálþil keypt 2008 (60 m, dýpi 5 m) lagnir og þekja (1.200 m²) 5,0 59,0     60%
Súðavík             
Uppsátur fyrir smábáta (skáplan 5 x 20 m) – frestað frá 2008 5,4       60%
Norður­fjörður        
Viðhaldsdýpkun smábátahafnar, innsigling og innan hafnar (um 700 m² svæði í -2,5 m)       10,0 90%
Drangsnes        
Drangsnesbryggja, endurbyggja þekju við krana og fram á enda bryggju (um 280 m²)     5,3   90%
Strandabyggð, Hólmavík        
Endurbygging stálþils, nýtt þil utan á bryggjuhaus (104 m, dýpi 6 m), lagnir og þekja (1.600 m²) – flýtt 97,0 24,0     60%
Innsiglingarbauja við sker framan austurgarðs   1,5     75%
Flotbryggja, gamla flotbryggjan endurnýjuð (30 m)       12,0 90%
Norð­austurkjördæmi        
Hafnasamlag Norðurlands        
Hjalteyri:        
Viðhaldsdýpkun við bryggju (áætlaðir efnisflutningar um 400 m³ á ári) – sjá óskipt 2,0       75%
Norðurþing        
Kópasker:          
Viðhaldsdýpkun við flotbryggju og legukant (áætlað 3000 m³)     7,0   75%
Endurbygging skjólgarðs, endurraða og bæta í 4–5 m³/m (um 2.000 m³)       11,0 75%
Langanesbyggð        
Bakka­fjörður:        
Dýpkun hafnar (áætlað 3.500 m², 3.000 m³ gröftur)     10,0   60%
Borgar­fjörður eystri        
Tunna við enda Hólmagarðs – verklok frá 2010 3,4       75%
Lenging Skarfaskersgarðs (10 m lenging, um 3.000 m³)       12,0 90%
Dýpkun, fjarlægja Sýslumannsboða (um 1.200 m², 2.000 m³)       17,0 90%
Óskipt        
Viðhaldsdýpkanir og viðhald skjólgarða 1,0 0,9 1,5 1,5 75%
             
Samtals utan grunnnets 235,2 129,4 51,8 63,5  

Sjó­varn­ar­garðar.
Tafla 6. Fjárveitingar til sjóvarna (millj. kr.).

Kjördæmi          
Sveitarfélag 2011 2012 2013 2014 Samtals
Norð­vesturkjördæmi
    Akraneskaupstaður 15,1 15,1
    Hval­fjarðar­sveit 9,5 9,5
    Snæfellsbær 11,9 11,9
    Grundar­fjarðarbær 4,1 4,1
    Stykkishólmur 1,3 1,3
    Vesturbyggð 5,7 5,7
    Ísa­fjarðarbær 9,2 20,0 29,2
    Bolungarvík 7,4 7,4
    Strandabyggð 5,7 5,7
    Blönduósbær 18,3 18,3
    Höfðahreppur 4,3 4,3
    Sveitarfélagið Skaga­fjörður 6,6 6,6
23,2 48,0 47,9 119,1
Norð­austurkjördæmi
    Svalbarðsstrandarhreppur 5,1 5,1
    Norðurþing (Húsa­vík) 20,1 20,1
    Langanesbyggð 15,8 15,8
    Borgar­fjarðarhreppur 9,9 9,9
9,9 15,8 25,2 50,9
Suðurkjördæmi
    Mýrdalshreppur 154,0 6,1 21,0 181,1
    Vestmannaeyjabær 10,9 10,9
    Sveitarfélagið Árborg 5,6 5,1 10,7
    Sveitarfélagið Ölfus 14,2 14,2
    Grindavíkurkaupstaður 14,5 14,5
    Sandgerðisbær 15,3 15,3
    Reykjanesbær 10,2 10,2
    Sveitarfélagið Vogar 15,3 15,3
173,8 27,2 50,8 20,4 272,2
Suð­vesturkjördæmi
    Sveitarfélagið Álftanes 5,7 5,7
    Seltjarnarneskaupstaður 4,6 4,6
4,6 5,7 10,3
    Óskipt 1,1 1,2 1,2 0,8 4,3
Sjóvarnir samtals 208,0 48,8 100,0 100,0 456,8
Sjóvarnir, fjárveiting 168,8 48,8 100,0 100,0 417,6
Ónotaðar fjárheimildir í ársbyrjun samkvæmt yfirliti SÍ 39,2        
Fjárveiting alls til ráðstöfunar 208,0 48,8 100,0 100,0 456,8

Tafla 7. Sundurliðun framkvæmda við sjóvarnir.
Skýringar við töflu: Frumáætlun Siglingastofnunar um heildarkostnað við framkvæmdir, virðisaukaskattur meðtalinn, millj. kr.
Sveitarfélag Hlutur
  Verkefni, sjóvarnir 2011 2012 2013 2014 ríkissj.
Norð­vesturkjördæmi          
Akraneskaupstaður          
Langisandur, Merkjaklöpp–Sólmundar­höfði (hækkun/styrking 300 m, lenging 50 m, 4.100 m³)       17,3 7/8
Hval­fjarðar­sveit          
Ytri-Hólmur I, við Býla I–V (60 m, 900 m³)       4,4 7/8
Skipanes í Leirár­sveit, vörn við Bakkafót norðan á nesinu (150 m, 1.000 m³)       6,4 7/8
Snæfellsbær          
Hellnar við Gróuhól (100 m, 1.200 m³)       5,8 7/8
Vestan Gufuskála, við Írskrabrunn (50 m, 900 m³)       4,4 7/8
Ólafsvík, norðan við Ólafs­braut 55 (90 m, 675 m³ grjót)       3,3 7/8
Grundar­fjarðarbær          
Framnes, við Nesveg, endurbyggja sjóvörn (85 m, 1.000 m³)     4,7   7/8
Stykkishólmsbær          
Maðkavík, Skúlagata 15, vörn framan við hús (um 30 m, 300 m³)     1,5   7/8
Vesturbyggð          
Bíldudalur, við Arnarbakka 8 (um 80 m, 1.000 m³)       6,5 7/8
Ísa­fjarðarbær          
Flateyri, Brimnes­vegur norðan Túngötu, styrkja sjóvörn og hækka u.þ.b. 1,2 m (um 500 m, 1.600 m³) 10,5       7/8
Flateyri, Brimnes­vegur – Oddagata, styrkja sjóvörn og hækka u.þ.b. 1,2 m (um 400 m, 1.100 m³)     7,2   7/8
Suðureyri, fyrir neðan fiskvinnsluna Klofning (um 220 m, 2.500 m³)     15,7   7/8
Bolungarvík          
Norðan við Brjót (100 m, 1300 m³) 8,5       7/8
Strandabyggð          
Hólmavík, sjóvörn við Rifshaus framlengd (105 m, 1300 m³)       6,5 7/8
Blönduósbær          
Endurbyggja sjóvörn við Hafnar­braut og Ægis­braut (140 m, 1500 m³)     9,4   7/8
Við ós Blöndu, óseyrin að norðanverðu (70 m, 800 m³)     5,2   7/8
Endurbyggja sjóvörn móts við Brimslóð 2–8 (100 m, 1.000 m³)     6,3   7/8
Sveitarfélagið Skagaströnd          
Framan við Sólvang (um 50 m, 900 m³)     4,9   7/8
Sveitarfélagið Skaga­fjörður          
Hraun á Skaga, lengja sjóvörn til austurs í átt að vita (150 m, 1.700 m³) 7,5       7/8
Norð­austurkjördæmi        
Svalbarðsstrandarhreppur          
Norðan Tjarnar (100 m, 1.000 m³)       5,8 7/8
Norðurþing          
Húsa­víkurbakkar, endurbyggja sjóvörn suður frá sláturhúsi (400 m, 4.000 m³)       23,0 7/8
Langanesbyggð          
Endurbyggja sjóvörn við Bakkaveg (300 m, 3.300 m³).   18,1     7/8
Borgar­fjarðarhreppur          
Bakkagerðisvogur, við fiskverkunarhús og bræðslu (100 m, 1.400 m³) 6,9       7/8
Sunnan Bakkagerðisbryggju að sjóvörn sem komin er (40 m, 900 m³) 4,4       7/8
Suðurkjördæmi          
Mýrdalshreppur          
Sjóvörn vestan Víkurár, varnargarður (sandfangari um 300 m, 45.000 m³) 176,0 7,0     7/8
Styrking flóðvarna (10.000 m³ malarefni)     24,0   7/8
Vestmannaeyjabær          
Þrælaeiði. Endurröðun og styrking sjóvarnar á Eiðinu (150 m, 2.000 m³)   12,5     7/8
Sveitarfélagið Árborg          
Gamla Hraun – Eyrar­bakki, næst Eyrarbakka (170 m, 2.500 m³) 6,4       7/8
Eyrar­bakki, endurbygging sjóvarnar móts við Eyrargötu 49 (80 m, 1.200 m³)       5,8 7/8
Sveitarfélagið Ölfus          
Þorláks­höfn, austan Austurgarðs, hjá golfvelli (200 m, 1.200 m³ og dolosar) 5,7       7/8
Þorláks­höfn, viðhald grjóturðargarðs framan við sjóvörn hjá Fiskeldisstöð (150 m) 0,5       7/8
Selvogur, sjó­varn­ar­garðar við Bjarnastaði og Þorkelsgerði 1 (200 + 70 m, 3.000 m³) 10,0       7/8
Grindavíkurkaupstaður          
Austan Litlubótar við Sjávar­braut (100 + 90 m, 2000 m³)     9,7   7/8
Arfadalsvík, lengja sjóvörn við golfvöll í átt að Melstöðum (100 m, 1.400 m³)     6,8   7/8
Sandgerðisbær          
Norðurkotstjörn, endurbyggja og styrkja vörn við æðarvarp (300 m, 2.200 m³)       10,2 7/8
Eyktarhólmi – Hólkot, sunnan Setbergs (um 100 m, 1.500 m³)       7,3 7/8
Reykjanesbær                
Hafnir, lengja sjóvörn til suðurs og styrking frá fiskvinnsluhúsi að bryggju (250 + 85 m, 2.500 m³)   11,7     7/8
Sveitarfélagið Vogar          
Stóru-Vogaskóli og eiðið við Vogatjörn, bakkavörn (120 + 120 m, 1.600 m³)     7,5   7/8
Vatnsleysuströnd, við Stóra-Knarrarnes (150 m, 2.100 m³)     9,9   7/8
Suð­vesturkjördæmi        
Sveitarfélagið Álftanes          
Endurbygging sjóvarnar móts við Hákotsvör, hækka og styrkja garð (75 m, 500 m³)       2,5 7/8
Endurbygging sjóvarnar móts við Blikastíg (80 m, 800 m³)       4,0 7/8
Seltjarnarneskaupstaður          
Við Norðurströnd móts við Bollagarða – Vesturströnd
(60 m, 1.000 m³)
  5,2     7/8
Óskipt        
Óskipt til sjóvarna 1,2 1,4 1,4 0,9 7/8
             
Heildarkostn­aður við sjóvarnir samtals: 237,6 55,9 114,2 114,1  
3. ÁÆTLUN UMFERÐARSTOFU
3.1 Fjármál.
3.1.1 Tekjur og framlög.

Verðlag fjárlaga 2012, millj. kr. 2011 2012 2013 2014
Markaðar tekjur 200,8 243,3 243,3 243,3
Sértekjur 234,1 270,8 270,8 270,8
Ráðstöfun höfuðstóls samkvæmt sérstakri ákvörðun 84,9 151,5 151,5
Tekjur samtals 519,8 514,1 665,6 665,6

3.1.2 Gjöld.

Verðlag fjárlaga 2012, millj. kr. 2011 2012 2013 2014
Rekstur og þjónusta 519,8 513,0 665,6 665,6
Rekstur samtals 519,8 513,0 665,6 665,6

4. UMFERÐARÖRYGGISÁÆTLUN
4.1 Fjármál.
4.1.1 Tekjur og framlög.
Áætlun um fjáröflun.
Verðlag fjárlaga 2012, millj. kr. 2011 2012 2013 2014
Frá vegáætlun 350 340 340 340
Umferðaröryggisgjald 0 0 0 0
Sérstök fjárveiting til umferðaröryggismála 0 0 0 0
Flutt frá fyrra ári 0 0 0 0
Til ráðstöfunar alls 350 340 340 340

4.1.2 Gjöld.
Verðlag fjárlaga 2012, millj. kr. 2011 2012 2013 2014
Vegfarendur 106,7 116 115,5 111
Vegakerfi 237,3 221,5 221,5 226,5
Ökutæki 0 0 0 0
Stefnumótun, ­rannsóknir og löggjöf 6 2,5 3 2,5
Samtals 350 340 340 340

5. VEGÁÆTLUN
5.1 Fjármál.
5.1.1 Tekjur og framlög.

Verðlag fjárlaga 2012 fyrir árin 2012–2014. Fjárhæðir eru í millj. kr. 2011 2012 2013 2014 Samtals
Bensíngjald 7.630 7.840 7.687 7.647 30.804
Þungaskattur, kílómetragjald 740 690 760 785 2.975
Olíugjald 6.830 6.810 6.951 6.966 27.557
Leyfisgjöld flutninga 4 4 4 4 16
Leyfisgjöld leigubifreiða 6 6 6 6 24
Við­skipta­hreyfingar -239 -55 -55 -55 -404
Markaðar tekjur samtals 14.971 15.295 15.353 15.353 60.972
Framlag til inn­an­lands­flugs 190 184 190 190 754
Ríkisframlag, Vestfirðir 350 350
Annað ríkisframlag 473 50 523
Framlag vegna almennings­samgangna á höfuð­borgar­svæðinu og áhrifasvæði þess 200 1.000 1.000 2.200
Framlag vegna jarð­ganga 80 25 10 10 125
Framlag vegna Vestmannaeyjaferju*
Framlag úr ríkissjóði alls 1.093 459 1.200 1.200 3.952
GREITT ÚR RÍKISSJÓÐI SAMTALS 16.064 15.754 16.553 16.553 64.924
TIL RÁÐSTÖFUNAR ALLS 16.064 15.754 16.553 16.553 64.924
* Áætlaður kostn­aður við smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju er yfir 4 milljarðar kr. Kannaður verður sá kostur að bjóða rekstur ferjunnar út og að rekstraraðili útvegi skip. Að öðrum kosti þarf að gera ráð fyrir sérstöku ríkisframlagi til ferjusmíði á árunum 2012–2015.

5.1.2 Skipting útgjalda.
Verðlag fjárlaga 2012 fyrir árin 2012–2014. (v.v.15.100)
Fjárhæðir eru í millj. kr.     
2011 2012 2013 2014
Gjöld.
06-651 Vegagerðin
Rekstur Vegagerðarinnar
1.01 Almennur rekstur 505 484 570 568
1. Yfirstjórn
2. Upplýsingaþjónusta
3. Umferðareftirlit
1.02 Innheimtukostn­aður vegna markaðra tekna 81 81 80 82
Rekstur samtals 586 565 650 650
Þjónusta, styrkir, ­rannsóknir og viðhald
1.07 Þjónusta 3.107 3.010 3.400 3.500
1. Viðhald vegmerkinga
2. Samningar við ­sveitarfélög
3. Viðhaldssvæði
4. Vetrarviðhald
1.11 Styrkir til ferja og sérleyfishafa 1.049 1.017 1.210 1.310
1. Ferjur
2. Sérleyfi á landi
1.12 Styrkir til almennings­samgangna á höfuð­borgar­svæðinu
        og áhrifasvæði þess

200

1.000

1.000
1.13 Styrkir til inn­an­lands­flugs 190 184 190 190
1.21 Rannsóknir 127 123 150 170
Þjónusta og styrkir samtals 4.473 4.534 5.950 6.170
5.10 Viðhald
1. Veg­göng
2. Viðhald, bundið slitlag
3. Viðhald malarvega
4. Styrkingar og endurbætur
5. Brýr og varnargarðar
6. Umferðaröryggi
7. Vatnsskemmdir
8. Viðhald girðinga
9. Frágangur gamalla efnisnáma
10. Minjar og saga
Viðhald samtals 4.679 4.679 5.000 5.200
Stofnkostn­aður
6.10 Framkvæmdir (stofnkostn­aður)
Stofn- og tengivegakerfi
1. Almenn verkefni 5.320 4.919 3.760 3.380
2. Tengivegir malbik 380 500 500 500
3. Jarð­göng 80 25 10 10
4. Öryggis­aðgerðir í jarð­göngum 200 180
Stofn- og tengivegir samtals 5.780 5.444 4.470 4.070
Annað en stofn- og tengivegir
1. Héraðsvegir 80 80 80 80
2. Landsvegir utan stofn­vega­kerfis 100 100 100 100
4. Styrkvegir 60 50 50 50
5. Reiðvegir 60 60 60 50
6. Smábrýr 30 37 38 38
7. Girðingar 70 60 60 50
8. Ferjur 50 50
9. Ferjubryggjur 1
10. Vestmannaeyjaferja*
11. Sam­göngu­rannsóknir 20 20 20 20
Annað en stofn- og tengivegir samtals 471 457 408 388
Stofnkostn­aður samtals 6.251 5.901 4.878 4.458
Sam­gönguverkefni og rekstur samtals 15.989 15.679 16.478 16.478
Afskrift markaðra tekna 75 75 75 75
Gjöld 16.064 15.754 16.553 16.553
* Áætlaður kostn­aður við smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju er yfir 4 milljarðar kr. Kannaður verður sá kostur að bjóða rekstur ferjunnar út og að rekstraraðili útvegi skip. Að öðrum kosti þarf að gera ráð fyrir sérstöku ríkisframlagi til ferjusmíði á árunum 2012–2015.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



6. ALMENN SAMGÖNGUVERKEFNI
    Á árunum 2011–2014 verði unnin rannsóknar-, úttektar- og stefnumótunarverkefni sem falla undir fimm meginmarkmið sam­gönguáætlunar. Verkefnin eru tilgreind í stefnumiðum og áherslum þingsályktunartillögu að stefnumótandi sam­gönguáætlun fyrir árin 2011–2022. Vinnsla verkefnanna er liður í því að framfylgja þeirri áætlun.

6.1 Markmið um greiðar sam­göngur.
Rannsóknar-, úttektar- og stefnumótunarverkefni:
     a.      Skilgreindir verði atvinnu- og þjónustukjarnar landsins í sóknaráætlunum landshluta og landsskipulagsstefnu.
     b.      Grunnnet samgangna verði endurskilgreint. Jafnframt verði litið til þróunar í flutningaþjónustu með tilliti til þjónustusvæða og flutningaleiðir formlega skilgreindar.
     c.      Landshlutasamtök ­sveitarfélaga taki yfir almennings­sam­göngur á landi sem hingað til hafa verið ríkisstyrktar. Öll fjárframlög verði sameinuð vegna sérleyfa, einkaleyfa og skólaaksturs í hverjum landshluta.
     d.      Gerð verði félagshagfræðileg úttekt á framtíð áætlunarflugs innan lands.
     e.      Teknar verði upp viðræður milli ríkis og Reykjavíkurborgar og tryggt að Reykjavíkurflugvöllur geti áfram þjónað inn­an­lands­flugi á fullnægjandi hátt.
     f.      Efld verði samskipti skipulagsyfirvalda ­sveitarfélaga og sam­gönguyfirvalda.
     g.      Unnið verði að greiningum og samanburðarrannsóknum á þjóðhagslegri hagkvæmni land- og strandflutninga með það að markmiði að aðkoma ríkisins í útgjöldum og skattlagningu stuðli að auknu jafnræði milli flutningamáta.

6.2 Markmið um hagkvæmar sam­göngur.
Rannsóknar-, úttektar- og stefnumótunarverkefni:
     a.      Unnið verði markvisst að þróun og innleiðingu aðferðafræði við forgangsröðun framkvæmda í sam­göngukerfinu og ákveðið hvernig arðsemisútreikningar og félagshagfræðilegt mat koma þar inn.
     b.      Unnið verði að því að þróa áfram og festa í sessi formlegt verklag við ákvarðanir um uppbyggingu vegakerfisins í dreifbýli og þéttbýli þar sem kostn­aður og ábati mismunandi leiða að markmiðum sam­gönguyfirvalda er borinn saman.
     c.      Kannaður verði samfélagslegur kostn­aður við þungatakmarkanir á vegum, ábati þess að draga úr tíðni þungatakmarkana og hraða endurbótum á burðarþoli tiltekinna vegarkafla.
     d.      Upplýsingasöfnun og miðlun á haggögnum um sam­göngur verði bætt. Upplýsingar um tekjur og kostnað hins opinbera við flutning á hverri einingu í fólks- og vöruflutningum verði birtar eftir því sem tök eru á og uppfærðar reglulega.
     e.      Greindur verði ávinningur af áhrifum aukinnar notkunar eignastýringar (e. asset management), þ.e. kerfisbundnu bókhaldslegu utanumhaldi sam­göngumannvirkja.
     f.      Breytt skipan gjaldtöku fyrir umferð á vegum verði könnuð. Greindir verði kostir og gallar þess að í framtíðinni greiði ökutæki í samræmi við ekna vegalengd þar sem tillit yrði tekið til ytri kostnaðar jafnhliða því að núverandi kerfi sérstakra eldsneytisskatta yrði lagt niður.
     g.      Unnin verði greining og tillaga að hliðrun á opnunartíma og starfsemi stórra opinberra stofnana til að minnka álagstoppa í morgunumferð einkabíla og almenningsvagna.

6.3 Markmið um um­hverfislega sjálfbærar sam­göngur.
Rannsóknar-, úttektar- og stefnumótunarverkefni:
     a.      Unnin verði sérstök aðgerðaáætlun á öllum sviðum samgangna með tímasettum og tölulegum markmiðum til að ná langtímamarkmiði um samdrátt í losun gróðurhúsaloftteg­unda. Þar verði lögð áhersla á að tryggja að framkvæmdar verði þær aðgerðir sem fjallað er um í áætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum og tengjast sam­göngum.
     b.      Áætlun um sjálfbærar sam­göngur verði unnin í samvinnu við ­sveitarfélögin með aukna áherslu á almennings­sam­göngur, ­göngu og hjólreiðar. Með sjálfbærri sam­gönguáætlun verði lokið við skilgreiningu á grunnneti hjólreiðastíga og grunnneti almennings­samgangna innan helstu þéttbýliskjarna. Áfram verði unnið að auknum forgangi almennings­samgangna í umferðinni með uppbyggingu sérreina, forgangi á umferðarljósum og öðrum aðgerðum.
     c.      Unnin verði aðgerðaáætlun um aukin loftgæði í helstu þéttbýliskjörnum í samstarfi við ­sveitarfélögin. Kortlagningu umferðarhávaða verði lokið og tilheyrandi framkvæmdaáætlun unnin.
     d.      Unnið verði tilraunaverkefni um eflingu almennings­samgangna á höfuð­borgar­svæðinu og áhrifasvæði þess í samræmi við viljayfirlýsingu Samtaka ­sveitarfélaga á höfuð­borgar­svæðinu, fjármálaráðuneytis, innanríkisráðuneytis og Vegagerðarinnar. Árangur af þessu tilraunaverkefni verði metinn í framvindumati á tveggja ára fresti og framlög verði þá endurskoðuð.
     e.      Sérleyfi og einkaleyfi til aksturs verði endurskoðuð, sett verði skilyrði um um­hverfisvæn sam­göngutæki. Jafnframt verði innkaupastefna endurskoðuð og kröfur gerðar um að kaup ríkisins á akstursþjónustu séu háð skilyrðum um visthæf ökutæki. Stofnunum ríkisins verði sett ákveðin skilyrði um að þær leitist við að nota ökutæki sem eru sparneytin og hafa lágt CO 2-gildi í útblæstri.
     f.      Unnið verði að því að sam­göngustofnanir ríkisins taki upp vistvæna sam­göngustefnu sem stuðli að orkusparnaði og orkuskiptum og verði öðrum stofnunum til fyrirmyndar í þeim efnum. Stjórnvöld vinni með fyrirtækjum og stofnunum að því að móta og útfæra markvissa sam­göngustefnu fyrir vinnustaði.
     g.      Innleitt verði um­hverfisvænt verklag um grænt aðflug og brottflug og vottun á um­hverfisstjórnunarkerfi flugvalla.
     h.      Unnið verði að endurskoðun gjaldskrár og uppbyggingu fyrir landtengingu rafmagns í höfnum landsins.
     i.      Möguleikar miðlægrar stýringar umferðarljósa á höfuð­borgar­svæðinu verði nýttir til þess að draga úr mengun á fjölförnum leiðum.
     j.      Með lagasetningu verði ­sveitarfélögum gert kleift að skilgreina sérstök um­hverfissvæði og um leið að takmarka þar umferð til að auka loftgæði.
     k.      Unnið verði mat á ávinningi aðgerða til að draga úr svifryki frá framkvæmdasvæðum.

6.4 Markmið um öryggi í sam­göngum.
Rannsóknar-, úttektar- og stefnumótunarverkefni:
     a.      Gerðar verði sérstakar aðgerðaáætlanir á öllum sviðum samgangna með mælanlegum undirmarkmiðum sem miði að því að auka öryggi í sam­göngum og draga verulega úr líkum á alvarlegum slysum eða banaslysum.
     b.      Stjórnvöld rannsaki kosti þess og galla að taka upp „núllsýn“ í öryggismálum, m.a. á forgangsröðun verkefna, kostnað og hönnunarreglur. Núllsýnin verði borin saman við aðrar leiðir sem hafa reynst vel erlendis.

6.5 Markmið um jákvæða byggðaþróun.
Rannsóknar-, úttektar- og stefnumótunarverkefni:
     a.      Við forgangsröðun framkvæmda verði tekið mið af þörfum einstakra svæða fyrir bættar sam­göngur í samræmi við sóknaráætlanir landshluta og svæðaskiptingu landsins.
     b.      Skilgreindar verði og skipulagðar sam­göngumiðstöðvar í hverjum landshluta til að stuðla að hagkvæmum flutningum innan einstakra landsvæða.

7. ÁÆTLUN UM ALMENN SAMGÖNGUVERKEFNI
7.1 Ábyrgðar- og samstarfsaðilar.
N r . Verkefni* Ábyrgðaraðili** Samstarfsaðilar***
1 Atvinnu- og þjónustukjarnar og sam­göngumiðstöðvar – skilgreining Landshlutasamtök ­sveitarfélaga og Skipulagsstofnun
2 Flutningaleiðir – skilgreining Vegagerðin Samtök verslunar og þjónustu
3 Almenningssam­göngur milli þéttbýlisstaða – yfirfærsla til landshlutasamtaka Vegagerðin Landshlutasamtök ­sveitarfélaga
4 Framtíð inn­an­lands­flugs – félagshagfræðileg úttekt Isavia Byggðastofnun, Ferðamálastofa
5 Framtíð Reykjavíkurflugvallar – viðræður við Reykjavíkurborg Isavia Reykjavíkurborg
6 Skipulag landnotkunar og samgangna – aukin samvinna Vegagerðin Landshlutasamtök ­sveitarfélaga og Skipulagsstofnun
7 Vöruflutningar – ­rannsóknir á þjóðhagslegri hagkvæmni flutningsmáta Siglingastofnun og Vegagerðin Efnahags- og við­skipta­ráðuneyti og fjármálaráðuneyti
8 Félagshagfræðilegt mat í forgangsröðun framkvæmda – þróun og innleiðing Isavia, Siglingastofnun og Vegagerðin _
9 Uppbygging vegakerfisins – formlegt verklag við ákvarðanir Vegagerðin _
10 Þungatakmarkanir á vegum – samfélagslegur kostn­aður og ábati endurbóta Vegagerðin Samtök verslunar og þjónustu
11 Sam­göngukostn­aður – greining og gagnsæ verðlagning Isavia, Siglingastofnun, Umferðarstofa og Vegagerðin _
12 Upplýsingasöfnun og -miðlun – tekjur og kostn­aður vöru- og fólksflutninga á hverja einingu Isavia, Siglingastofnun, Umferðarstofa og Vegagerðin Hagstofan
13 Eignastýring sam­göngukerfisins – greining áhrifa og ávinnings Isavia, Siglingastofnun og Vegagerðin _
14 Breytt skipan gjaldtöku á vegum – greining kosta og galla Vegagerðin _
15 Álagstoppar í umferð, hliðrun starfstíma, greining og tillögugerð Vegagerðin Opinberar stofnanir, ­sveitarfélög innan Samtaka ­sveitarfélaga á höfuð­borgar­svæðinu og Strætó bs.
16 Loftslagsmál: Framfylgd aðgerðaáætlunar stjórnvalda – aðgerðaáætlun á öllum sviðum samgangna Flugmálastjórn, Siglingastofnun og Vegagerðin _
17 Sjálfbærar sam­göngur – áætlun með áherslu á almennings­sam­göngur, ­göngu og hjólreiðar unnin í samvinnu við ­sveitarfélög Vegagerðin Sveitarfélög með yfir 5 þús. íbúa byggðarkjarna (höfuð­borgar­svæðið, Akranes, Akureyri, Keflavík/Njarðvík og Selfoss)
18 Loftgæði og umferðarhávaði – aðgerðaáætlun Vegagerðin Sveitarfélög með yfir 10 þús. íbúa byggðarkjarna (höfuð­borgar­svæðið, Akureyri og Keflavík/Njarðvík)
19 Almenningssam­göngur á Suð­vestursvæði
– 10 ára tilraunaverkefni
Vegagerðin Samtök ­sveitarfélaga á höfuð­borgar­svæðinu og Strætó bs. með aðkomu Samtaka ­sveitarfélaga á Vesturlandi , Samtaka sunnlenskra ­sveitarfélaga og Sambands ­sveitarfélaga á Suðurnesjum
20 Sam­göngur á höfuð­borgar­svæðinu og áhrifasvæði þess – Rannsóknar- og þróunarverkefni, sbr. tillögur starfshóps sam­gönguráðs Vegagerðin Samtök ­sveitarfélaga á höfuð­borgar­svæðinu , Samtök ­sveitarfélaga á Vesturlandi, Samtök sunnlenskra ­sveitarfélaga, Samband ­sveitarfélaga á Suðurnesjum og Strætó bs.
21 Innkaupastefna ríkisins – vistvæn innkaup í akstri og ökutækjum Vegagerðin Stjórnarráðið
22 Sam­göngustefna stofnana og fyrirtækja – stefnumótun, fordæmi og hvatasamstarf Innanríkisráðuneyti Stjórnarráðið
23 Flugvellir – verklag um grænt aðflug/brottflug og vottun um­hverfisstjórnunarkerfa Flugmálastjórn og Isavia
24 Hafnir – landtenging rafmagns Siglingastofnun Stærri hafnir
25 Miðlæg stýring umferðarljósa á höfuð­borgar­svæðinu – innleiðing, möguleikar stýritölvu fullnýttir Vegagerðin Sveitarfélög innan Samtaka ­sveitarfélaga á höfuð­borgar­svæðinu
26 Um­hverfissvæði: Aukin staðbundin loftgæði – lagabreytingar Innanríkisráðuneyti Stærri ­sveitarfélög
27 Svifryk á framkvæmdasvæðum – aðgerðagreining Innanríkisráðuneyti Um­hverfisstofnun
28 Öryggi – aðgerðaáætlanir á hverju sviði samgangna Flugmálastjórn, Isavia, Siglingastofnun, Umferðarstofa og Vegagerðin Ríkislögreglustjóri
29 Núllsýn í umferðaröryggismálum – ­rannsóknir Umferðarstofa og Vegagerðin Ríkislögreglustjóri
* Nánari upplýsingar um hvert verkefni er að finna í greinargerð tillögu til þingsályktunar um sam­gönguáætlun 2011–2022.
**Sam­göngustofnun eða -stofnanir sem bera ásamt innanríkisráðuneytinu ábyrgð á að tiltekið verkefni verði unnið á áætlunartímabilinu.
***Samstarfsaðilar sem líklega verður leitað til við vinnslu verkefnanna, listinn er ekki tæmandi. Semja þarf við samstarfsaðila um skiptingu vinnuframlags og kostnaðar við samstarfsverkefni.

7.2 Fjármál.

    Vinnu- og fjárframlög í rannsóknar-, úttektar- og stefnumótunarverkefni sem tilgreind eru að framan komi frá sam­göngustofnunum og samstarfsaðilum í samræmi við ábyrgð og hlutverk í hverju verkefni samkvæmt nánara samkomulagi þeirra á milli.


Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


EFNISYFIRLIT

         INNGANGUR     27
     1.      FLUGMÁLAÁÆTLUN     27
    1.1     Fjármál Flugmálastjórnar     27
                1.1.1 Tekjur og framlög     28
    1.2     Flugvellir og flugleiðsöguþjónusta     28
            1.2.1    Tekjur     28
            1.2.2    Rekstrargjöld     29
     2.      SIGLINGAMÁLAÁÆTLUN     30
    2.1     Fjármál          31
            2.1.1    Tekjur og framlög     31
            2.1.2    Rekstur og þjónusta     31
            2.1.3    Stofnkostn­aður     35
    2.2 Flokkun hafna     35
     3.      ÁÆTLUN UMFERÐARSTOFU     38
    3.1     Ökutækjaskráningar     38
    3.2      Umferðaröryggisstarf     39
    3.3      Stoðsvið          39
     4.      UMFERÐARÖRYGGISÁÆTLUN     40
    4.1     Fjármál          40
    4.2     Framkvæmdaáætlun í umferðaröryggi     40
            4.2.1    Vegfarendur     41
            4.2.2    Vegakerfi     42
            4.2.3    Ökutæki     43
            4.2.4    Stefnumótun, ­rannsóknir og löggjöf     43
     5.      VEGÁÆTLUN     43
    5.1     Fjármál          44
            5.1.1    Tekjur og framlög     44
            5.1.2    Rekstur Vegagerðarinnar (1.01 og 1.02)     45
            5.1.3    Þjónusta, styrkir, ­rannsóknir og viðhald     46
            5.1.4    Stofnkostn­aður (6.10)     53
    5.2     Sundurliðun einstakra gjaldaliða     54
     6.      ALMENN SAMGÖNGUVERKEFNI     54

INNGANGUR
    Í lögum nr. 33/2008, um sam­gönguáætlun, segir að innanríkisráðherra leggi á fjögurra ára fresti fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um sam­gönguáætlun þar sem mörkuð skal stefna og markmið fyrir allar greinar samgangna næstu tólf árin. Fjögurra ára áætlun skal vera hluti af og innan ramma tólf ára sam­gönguáætlunar og hana skal endurskoða á tveggja ára fresti.
    Sam­gönguáætlun 2011–2014 er verkefnaáætlun fyrir fyrsta tímabil stefnumótandi sam­gönguáætlunar 2011–2022 og tillögur til þingsályktunar um þessar áætlanir eru lagðar fram samtímis. Í greinargerð með tillögu til þingsályktunar um sam­gönguáætlun 2011–2022 er ítarleg umfjöllun um stefnumótun í sam­göngumálum, skipulag sam­göngumála, forsendur og spár um þróun lykilstærða, grunnnet sam­göngukerfisins og fjármál sam­gönguáætlunar. Í þessari greinargerð verkefnaáætlunar 2011–2014 er umfjöllun um fyrrgreinda þætti því haldið í lágmarki. Vísast í greinargerð sam­gönguáætlunar 2011–2022 til fyllri upplýsinga.

1. FLUGMÁLAÁÆTLUN
    Flugmálahluti sam­gönguáætlunar fjallar um áherslur, verkefni, rekstur og framkvæmdir á sviði flugmála sem eru á forræði Flugmálastjórnar Íslands og Isavia ohf.
    Flugmálastjórn sinnir stjórnsýslu og hefur eftirlit með flugtengdum aðilum sem þurfa á starfsleyfum og heimildum að halda til að stunda flugtengdan rekstur og þjónustu. Stofnunin er stjórnsýslu- og eftirlitsaðili (sjá nánar í sam­gönguáætlun 2011–2022). Isavia ohf. sinnir rekstri og uppbyggingu allra flugvalla, veitir flugleiðsöguþjónustu fyrir inn­an­lands­flug og millilandaflug, auk yfirflugsþjónustu fyrir Norður-Atlantshafsflug.

1.1 Fjármál Flugmálastjórnar.
    Hér er lögð fram áætlun fyrir tímabilið 2011–2014. Áætlun fyrir reksturinn árin 2011 og 2012 byggist á fjárlögum þeirra ára. Ekki liggja fyrir forsendur fyrir fjárlög fyrir árin 2013 og 2014 og er því byggt á forsendum fjárlagafrumvarps fyrir árið 2012. Heildarfjármagn til þess hluta flugmálaáætlunar er snýr að Flugmálastjórn Íslands fyrir árin 2011–2014 er, með framangreindum fyrirvara, 1.861,6 millj. kr. Gert er ráð fyrir 958,3 millj. kr. framlagi úr ríkissjóði. Að auki er reiknað með ríkistekjum sem skiptast í markaðar tekjur, 40,0 millj. kr., og rekstrartekjur, 805,8 millj. kr., og loks sértekjum, 55,8 millj. kr.
    Tekjur stofnunarinnar eru innheimtar samkvæmt gjaldskrá er ráðherra samþykkir. Gjaldskrá er byggð á verkbókhaldi. Rétt er að taka fram að stöðugt fleiri verkefni bætast við hjá stofnuninni vegna nýrra reglugerða Evrópusambandsins og ekki er gert ráð fyrir fjármagni til að bregðast við þeim í þessari framsetningu.

1.1.1 Tekjur og framlög.
Markaðar tekjur.

    Markaðar tekjur Flugmálastjórnar eru samkvæmt lögum um loftferðir, nr. 60/1998, vegna útgáfu lofthæfiskírteina. Gert er ráð fyrir 40 millj. kr. í markaðar tekjur fyrir tímabil áætlunarinnar.

Framlag úr ríkissjóði.
    Gert er ráð fyrir að framlag ríkissjóðs til Flugmálastjórnar standi undir verkefnum á sviði flugöryggis í þágu almannaheilla. Þessi málaflokkur fer vaxandi og því er mikilvægt að framlag ríkisins fylgi vexti málaflokksins. Meðal verkefna eru svokallaðar SAFA-skoðanir (Safety Assessment of Foreign Aircraft) og neytendamál í flugi sem er sívaxandi málaflokkur. Framlag ríkisins fyrir tímabilið er 805,8 millj. kr.

Sértekjur.
    Sértekjur Flugmálastjórnar eru innheimtar samkvæmt tímagjaldi í gjaldskrá vegna útseldrar vinnu starfsmanna, t.d. við veitingu nýrra heimilda, breytingar á áður útgefnum heimildum og önnur sérstök verkefni. Umframeftirspurn hefur verið eftir þjónustueftirliti stofnunarinnar og unnið er að því að auka sértekjur. Gert er ráð fyrir að sértekjur fyrir tímabilið verði 55,8 millj. kr.

1.2 Flugvellir og flugleiðsöguþjónusta.
    Isavia ohf. rekur flugvelli og flugleiðsögukerfi ríkisins samkvæmt lögum þar að lútandi. Flugvellirnir eru reknir í tveimur flugvallakerfum enda gilda um þau ólík regluverk.
    Í öðru flugvallakerfinu er ein­göngu Keflavíkurflugvöllur en hann fellur undir evrópskar ríkisstyrkja- og samkeppnisreglur sem stærsti flugvöllur landsins. Ákveðið hefur verið að þjónustugjöld standi undir rekstri flugvallar, turn- og aðflugsþjónustu og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Þó er ríkinu heimilt með þjónustusamningi að kosta tiltekna starfsemi flugvallarins sem ekki er rekin á við­skipta­legum grunni samkvæmt reglum ESB. Þannig greiðir ríkið samkvæmt þjónustusamningi kostnað flugvallarins af ríkisflugi og af flugi samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum ríkisins, auk kostnaðar við flugverndarráðstafanir sem kemur til vegna Schengen-samstarfsins.
    Hitt flugvallakerfið samanstendur af öðrum flugvöllum og lendingarstöðum ríkisins. Áætlunarflugvellir eru skilgreindir í grunnneti samkvæmt tillögu til þingsályktunar um sam­gönguáætlun fyrir árin 2011–2022. Framkvæmdir í þessu flugvallakerfi eru fjármagnaðar úr ríkissjóði. Rekstur inn­an­lands­kerfisins er einnig að mestu leyti fjármagnaður úr ríkissjóði samkvæmt þjónustusamningi við innanríkisráðuneytið en í auknum mæli með notendagjöldum. Þjónusta flugvallanna er skilgreind í þjónustusamningi við innanríkisráðuneytið. Auk þess tekur þjónustusamningurinn til turn- og aðflugsþjónustu flugvallakerfisins.
    Núverandi þjónustusamningur Isavia og innanríkisráðuneytisins gildir til ársloka 2011 og er nýr samningur í undirbúningi. Þjónustusamningurinn er í samræmi við þessa sam­gönguáætlun og í honum er kveðið á um hvaða þjónustu skuli veita. Í viðaukum með samningnum koma fram markmið um þjónustu og framkvæmdir.

1.2.1 Tekjur.
    Áðurnefndur þjónustusamningur Isavia og innanríkisráðuneytisins greiðir um 70% af rekstrarkostnaði við inn­an­lands­kerfi flugvalla. Aðrar tekjur, t.d. lendingargjöld og önnur notendagjöld, þurfa að standa undir öðrum kostnaði við inn­an­lands­kerfið. Í takt við þá þróun að hverfa frá skatttöku vegna reksturs flugvallakerfisins og taka þess í stað upp gjaldtöku þar sem notandi greiðir fyrir þá þjónustu sem hann fær, hefur nú verið hætt að innheimta flugvallaskatt og varaflugvallagjald en farþegagjald sem rennur beint til reksturs inn­an­lands­flugvalla tekið upp í staðinn.
    Fastir tekjustofnar ríkisins til framkvæmda á flugvöllum eru ekki lengur fyrir hendi og koma framlög til framkvæmda á inn­an­lands­flugvöllum nú beint úr ríkissjóði samkvæmt samþykktum Alþingis.
    Breytingin hvað varðar þjónustugjöld í stað skattheimtu kemur ekki hvað síst í ljós þegar kemur að gjaldtöku á Keflavíkurflugvelli en eins og áður segir fellur flugvöllurinn undir tilskipun Evrópusambandsins nr. 2009/12/EB um gjaldtöku á flugvöllum. Í tilskipuninni er kveðið á um gagnsæi gjalda, samráð vegna gjaldtöku og jafnræði notenda. Í samræmi við þetta voru gerðar breytingar á loftferðalögum, nr. 60/1998, sbr. lög nr. 15/2009 og lög nr. 87/2010. Samkvæmt tilskipuninni skal Keflavíkurflugvöllur vera orðinn sjálfbær í rekstri árið 2012 en þó er ríkinu heimilt að styrkja tiltekna þjónustu í almannaþágu. Keflavíkurflugvöllur var áður rekinn að miklu leyti með styrkjum frá ríkinu sem fjármagnaðir voru með skatttekjum frá farþegum sem fóru um völlinn. Í stað framlaga úr ríkissjóði innheimtir Keflavíkurflugvöllur nú þjónustugjöld sem standa þurfa undir rekstri flugvallarins og framkvæmdum á honum.
    Vegna fjárþarfar til viðhalds núverandi inn­an­lands­kerfis er gert ráð fyrir hækkun gjalda á Reykjavíkurflugvelli. Mun þessi hækkun leiða til tekjuaukningar af stærðargráðunni 250 millj. kr. á ári. Með því að hækka gjöld er stefnt að því að flugvöllurinn og flugleiðsöguþjónusta þar verði fjárhagslega sjálfbær og njóti ekki ríkisstyrkja í gegnum þjónustusamning við innanríkisráðuneytið. Þannig verði hægt að nýta fjármuni sem annars rynnu úr ríkissjóði til Reykjavíkurflugvallar til rekstrar, nauðsynlegs viðhalds og framkvæmda á öðrum flugvöllum. Notendagjöld á Reykjavíkurflugvelli verða þannig hliðstæð gjöldum á Keflavíkurflugvelli en stefnt er að því að halda gjöldum á öðrum flugvöllum í lágmarki.
    Isavia rekur leiðarflugsþjónustu, bæði á úthafssvæði og inn­an­lands­svæði. Alþjóðaflugþjónustan nær yfir þjónustu á úthafssvæðinu og er reksturinn greiddur af notendum samkvæmt svokölluðum „Joint Finance“ samningi. Samningurinn byggist á svokölluðu „cost recovery“ kerfi þar sem ein­göngu er um endurgreiðslu á útlögðum kostnaði að ræða og ekki er heimilt að taka arð af starfseminni. Gjöld fyrir leiðarflugsþjónustuna í inn­an­lands­svæði voru tekin upp árið 2010 en kostn­aðurinn var áður að fullu greiddur af ríkinu. Nú greiða notendur fyrir rekstur þessarar þjónustu.

1.2.2 Rekstrargjöld.
Flugvellir.

    Helsta breytingin á kostnaði milli tímabila felst í auknum útgjöldum vegna aukinna krafna samkvæmt reglugerðum um flugvelli og flugvernd. Þetta á sérstaklega við um flugvelli í inn­an­lands­kerfinu sem sinna millilandaflugi, aðallega vegna krafna um aukna mönnun í björgunar- og slökkviþjónustu. Eins og áður segir er í þjónustusamningi tilgreind þjónusta á flugvöllum sem innanríkisráðuneytið kaupir og sú greiðsla sem Isavia fær. Áætlun þessi gerir ráð fyrir óbreyttri þjónustu á flugvöllum og lendingarstöðum í grunnneti út áætlunartímabilið. Í samningnum er þó heimild til að endurskoða þjónustustig flugvalla og lendingarstaða við tilteknar aðstæður.

Flugleiðsaga.
    Á árinu 2010 var öll starfsemi flugleiðsögu á Íslandi færð undir eitt svið innan Isavia. Innan flugleiðsögusviðs er þjónusta við alþjóðaflug, flugleiðsögu innan lands ásamt flugumferðarstjórn og flugupplýsingaþjónustu. Þjónusta við alþjóðaflug ásamt uppbyggingu þeirra kerfa sem hún byggist á eru ekki hluti af sam­gönguáætlun heldur samningnum um alþjóðaflugþjónustuna.
    Flugleiðsaga og flugumferðarstjórn er veitt frá flugstjórnarmiðstöðinni og flugturnunum á Keflavíkur-, Reykjavíkur- og Akureyrarflugvöllum. Helstu fyrirsjáanlegar breytingar á starfseminni á tímabilinu tengjast GPS-tækninni sem mun í auknum mæli verða nýtt til aðflugs- og leiðarflugsþjónustu.

Stofnkostn­aður og viðhald.
    Eftir því sem staðalkröfur í uppbyggingu flugvalla ná fram að ganga verður viðfangsefnið fyrst og fremst að viðhalda mannvirkjum sem ella munu ganga úr sér. Dýrustu framkvæmdir á þessu sviði á áætlunartímanum eru viðhald á yfirborði flug­brauta og annarra athafnasvæða flugvéla. Málun á flug­brautum fellur undir þennan lið og einnig viðhald bygginga. Markmið viðhaldsverkefna á vegum Isavia er að áætlunarflugvellir uppfylli gildandi kröfur til flugvalla og að mannvirki séu í góðu ásigkomulagi og haldi verðmæti sínu.
    Vegna niðurskurðar í ríkisfjármálum og þar sem engir fastir tekjustofnar eru lengur til framkvæmda verður óverulegt svigrúm til viðhalds og framkvæmda næstu árin.
    Við gerð þessarar áætlunar er lagt upp með að forgangsraða á eftirfarandi hátt:
          Mestan forgang hefur viðhald flug­brauta.
          Brýnasti flugöryggisbúnaður, aðflugs- og radíóbúnaður til að tryggja flugöryggi að og frá flugvöllum.
          Flug­brautarljós.
    Ekki er svigrúm til að ráðast í neinar nýjar framkvæmdir í inn­an­lands­kerfinu á tímabilinu.
    Í fjögurra ára áætlun er áætlaður viðhalds- og framkvæmdakostn­aður á árunum 2011–2014 vegna inn­an­lands­flugvalla 1.680 millj. kr. Í þessum tölum eru ekki taldar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, enda eru þær fjármagnaðar að fullu af notendagjöldum og eigin aflafé og þar af leiðandi ekki hluti af sam­gönguáætlun.
    Í samræmi við minnisblað innanríkisráðherra til ríkisstjórnar er stefnt að hækkun lendingargjalda og farþegagjalda á Reykjavíkurflugvelli til jafns við gjöld á Keflavíkurflugvelli. Þetta gæti leitt til allt að 250 millj. kr. árlegrar tekjuaukningar í inn­an­lands­kerfinu sem nýttar verða í nauðsynlegar framkvæmdir og viðhald. Miðað er við að hækkunin komi til framkvæmda í tveimur jafnstórum áföngum á árunum 2012 og 2013. Gert er ráð fyrir að þessar gjaldskrárhækkanir nái fram að ganga og hefur skipting fjármuna miðast við það.

2. SIGLINGAMÁLAÁÆTLUN
    Siglingamálaáætlun fjallar um rekstur og framkvæmdir sem eru á forræði eða í umsjón Siglingastofnunar Íslands. Í verkbókhaldi Siglingastofnunar Íslands er haldið utan um kostnað við einstök verkefni. Kostnaði við yfirstjórn, bókhald og almenna skrifstofu er deilt út á verkefni. Þannig er séð til þess að þjónustuverkefni sem greidd eru af almennum við­skipta­vinum, jafnt sem verkefni kostuð af ríkissjóði, standi undir kostnaði við yfirstjórn og skrifstofu.
    Rekstrarverkefnum má skipta upp í stjórnsýsluverkefni, leiðsögukerfi á sjó og vöktun skipaumferðar, eftirlit með skipum, ­rannsóknir á náttúrufari hafs og stranda, öryggi sjófarenda og að lokum áætlun um öryggi sjófarenda.
    Helstu framkvæmdir í umsjá Siglingastofnunar Íslands eru ríkisstyrktar hafnarframkvæmdir og sjó­varn­ar­garðar. Hafnakafli siglingamálaáætlunar er byggður á hafnalögum, nr. 61/2003, með síðari breytingum. Bráðabirgðaákvæði um að ríkissjóði sé heimilt að styrkja framkvæmdir í höfnum á grundvelli eldri hafnalaga, nr. 23/1994, með síðari breytingum, fellur úr gildi 1. janúar 2013 og tillaga um framlög til hafnarframkvæmda árin 2013 og 2014 byggist því á 24. gr. hafnalaga.

2.1 Fjármál.
Heildarfjármagn.

    Sú áætlun sem hér er lögð fram nær yfir tímabilið 2011–2014. Árin 2011 og 2012 byggjast á fjárlögum þeirra ára og stöðu verka um síðustu áramót.
    Heildarfjármagn til siglingamála á áætlunartímabilinu 2011–2014 nemur 6.780 millj. kr. Stærsti hlutinn, eða 4.734 millj. kr., er framlag úr ríkissjóði en að auki eru markaðar tekjur, vitagjald 1.062 millj. kr., og almennar ríkistekjur og sértekjur 984 millj. kr.

2.1.1 Tekjur og framlög.
Markaðar tekjur.

    Samkvæmt lögum um vitamál nr. 132/1999, með síðari breytingum, er vitagjaldi ætlað að standa undir starfsemi Siglingastofnunar Íslands. Í lögunum er vitagjaldið ákveðið 130,12 kr. af hverju brúttótonni skips, þó aldrei lægra en 4.900 kr. af hverju skipi. Vitagjaldinu var síðast breytt með lögum nr. 164/2010. Erlend skip greiða fjórðung vitagjalds við hverja komu til landsins en þó ekki oftar en fjórum sinnum á hverju almanaksári. Í áætlun þessari er gert ráð fyrir að vitagjald verði hækkað um 5% frá og með 1. janúar 2012, eða í samræmi við verðlagsbreytingar.

Framlag úr ríkissjóði.
    Áætlað ríkisframlag til siglingamála á áætlunartímabilinu nemur 4.734 millj. kr. Þar af renna 2.705 millj. kr. til verkefna vegna stofnkostnaðar. Unnið er að útboðsgögnum fyrir tilraunaverkefni með strandsiglingar en fjármagn til þess er ekki inni í framangreindu framlagi úr ríkissjóði. Fjármagna þarf verkefnið sérstaklega.

Sértekjur.

    Sértekjur koma af verkefnum sem seld eru út fyrir stofnunina. Stærsti einstaki liðurinn er þóknun fyrir umsjón og eftirlit með hafnarframkvæmdum. Af öðrum verkefnum má nefna yfirferð á gögnum vegna nýsmíða og breytinga á skipum og ýmis skírteini fyrir skip og áhafnir.

2.1.2 Rekstur og þjónusta.
    Helstu rekstrar- og þjónustuverkefni Siglingastofnunar eru:
     Hafnamál: Undir þennan lið falla verkefni svo sem gerð sam­gönguáætlana um uppbyggingu hafna og sjóvarna og almenn stjórnsýsla vegna þeirra.
     Hafnir, líkantilraunir og grunnkort: Undir þennan lið falla m.a. dýptarmælingar, ­botn­rannsóknir, gerð grunnkorta og líkantilraunir af höfnum, ­rannsóknir sem tengjast ákveðnum framkvæmdum og grunnkort af höfnum.
    Úttekt á hafnaraðstæðum fyrir nýja atvinnustarfsemi verður gerð á eftirtöldum stöðum: Akranesi, Arnarfirði, Bolungarvík, Húsa­vík, Gunnólfsvík, Fjarðabyggð, Vestmannaeyjum, Þorláks­höfn og vestan Straumsvíkur. Þá verður unnið að sandburðarrannsóknum, m.a. við Ólafs­fjarðar­höfn og kannaðir möguleikar á nýrri innsiglingu við Horna­fjarðarós. Á sumum af þeim stöðum sem taldir eru hér að framan getur úttekt leitt til þess að farið verði í líkantilraunir.
     Rekstur Hafnabótasjóðs: Í hafnalögum er kveðið á um að stofnunin annist vörslu, daglega afgreiðslu og bókhald Hafnabótasjóðs og er afmörkuð fjárhæð ætluð til þess verkefnis. Hafnabótasjóður skiptist í tvær deildir, A-deild sem ætlað er að fjármagna hlut ríkisins í ríkisstyrktum framkvæmdum og B-deild sem ætlað er að fjármagna viðgerðir tjóna á sömu mannvirkjum.
     Siglingavernd: Markmið siglingaverndar er að tryggja vernd skipa, áhafna, farþega, farms og hafnaraðstöðu fyrir hvers kyns ógn af hryðjuverkum og öðrum ólöglegum aðgerðum. Siglingastofnun Íslands annast framkvæmd laga nr. 50/2004, um siglingavernd. Þá annast stofnunin erlent samstarf tengt siglingaverndinni sem eðli máls samkvæmt er allmikið.
     Skipamál: Á stjórnsýslusviði stofnunarinnar er unnið að undirbúningi og kynningu á laga- og reglugerðarsetningu á sviði siglinga-, vita- og hafnamála og fylgir því erlent samstarf, m.a. við Alþjóðasiglingamálastofnunina (IMO), Siglingaöryggisstofnun Evrópu (EMSA), Evrópusambandið (ESB) og fleiri aðila. Auk þess undirbýr stofnunin fundi siglingaráðs þar sem kynnt eru drög að frumvörpum og reglugerðum.
    Haldin er skrá yfir skip og báta, gefin út mælibréf, skrásetningarskírteini og þjóðernisskírteini fyrir íslensk skip. Er starfræktur sérstakur gagnagrunnur vegna þessara verkefna. Þá sér stofnunin um útgáfu skírteina fyrir íslenska sjómenn, atvinnukafaraskírteini og skírteini fyrir leiðsögumenn og hafnsögumenn skipa. Siglingastofnun hefur umsjón með lögskráningu sjómanna, gefur út undanþágur og veitir starfsleyfi vegna fyrirtækja í ferðaþjónustu á sjó, ám og vötnum.
     Vitar og leiðsögukerfi: Undir þennan lið fellur rekstur vitakerfisins ásamt rekstri vöktunar- og upplýsingakerfa fyrir siglingar og fiskveiðar í íslensku efnahagslögsögunni, þ.m.t. rekstur leiðréttingastöðva fyrir GPS, rekstur sjálfvirks auðkenniskerfis skipa, AIS, og móttaka upplýsinga frá LRIT (Long Range Identification and Tracking) um gervihnetti. Einnig er um að ræða umsjón með rekstri rafræns tilkynningarkerfis skipa (SafeSeaNet) og rekstur upplýsingakerfisins um veður og sjólag sem Siglingastofnun Íslands sér um að innleiða.
     Vaktstöð siglinga: Vaktstöð siglinga starfar samkvæmt lögum nr. 41/2003. Í gildi er þjónustusamningur við Neyðarlínuna ohf. um rekstur vaktstöðvarinnar. Siglingastofnun hefur fjárhagslegt og faglegt eftirlit með rekstrinum og ber ábyrgð á starfseminni, þ.m.t. vegna alþjóðlegs samstarfs er að þessu lýtur.
     Skipaeftirlit: Siglingastofnun ber ábyrgð á framkvæmd eftirlits með skipum og hefur eftirlit með starfsemi A- og B-faggiltra skoðunarstofa skipa og búnaðar, viðurkenndra flokkunarfélaga og annarra starfsleyfishafa. Þá sér stofnunin um upphafsskoðun á nýsmíði, breytingum og innflutningi á skipum, framkvæmir skyndiskoðanir, fer yfir teikningar og önnur gögn vegna nýsmíði skipa og breytinga á þeim, sinnir eftirliti með skemmtibátum og skipsbúnaði, sér um útgáfu skipsskírteina og útgáfu og uppfærslu á skoðunarhandbókum sem skoðunarstofur nota.
     Hafnarríkiseftirlit: Siglingastofnun annast eftirlit með ástandi og mönnun erlendra kaupskipa sem taka höfn hér á landi. Markmiðið er að draga úr siglingum vanbúinna skipa um heimshöfin.
     Rannsóknir og þróun: Kostn­aður við ­rannsóknir og þróun er áætlaður 46,9 millj. kr. árið 2011 en 49 millj. kr. næstu þrjú ár þar á eftir. Undir þennan lið fellur meðal annars öflun ýmissa grunnupplýsinga, mælingar og ­rannsóknir sem stuðla að öryggi sjófarenda og íbúa á strandsvæðum og grunn­rannsóknir sem nýtast við hönnun hafnarmannvirkja, sjó­varn­ar­garða og annarra mannvirkja við strendur landsins. Að auki má nefna ­rannsóknir á um­hverfisvænum og endurnýjanlegum orkugjöfum og ­rannsóknir til að draga úr losun gróðurhúsaloftteg­unda frá skipum. Helstu verkefnaflokkar eru:
     Hafna- og strand­rannsóknir: Þessar ­rannsóknir tengjast höfnum en eru óháðar einstökum mannvirkjum. Þær felast m.a. í öldufarsreikningum og rannsóknum á efnisflutningum og frumáætlunum. Helstu verkefni eru öldufars- og efnisburðar­rannsóknir vegna Landeyjahafnar, landbrot við Vík í Mýrdal og við Jökulsá á Breiðamerkursandi og ­rannsóknir til að auka dýpi á Grynnslunum utan við Horna­fjarðarós.
     Um­hverfis­rannsóknir: Lögð verður sérstök áhersla á verkefni er tengjast siglingu stórra skipa í íslenskri efnahagslögsögu. Helstu verkefni eru upplýsingakerfi um veður og sjólag og sjávarföll, rek stórra skipa, hafíss og mengandi efna ásamt könnun á sjávarflóðum, ­rannsóknir á hækkun sjávarborðs af völdum veðurfarsbreytinga og undirstöðukönnun á virkjun vinds, öldu og sjávarfalla.
     Rannsóknir sem tengjast öryggi skipa og áhafna: Áhersla verður lögð á að vinna úr niðurstöðum rannsókna á sjóslysum og kappkosta að sá lærdómur sem af þeim má draga skili sér inn í lög og reglugerðir um öryggi skipa og áhafna. Helstu verkefni eru hreyfimælingar á skipum, ­rannsóknir á stöðugleika skipa, ­rannsóknir á sjóveiki og þreytu sjómanna, loftgæði í skipum, loftræstikerfi, eigin skoðanir skipa, um­hverfisvænir og endurnýjanlegir orkugjafar, afgashreinsun frá aðalvélum skipa og verkefni um veiðar og orkugreiningu.
     Áætlun um öryggi sjófarenda: Framlag úr ríkissjóði til áætlunar um öryggi sjófarenda er 15,7 millj. kr. árið 2011 en 17 millj. kr. næstu þrjú ár þar á eftir. Siglingastofnun fer með framkvæmd áætlunarinnar en verkefnisstjórn, sem í eiga sæti fulltrúar innanríkisráðuneytis, Landhelgisgæslu Íslands, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og hagsmunaaðila, hefur eftirlit með framgangi áætlunarinnar og stuðlar að samstarfi þeirra aðila sem að málinu þurfa að koma. Markmið áætlunar um öryggi sjófarenda er meðal annars að treysta og auka öryggi íslenskra skipa og áhafna þeirra sem og farþega, fækka slysum á sjó og draga úr tjóni vegna þeirra. Helstu verkefni áætlunarinnar eru menntun og þjálfun sjómanna, gerð fræðsluefnis og leiðbeininga, söfnun og miðlun upplýsinga, gæða- og öryggiskröfur um borð í skipum og rannsóknar- og þróunarverkefni.
    Í áætlun um öryggi sjófarenda eru nú lögð megináhersla á öryggisstjórnun um borð í skipum. Tilgangur hennar er að tryggja sem best að öryggisþættir séu undir öruggri stjórn og að búnaður skips og hæfni skipverja sé eins góð og mögulegt er.
    Helstu verkefnisflokkar áætlunarinnar eru:
     Menntun og þjálfun sjómanna: Áhersla verður lögð á gerð námsgagna til að nota á námskeiðum fyrir sjómenn, útgáfu fræðsluefnis um menntun og þjálfun sjómanna og námskeið þeim tengd.
     Fræðsluefni og miðlun upplýsinga: Helstu verkefnin undir þessum lið eru átaksverkefni með málfundum og ráðstefnum, fræðslubæklingar, myndefni og handbækur um öryggismál sjómanna, veggspjöld með leiðbeiningum og merkingum, upplýsingaefni á vefsíðu Siglingastofnunar og fleiri aðila um öryggisreglur fyrir skip, breytingar á þeim og upplýsingar um öryggismál almennt.
     Öryggisstjórnun: Í þessari áætlun fær öryggisstjórnun um borð í skipum meira vægi en áður. Verkefnum þar að lútandi verður skipt niður í almenna öryggisstjórnun þar sem skilgreiningar og leiðbeiningar um öryggisstjórnun verða settar á vefsíðu Siglingastofnunar. Hugað verður að öryggisstjórnunarkerfum bæði í fiskiskipum og farþegaskipum, ásamt hættumati og slysaskráningu.
     Rannsóknar- og þróunarverkefni: Eitt af meginverkefnum áætlunarinnar eru styrkveitingar með það að markmiði að hvetja hugvitsmenn til að koma með hugmyndir og tillögur að nýjum lausnum í öryggismálum sjófarenda. Á grundvelli niðurstaðna rannsókna Háskóla Íslands og Landspítala (LHS) verður leitast við að upplýsingar um slys um borð í skipum verði aðgengilegar á vef rannsóknarnefndar sjóslysa og í fram­haldinu verði hægt að ráðast í átaksverkefni til forvarna. Reynt verður að auka og festa í sessi samstarf við nágrannaþjóðir okkar í rannsóknar- og þróunarverkefnum sem tengjast öryggismálum sjómanna.
     Skilgreining á stefnumótandi áherslum og markmiðum: Meginmarkmið áætlunar um öryggi sjófarenda er að fækka slysum á sjó. Stefnt skal að því að öryggi íslenskra skipa og sjófarenda verði eins og það gerist best með öðrum þjóðum.
    Mælanleg undirmarkmið:
          Markmið um fækkun dauðaslysa: Dauðaslysum á sjó hefur fækkað mjög hin síðari ár. Á þriggja ára tímabili, 2007–2009, urðu að meðaltali 2,33 dauðaslys á hverja tíu þúsund sjómenn. Stefnt er að því að dauðaslysum fækki enn frekar, eða um 5% á ári á tímabilinu 2011–2022.
          Markmið um fækkun skipskaða: Skipskaðar voru að meðaltali fimm árlega á þriggja ára tímabilum, árin 1998–2006. Árin 2007–2009 fórst að meðaltali eitt skip á ári. Stefnt er að því að skipsköðum fækki um 5% á ári á tímabilinu 2011–2022.
          Markmið um fækkun slysa á sjó: Stefnt verður að fækkun alvarlegra slysa hjá sjómönnum og að þau verði færri með hverju ári þegar miðað er við skráningar LHS og Slysaskrá Íslands. Stefnt er að því að slysum tilkynntum til Sjúkratrygginga Íslands fækki um 5% á ári á tímabilinu 2011–2022.
     Þjónustuverkefni: Hér er um að ræða ýmis verkefni sem seld eru við­skipta­vinum Siglingastofnunar Íslands. Kaupendur þjónustunnar eru fyrst og fremst hafnarsjóðir, útgerðir og sjómenn. Undir þennan lið falla t.d. hönnun, umsjón og eftirlit með hafnarframkvæmdum og sjóvörnum, tækjaleiga, rekstrarvörur vegna innsiglingarljósa í eigu hafnarsjóða, yfirferð gagna vegna nýsmíði og breytinga á skipum, útgáfa skipsskírteina, starfsleyfa og atvinnuréttindaskírteina, námskeiðahald og sala á fræðsluefni fyrir sjómenn.
     Rekstur Landeyjahafnar: Um er að ræða áætlaðan árlegan kostnað við rekstur hafnarmannvirkja og farþegaaðstöðu, að undanskilinni viðhaldsdýpkun hafnarinnar sem telst til stofnkostnaðar.
     Tilraunaverkefni með strandsiglingar: Miðað er við að starfshópur sem innanríkisráðherra skipaði í maí 2011 skili tillögum fyrir árslok um hvernig standa megi að því að koma á strandsiglingum að nýju. Fjármagna þarf verkefnið sérstaklega.

2.1.3 Stofnkostn­aður.
Vitar- og leiðsögukerfi.

    Undir þennan lið fellur nauðsynleg endurnýjun á búnaði vita og upplýsingakerfis um veður og sjólag. Má í því sambandi nefna búnað fyrir sjálfvirkt auðkenniskerfi skipa (AIS) og siglinga- og öldubaujur.

Hafnarmannvirki.
    Mat á áætluðum kostnaði ríkissjóðs við framkvæmdir í höfnum miðast við að greiðsluþátttaka ríkissjóðs haldist óbreytt samkvæmt eldri hafnalögum til ársloka 2012. Eftir það verður greiðsluþáttaka ríkissjóðs í samræmi við 24. gr. laga nr. 61/2003.

Ferjubryggjur.
    Undir þennan lið falla framlög til viðhalds og endurbyggingar hafnarmannvirkja utan skilgreindra hafnarsvæða þar sem ríkið styrkir ferjusiglingar, svo sem á Breiðafirði og við Eyjafjörð.

Sjó­varn­ar­garðar.
    Unnið verður að sjóvörnum á áætlunartímabilinu fyrir samtals 522 millj. kr. Af þeirri upphæð greiðir ríkið 457 millj. kr., að meðtalinni ónotaðri fjárheimild í byrjun áætlunartímabils en ­sveitarfélög og landeigendur 65 millj. kr. Stærsta verkefnið á tímabilinu er fyrsti áfangi sjóvarna við Vík í Mýrdal sem unnið var að árið 2011. Við útdeilingu fjármagns er notað forgangsröðunarlíkan Siglingastofnunar. Framkvæmdaþörf gæti aukist ef sjávarflóð verða en búast má við stórflóðum á 10–20 ára fresti. Um 20 ár eru frá síðasta stórflóði suð­vestanlands, en 12–14 ár á Norðurlandi. Víða eru sjó­varn­ar­garðar orðnir 15–20 ára og þarfnast endurbyggingar og styrkingar.

Hafnabótasjóður.
    Hér er átt við framlag til B-deildar sjóðsins sem hefur það hlutverk að veita styrki til tjónaviðgerða. Ekki er fyrir fram gert ráð fyrir framlögum í B-deild Hafnabótasjóðs. Miðað er við að sótt verði um eftir þörfum í fjáraukalög til að sjóðurinn geta sinnt hlutverki sínu.

Landeyja­höfn.

    Á áætlunartímabilinu er gert ráð fyrir að framkvæmdakostn­aður verði 1.050 millj. kr. sem að stærstum hluta er varið til viðhaldsdýpkunar en einnig til að ljúka ýmsum frágangi, svo sem landgræðslu og þjónustubryggju.

2.2 Flokkun hafna.
    Siglingastofnun hefur skilgreint staðalkröfur fyrir fiskihafnir. Staðalkröfurnar greinast í tvennt:
          Tæknikröfur sem lúta að skipulagi hafna og hafnarsvæða, gæðum innsiglingar og kyrrð í höfninni.
          Notendakröfur sem eru reglur varðandi mat á nýtingu á bryggjuplássi, þ.e. hvort höfn annar þeim fjölda skipa sem þar leggur að og landar, enn fremur hvort aðstaða þarf að vera fyrir farmskip og viðmiðunarreglur varðandi ýmsan búnað hafna.
    Fiskiskip hafa síðustu áratugi orðið sífellt stærri og djúpristari. Siglingastofnun hefur lagað staðalkröfur til fiskiskipahafna að þessari þróun og er nú t.d. krafist meira dýpis í stórskipa­höfnum en áður var. Einnig hafa kröfur um burðarþol hafnarbakka aukist. Fyrir um tveimur áratugum var algengast að miða leyfilegt álag við 1–3 tonn/m². Nú er krafa um álag 4 tonn/m² á hafnarbökkum þar sem losun og lestun flutningaskipa fer fram og búast má við notkun gámalyftara.
    Höfnum er skipt niður í fjóra flokka og eru mismunandi staðalkröfur gerðar í hverjum þeirra. Flokkun þessi hefur verið nýtt við að forgangsraða framkvæmdum með tilliti til ríkisframlags á hafnaáætlun. Flokkunin er unnin með hjálp reiknilíkans sem tekur mið af eftirfarandi:
          Þjónustu sem höfn veitir.
          Aflamagni sem landað er í viðkomandi höfn.
          Verðmæti afla sem landað er.
          Magni sem unnið er í viðkomandi verstöð.
          Vöruflutningum sem fara um höfnina.
          Aðstæðum til hafnargerðar á viðkomandi stað.
    Allar hafnir í flokkum I og II eru í grunnneti. Auk þess eru í grunnneti ferjuhafnir þar sem eru reglubundnar ferjusiglingar og iðnaðar­höfnin á Grundartanga. Utan grunnnets eru flestar fiskihafnir í flokki III og IV og iðnaðar­höfnin við Þörungaverksmiðjuna á Reykhólum. Flokkunin er endurskoðuð á fjögurra ára fresti, um leið og 12 ára áætlun.

Tafla 1. Flokkun hafna. Flokkur I, stórar fiskihafnir.
Akranes­höfn* Akureyrar­höfn Eski­fjarðar­höfn*
Fáskrúðs­fjarðar­höfn* Grindavíkur­höfn Hafnar­fjarðar­höfn
Horna­fjarðar­höfn* Ísa­fjarðar­höfn Neskaupstaðar­höfn*
Reykjavíkur­höfn Reykjanes­höfn* Sauðárkróks­höfn
Seyðis­fjarðar­höfn* Vestmannaeyja­höfn* Vopna­fjarðar­höfn*
Þorláks­höfn
* Hafnir þar sem uppsjávarfiski var landað árið 2008.

Tafla 2. Flokkun hafna: Flokkur II, meðalstórar fiskihafnir.
Bolungarvíkur­höfn Dalvíkur­höfn Djúpavogs­höfn
Grundar­fjarðar­höfn Húsa­víkur­höfn Kópavogs­höfn
Ólafs­fjarðar­höfn Ólafsvíkur­höfn Patreks­fjarðar­höfn
Reyðar­fjarðar­höfn Rifs­höfn Sandgerðis­höfn
Siglu­fjarðar­höfn Skagastrandar­höfn Þórshafnar­höfn*
* Hafnir þar sem uppsjávarfiski var landað árið 2008.

Tafla 3. Flokkun hafna: Flokkur III, bátahafnir.
Bíldudals­höfn Flateyrar­höfn Hólmavíkur­höfn
Hvammstanga­höfn Raufarhafnar­höfn Stykkishólms­höfn
Stöðvar­fjarðar­höfn Suðureyrar­höfn Súðavíkur­höfn
Tálkna­fjarðar­höfn Þingeyrar­höfn

Tafla 4. Flokkun hafna: Flokkur IV, smábátahafnir.
Arnarstapa­höfn Árskógssands­höfn Bakka­fjarðar­höfn
Blönduós­höfn Borgar­fjarðar­höfn eystri Breiðdalsvíkur­höfn
Brjánslækjar­höfn Drangsnes­höfn Grenivíkur­höfn
Grímseyjar­höfn Hjalteyrar­höfn Hofsós­höfn
Hríseyjar­höfn Kópaskers­höfn Mjóa­fjarðar­höfn
Norður­fjarðar­höfn Voga­höfn
    
    Auk þeirra 59 fiskihafna sem tilgreindar eru í framantöldum fjórum flokkum eru nokkrir minni löndunarstaðir.
    Fyrir hvern flokk er miðað við hönnunarskip sem skilgreint er út frá lengd, breidd og djúpristu (sjá töflu 5).

Tafla 5. Skilgreining á hönnunarskipum eftir flokkum hafna.
Flokkur I
Stórar fiskihafnir
Flokkur II
Meðalstórar fiskihafnir
Flokkur III
Bátahafnir
Flokkur IV
Smábátahafnir
Fiskiskip
    70–80 m löng
    12–16 m breið
    8–9 m djúprista
Flutningaskip
    100–130 m löng
    14–20 m breið
    6–7 m djúprista
Fiskiskip
    50–60 m löng
    10–12 m breið
    6–8 m djúprista*
Flutningaskip**
    80–110 m löng
    12–16 m breið
    5–6 m djúprista
Fiskiskip     40–50 m löng
    7–9 m breið
    5–6 m djúprista*
Fiskiskip     10–15 m löng 3–4 m breið 2–3 m djúprista
*    Ef löndun á uppsjávarfiski er yfir 10.000 tonn að meðaltali miðað við þriggja ára tímabil er tekið mið af flokki I, stórar fiskihafnir.
**    Ekki er þörf á aðstöðu fyrir flutningaskip ef sam­göngur eru greiðar allt árið við nálæga flutninga­höfn.

Tafla 6. Helstu staðalkröfur fyrir fjóra flokka hafna.
Flokkur I
Stórar fiskihafnir
Flokkur II
Meðalstórar fiskihafnir
Flokkur III
Bátahafnir
Flokkur IV
Smábátahafnir
Innsigling,
breidd rennu
Breidd siglingarennu 2,0 – 5 x breidd hönnunarskips, háð aðstæðum Breidd siglingarennu 2,0 – 5 x breidd hönnunarskips, háð aðstæðum Breidd siglingarennu 2,0 – 5 x breidd hönnunarskips, háð aðstæðum Breidd siglingarennu 2,0 – 5 x breidd hönnunarskips, háð aðstæðum
Sæflötur hafnar Stærri en 10 ha Stærri en 5 ha Hafnarkví stærri en 1 ha með öruggu skjóli fyrir báta Hafnarkví stærri en 70 m² x fjöldi smábáta sem notar höfnina >5% tímans
Snúningssvæði Flutningaskip
D > 1,5 x lengd hönnunarskips, sé snúið við bryggju eða ef dráttarbátur er til aðstoðar telst vera í lagi þótt þvermál snúnings sé um 15% minna
Fiskiskip
D > 1,2 x lengd
hönnunarskips
Flutningaskip
D > 1,5 x lengd hönnunarskips, má þó vera allt að 20% minna snúningsþvermál sé snúningur við bryggju eða ef dráttarbátur er til staðar

Fiskiskip
D > 1,2 x lengd
hönnunarskips
D > 1,2 x lengd hönnunarskips D > 1,2 x lengd hönnunarskips
Dýpi:
    Innsigling > 9,5 m á smástraumsfjöru, háð kenniöldu > 8 m á smástraumsfjöru, háð kenniöldu 6,5 m á smástraumsfjöru, háð kenniöldu 4 m á smástraumsfjöru, háð kenniöldu
    Snúningssvæði > 9 m á smástraumsfjöru > 7,5 m á smástraumsfjöru > 6 m á smástraumsfjöru > 3 m á smástraumsfjöru
    Löndunarbryggja > 9 m á stórstraumsfjöru > 8 m á stórstraumsfjöru > 6,5 m á stórstraumsfjöru > 2,5 m á stórstraumsfjöru
Kyrrð, gæði viðlegukanta
A – B

A – B

A – B

A – B
Landrými við kanta Athafnasvæði við flutninga- og löndunarkanta >30 m á breidd.
Ef athafnasvæði er minna og lestun/losun krefst notkunar ökutækja skerðist nýting viðkomandi löndunarkants
Athafnasvæði við löndunarkanta >25 m
á breidd.
Ef athafnasvæði er minna og lestun/losun krefst notkunar ökutækja skerðist nýting viðkomandi löndunarkants
Athafnasvæði við löndunarkanta > 20 m
á breidd.
Ef athafnasvæði er minna og lestun/losun krefst notkunar ökutækja skerðist nýting viðkomandi löndunarkants
Smábátar landa við krana. Akstursbreidd við krana > 12 m

3. ÁÆTLUN UMFERÐARSTOFU
    Í XV. kafla laga nr. 50/1987 er í stórum dráttum kveðið á um verkefni Umferðarstofu:
          annast skráningu ökutækja og aðra umsýslu ökutækja, gerð þeirra og búnað,
          annast ökupróf og veita ökuskólum starfsleyfi,
          hafa umsjón og eftirlit með ökunámi og ökukennslu,
          veita skoðunarstöðvum starfsleyfi og hafa eftirlit með starfsemi þeirra,
          annast fræðslu og upplýsingamiðlun um umferðarmál og styðja aðgerðir sem stuðlað geta að bættu umferðaröryggi,
          vera stjórnvöldum og öðrum til ráðuneytis um umferðarmál,
          annast mótun reglna er varða ökutæki og umferð,
          annast skráningu umferðarslysa og ­rannsóknir á orsökum umferðarslysa,
          sinna þróunarverkefnum á starfssviði sínu,
          annast rekstur á tölvu- og upplýsingakerfum,
          annast önnur verkefni samkvæmt ákvörðun ráðherra.
    Umferðarstofa ber ábyrgð á stjórnsýslu umferðarmála en í því felst m.a. skráning ökutækja, umferðarfræðsla og fleiri verkefni sem tengjast ökutækjum og umferð. Umferðarstofa vinnur samkvæmt markmiðum umferðaröryggisáætlunar stjórnvalda til ársins 2014.

3.1 Ökutækjaskráningar.
    Umferðarstofa ber ábyrgð á skráningu ökutækja, umsýslu skráningarmerkja og rekstri upplýsingakerfis um ökutæki. Í því felst m.a. forskráning, nýskráning, afskráning, breytingaskráning, endurskráning, tjónaskráning og eigendaskráning ökutækja. Lögð er áhersla á að allar skráningar séu réttar og að ökutæki uppfylli öll skilyrði samkvæmt reglum um gerð og búnað og að lögmætar tryggingar séu fyrir hendi til að auka öryggi ökutækja í umferðinni. Þá starfrækir Umferðarstofa upplýsingaveitu um ökutæki og ökutækjaskrá og er hún m.a. aðgengileg á netinu. Ökutækjaskrá inniheldur upplýsingar um eiganda, tæknilegar upplýsingar um ökutæki, stöðu opinberra gjalda og trygginga, upplýsingar um veðbönd og ferilskrá ökutækis. Á ökutækjasviði er einnig starfrækt ytra eftirlit en í því felst eftirlit með fulltrúum umboðanna og skoðunarstofum.
    Umferðarstofa annast skráningu og rekstur NorType-gagnagrunnsins sem er samvinnuverkefni skráningaraðila ökutækja á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. NorType-gagnagrunnurinn inniheldur upplýsingar um tæknilegar útfærslur fólksbifreiða samvkæmt evrópskum heildargerðarviðurkenningum. Við nýskráningu heildargerðarviðurkenndra ökutækja eru upplýsingar úr NorType-gagnagrunninum notaðar sem tryggja að ein­göngu eru skráð ökutæki sem uppfylla evrópskar kröfur um gerð og búnað.

3.2 Umferðaröryggisstarf.
    Umferðarstofa leitast við að skapa sem mest öryggi í umferðinni fyrir alla hópa vegfarenda, meðal annars með því að knýja á um hugarfarsbreytingu og auka virðingu fyrir lögum og reglum. Umferðarstofa stýrir fræðslu og miðlun upplýsinga um umferðarmál og stuðlar að þátttöku og samstarfi allra aðila sem vilja vinna að framgangi þeirra. Umferðarstofa beitir sér fyrir því að umferðarfræðsla verði efld, bæði innan skólakerfisins og meðal almennings. Umferðaröryggissvið sér um gerð námsefnis við hæfi hvers skólastigs og upplýsingum er komið á framfæri í fjölmiðlum og á vefsíðu Umferðarstofu. Einnig er upplýsingum miðlað til erlendra ökumanna.
    Umferðarstofa annast stjórnsýslu ökuréttinda. Ökunám skal vera í samræmi við það sem ­rannsóknir, staðlar og prófanir, innanlands sem utan, segja til um að stuðli að öryggi í umferðinni. Í því felst gerð og útgáfa námskrár svo og skilgreindar og samræmdar kröfur til ökukennara, ökuskóla og prófdómara sem eiga að stuðla að árangursríku ökunámi og fylgja þeim eftir. Umferðarstofu ber að innleiða nýjungar í ökunámi og ökuprófum sem stuðla að aukinni færni ökumanna og þar með að auknu umferðaröryggi.
    Umferðaröryggissvið sér um og rekur umferðarfréttastofu en henni er ætlað að koma upplýsingum og fræðslu til vegfarenda um sem flesta þætti umferðarmála. Tekið er á móti miklum fjölda ábendinga um umferðarmál frá almenningi sem komið er á framfæri við rétta aðila. Slíkar ábendingar eiga oftast erindi við fulltrúa ­sveitarfélaga, Vegagerðarinnar og lögreglu.
    Umferðarstofa heldur skrá yfir öll umferðarslys sem skráð eru af lögreglu. Tilgangurinn með skráningunni er að komast að því hvers konar slys eiga sér stað og hver vettvangurinn og aðstæður eru. Slysaskráning er mikilvægt tæki til að fylgjast með þróun mála í umferðinni og til að auðvelda ákvarðanir veghaldara um úrbætur og framkvæmdir.

3.3 Stoðsvið.
    Á stoðsviðum Umferðarstofu er farið með innri skipulagsmál, starfsmanna- og gæðamál, lög og reglugerðir, fjárhagsmál og upplýsingatæknimál. Sviðin vinna markvisst að því að bæta starfsum­hverfi og gæði stofnunarinnar.
    Umferðarstofa er fyrst og fremst fjármögnuð af innheimtum ríkistekjum sem teljast eign stofnunarinnar samkvæmt umferðarlögum. Miklar sveiflur geta verið á þessum tekjum og hafa fjárheimildir stofnunarinnar á fjárlögum undangenginna ára alltaf verið minni en tekjurnar. Því hefur mismunur á mörkuðum tekjum og fjárheimildum verið bókfærður sem bundinn höfuðstóll sem stofnunin getur ekki ráðstafað nema með heimild í fjárlögum.
    Umferðarstofa fjallar heildstætt um bifreiða- og umferðaröryggismál, er stjórnvöldum og öðrum til ráðuneytis um umferðarmál og tekur þátt í að gera tillögur að reglum er varða ökutæki og umferð á innlendum vettvangi og á vettvangi EES-samstarfsins. Umferðarstofa vinnur að mótun og gerð reglna um gerð og búnað ökutækja, skráningu ökutækja, umferðarfræðslu og ökuréttindi.

4. UMFERÐARÖRYGGISÁÆTLUN
    Framkvæmd umferðaröryggismála er á forræði innanríkisráðuneytisins. Við stofnun þess, þann 1. janúar 2011, urðu allar stofnanir sem sinna þessum málaflokki, þ.e. Umferðarstofa, Vegagerðin og ríkislögreglustjóri undir sama ráðuneyti. Fyrstu tólf ára umferðaröryggisáætlunina er nú að finna í sam­gönguáætlun 2011–2022. Þar má sjá að tvö yfirmarkmið umferðaröryggisáætlunar til ársins 2022 eru:
          Að fjöldi látinna í umferð á hverja 100 þúsund íbúa verði ekki meiri en það sem lægst gerist hjá öðrum þjóðum árið 2022.
          Að fjöldi látinna og alvarlega slasaðra lækki að jafnaði um 5% á ári til ársins 2022.
    Fyrra markmiðið þýðir í raun að í samanburði við aðrar þjóðir viljum við vera í hópi þeirra bestu. Síðustu ár hefur það tekist. Slysatíðni um alla Evrópu fer nú lækkandi og þeirri þróun þurfum við að fylgja. Síðara markmiðið miðast við meðaltal áranna 2006–2010 sem var 201 alvarlega slasaður eða látinn. Til þess að ná markmiðinu um 5% fækkun á ári til ársins 2022 má fjöldi alvarlega slasaðra og látinna vegfarenda ekki vera hærri en 109 við lok tímabilsins.
    Yfirflokkar verkefna eru nýir og eru uppfærðir til samræmis við það sem tíðkast annars staðar í Evrópu. Nýju flokkarnir eru eftirfarandi: Vegfarendur, vegakerfi, ökutæki, stefnumótun, ­rannsóknir og löggjöf. Ítarlega umfjöllun um markmið og stefnu í umferðaröryggismálum er að finna í greinargerð með tólf ára sam­gönguáætlun 2011–2022.

4.1 Fjármál.
    Árið 2011 er 350 millj. kr. varið til umferðaröryggisáætlunar en árin 2012–2014 er gert ráð fyrir að það verði 340 millj. kr. á ári hverju. Þegar stjórnvöld samþykktu í fyrsta sinn sérstaka umferðaröryggisáætlun var ákveðið hvernig hún skyldi fjármögnuð. Þannig var í fjögurra ára sam­gönguáætlun 2007–2010 gert ráð fyrir að alls færu 1.763 millj. kr. til verkefna umferðaröryggisáætlunar. Þar af áttu 1.283 millj. kr. að koma af vegáætlunarhluta sam­gönguáætlunar, 280 millj. kr. (70 millj. kr. á ári) af sérstöku umferðaröryggisgjaldi Umferðarstofu og 200 millj. kr. (50 millj. kr. á ári) af sérstakri fjárveitingu sem nýta skyldi til að auka eftirlit lögreglu með akstri, einkum hrað- og ölvunarakstri. Fjármögnunin gekk eftir fyrstu árin en síðan hefur fjármagn ein­göngu komið af vegáætlun og heildarupphæð til öyggismála verið mun lægri en ráð var fyrir gert.
    Nauðsynlegt er að endurskoða fjármögnun umferðaröryggisáætlunar. Fjármagn til aðgerða og endurbóta á vegakerfinu komi af vegáætlun en fé til löggæslu og til verkefna Umferðarstofu, sem lúta að ökumönnum og ökutækjum (fræðsla, kynning, áróður o.fl.), verði tryggt af öðrum tekjustofnum eins og reiknað var með í upphafi.

4.2 Framkvæmdaáætlun í umferðaröryggi.
    Unnið verður að framkvæmd í umferðaröryggismálum í samræmi við umferðaröryggisáætlun með það að markmiði að auka öryggi vega, bifreiða og ökumanna. Vegagerðin ber ábyrgð á úrbótum á vegakerfinu og munu hennar helstu verkefni miða að eyðingu svartbletta og lagfæringum á hættulegum stöðum. Umferðarstofa ber ábyrgð á verkefnum er lúta að mannlegri hegðun og viðmóti og snúa helstu verkefni hennar að áróðri og fræðslu. Ríkislögreglustjóri ber ábyrgð á umferðareftirliti og eru helstu verkefni hans sérstakt umferðareftirlit ásamt úrvinnslu gagna úr hraðamyndavélum.
    Verkefnum sem miða að fækkun slysa í umferðinni hefur verið skipt í eftirfarandi flokka:
     1.      Vegfarendur.
     2.      Vegakerfi.
     3.      Ökutæki.
     4.      Stefnumótun, ­rannsóknir og löggjöf.
    Í töflu 8 má sjá einstök verkefni sem unnin verða á tímabilinu, ásamt verkefnaflokki og fjárhæð sem áætluð er í hvert þeirra á hverju ári. Þess ber að geta að enn sem komið er hafa ekki verið áætluð verkefni í flokkinn „Ökutæki“. Þó má ætla að unnið verði að aðgerðum í þeim flokki er snúa að laga- og reglusetningu og ekki þarf sérstakt fjármagn til.

Tafla 8. Fjármagn til umferðaröryggisáætlunar 2011–2014.
  2011 2012 2013 2014
Vegfarendur
106,7
116
115,5
111
  Eftirlit lögreglu (þ.m.t. vinnsla hjá lögreglunni í Stykkishólmi)
47
47
47
47
  Sjálfvirkt eftirlit
23
35
30
25
  Áróður (birting og framleiðsla)
20
14,5
20
20
  Beltanotkun
4
5
5
5
  Hraðakstur
11
5
5
5
  Ölvunar- og fíkniefnaakstur
5
4,5
5
5
  Annað
5
5
  Samskiptavefir og aðrir nýir miðlar
1,5
1
2
2
  Fræðsla í skólum
5,5
7,5
7,5
7,5
  Grunnskólar
5,5
5,5
5,5
5,5
  Fram­haldsskólar
2
2
2
  Fræðsla til erlendra ökumanna
2
2
2
2
  Framleiðsla og birting fræðsluefnis
7,7
7,5
5
5
  Önnur verkefni
 
1,5
2
2,5
Vegakerfi
237,3
221,5
221,5
226,5
  Eyðing svartbletta
105
100
100
101,5
  Um­hverfi vega og vegrið
105
100
100
100
  Undir­göng fyrir búfé og hvíldarsvæði við þjóðvegi
10
10
10
10
  Ýmis verkefni
17,3
11,5
11,5
15
Stefnumótun, ­rannsóknir og löggjöf
6
2,5
3
2,5
  Könnun á aksturshegðun almennings
2,5
2,5
2,5
2,5
  Umferðarkönnun
0,5
0,5
 
  Önnur verkefni
3
 
  Alls 
350
340
340
340

4.2.1 Vegfarendur.
    Verkefni í þessum flokki miða að því að bæta æskilega hegðun og viðhorf hjá ökumönnum og öðrum vegfarendum. Um er að ræða eftirlit lögreglu, sjálfvirkt eftirlit með myndavélum, sem og fræðslu- og áróðursverkefni Umferðarstofu.

Sérstakt eftirlit lögreglu.
    Lögreglan sinnir sérstöku hraðaeftirliti yfir sumartímann og fær til þess fjármagn af umferðaröryggisáætlun. Er þetta eftirlit hugsað sem viðbót við það hefðbundna eftirlit sem lögreglan sinnir alla jafna. Einnig mun lögreglan stefna að því að halda uppi auknu eftirliti með ölvunarakstri. Áætlað er að í eftirlitið fari um 33 millj. kr. á ári.

Úrvinnsla úr löggæslumyndavélum.
    Lögreglan fær fjármagn til þess að sinna úrvinnslu gagna úr löggæslumyndavélum. Í raun er um að ræða rekstrarkostnað og má ætla að þessu verkefni verði í framtíðinni tryggður annar tekjustofn. Áætlað er að í þetta verkefni fari 14 millj. kr. á ári.

Sjálfvirkt eftirlit.
    Vegagerðin sér um uppsetningu og rekstur löggæslumyndavéla. Nú eru 24 mælistaðir fyrir hraðaeftirlit og eru myndavélarnar 15. Þær fyrstu voru teknar í notkun árið 2007 á Hringvegi í Hval­fjarðar­sveit. Nýjustu vélarnar fimm eru í Bolungarvíkur­göngum og Héðins­fjarðar­göngum en fjármagn til þeirra kom ekki af umferðaröryggisáætlun. Árið 2012 er ætlunin að taka þátt í kaupum á 1–2 hraðamyndavélum sem notaðar verða á höfuð­borgar­svæðinu.

Áróður og fræðsla.
    Unnið verður að margháttaðri fræðslu og áróðri í ýmsum myndum á tímabilinu. Notaður hefur verið samskiptavefurinn Facebook, áfram er unnið að fræðslu í grunnskólum og fram­haldsskólum, fræðslu fyrir erlenda ökumenn, fræðslumyndum í sjónvarpi og fleiru. Nánari lýsing á þessum verkefnum er í greinargerð tólf ára áætlunarinnar.

4.2.2 Vegakerfi.
    Verkefni í þessum flokki miða að því að gera vegakerfið öruggara svo að mistök ökumanna í umferðinni verði síður lífshættuleg. Er hér um að ræða vegaumbætur hvers konar sem Vegagerðin ber ábyrgð á.

Eyðing svartbletta.
    Vegagerðin hefur staðið fyrir úttekt á slysastöðum um land allt og áfram verður unnið að því að bæta aðstæður þar sem slys eru tíð. Áfram verður lögð áhersla á vinnu við lagfæringar svartbletta af ýmsum toga. Sem dæmi má nefna ýmsar lagfæringar vegamóta, gerð ­gönguþverana í þeim tilgangi að auka öryggi gangandi vegfarenda, uppsetningu hraðaviðvörunarljósa og uppsetningu ljósa við einbreiðar brýr. Vegagerðin leggur árlega fram áætlun um lagfæringar á slysastöðum samkvæmt sérstakri verklagsreglu.

Um­hverfi vega og vegrið.
    Vegagerðin hefur um nokkurra ára skeið lagt sérstaka áherslu á lagfæringar á um­hverfi vega. Slíkar lagfæringar geta dregið úr afleiðingum þeirra slysa sem verða eða jafnvel komið í veg fyrir slys. Sem dæmi um slíkar lagfæringar má nefna aðgerðir sem ganga út á að draga úr bratta vegkanta, fylla í skurði og fjarlægja stórgrýti meðfram vegum. Ef ekki er unnt að lagfæra um­hverfi vega í þeim tilgangi að draga úr hættu við útafakstur þarf að huga að uppsetningu vegriða. Í þessu sambandi má geta þess að víða þarf að lengja vegrið sem fyrir eru, t.d. við brýr, í samræmi við auknar kröfur nýrra veghönnunarreglna. Vegagerðin leggur árlega fram áætlun um lagfæringar á um­hverfi vega.

Undir­göng fyrir búfé.
    Á mörgum stöðum eru aðstæður þannig að mikil hætta getur skapast þegar búfé er rekið yfir þjóðvegi. Búfjár­göng undir veg leysa þennan vanda. Nauðsynlegt er að fjölga slíkum ­göngum.

Hvíldarsvæði við þjóðvegi.
    Nauðsynlegt er að fjölga þeim svæðum meðfram vegum þar sem atvinnubílstjórar geta stöðvað ökutæki sín án þess að skapa hættu eða óþægindi í umferðinni. Unnið hefur verið að fjölgun slíkra svæða á undanförnum árum og þarf að fjölga þeim.

4.2.3 Ökutæki.
    Engin verkefni hafa verið sett á þennan verkefnisflokk enn þá. Ætla má þó að verkefni í þessum flokki muni miða að því að koma nýjum öryggisbúnaði bifreiða í almenna notkun á Íslandi. Er þá í dag aðallega horft til umferðarsnjalltækni (ITS, Intelligent Transport System) sem býður upp á margvíslegar leiðir til að koma í veg fyrir slys, draga úr meiðslum ef slys verður og flýta fyrir komu viðbragðsaðila á slysstað.

4.2.4 Stefnumótun, ­rannsóknir og löggjöf.
    Verkefni í þessum flokki miða að því að nýta tölfræði og önnur gögn til þess að greina núverandi ástand og meta áhrif breytinga. Einnig þarf að þróa lagaum­hverfið þannig að lög og reglur um umferðaröryggi séu í samræmi við stefnu stjórnvalda.

Könnun á aksturshegðun almennings og viðhorfi hans til umferðar og umferðaröryggis.
    Umferðarstofa hefur árlega látið kanna viðhorf og aksturshegðun almennings og er ætlunin að halda því áfram. Árleg könnun af þessu tagi er mjög mikilvæg því hún nýtist við að greina þróun í aksturshegðun landsmanna og veitir upplýsingar um á hvaða sviðum úrbóta er þörf. Um er að ræða spurningakönnun sem áður var framkvæmd í gegnum síma en allra síðustu ár hefur hún verið gerð á netinu.

Umferðarkönnun.
    Til viðbótar við netkönnun sem gerð er árlega er ætlunin að framkvæma talningu í umferðinni. Slík könnun gefur mun betri mynd af ákveðnum hlutum, eins og beltanotkun, farsímanotkun og ljósanotkun, heldur en netkönnun. Ætlunin er að gera slíka könnun annað hvert ár, árin 2011 og 2013.

Önnur verkefni.
    Til þessa flokks telst aðeins eitt verkefni sem er endurútreikningur á kostnaði við umferðarslys sem fer fram árið 2011. Hingað til hefur verið notast við skýrslu sem unnin var árið 1996 af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og niðurstöður voru svo uppreiknaðar árið 2006 af Línuhönnun. Að þessu sinni er Hagfræðistofnun fengin til verksins.

5. VEGÁÆTLUN
    Fjárhæðir áætlunarinnar á árinu 2011 eru í samræmi við samþykkt fjárlög fyrir það ár og frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2012. Heildarframlag til vegagerðar í frumvarpi til fjárlaga 2012 er 15.754 millj. kr. sem er umtalsverð lækkun frá fyrri árum. Áætlunin fyrir árin 2012– 2014 er sett fram á verðlagi fjárlaga 2012. Samsvarar það vísitölu áætlana Vegagerðarinnar, 15.100.

5.1 Fjármál.
    Heildarfjármagn til vegamála samkvæmt fjárlagafrumvarpinu 2012 er 15.754 millj. kr. Rúmlega 96% fjárins koma frá mörkuðum tekjustofnum eða 15.295 millj. kr. Til viðbótar þessu koma framlög úr ríkissjóði. Skipta má þeim á eftirfarandi hátt: Framlag til inn­an­lands­flugs 184 millj. kr. framlag til jarð­gangagerðar 25 millj. kr., framlag til almennings­samgangna á höfuð­borgar­svæðinu og nágrenni 200 millj. kr. og annað ríkisframlag 50 millj. kr. Áætlaður kostn­aður við smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju er yfir fjórir milljarðar króna. Kannaður verður sá möguleiki að bjóða rekstur ferjunnar út og að rekstraraðili útvegi skip. Að öðrum kosti þarf að gera ráð fyrir sérstöku ríkisframlagi til ferjusmíði á árunum 2012– 2015.
    Gert er ráð fyrir að markaðir tekjustofnar verði hækkaðir til samræmis við verðlagshækkanir á tímabilinu, svo og ríkisframlög, þannig að áætlunin haldi verðgildi sínu.

5.1.1 Tekjur og framlög.
Markaðar tekjur.
    Vegagerðin hefur samkvæmt lögum tekjur af mörkuðum tekjustofnum. Þeir eru bensíngjald, olíugjald og þungaskattur á bifreiðir yfir tíu tonn að leyfðum heildarþunga.
    Gerð er grein fyrir mörkuðum tekjum Vegagerðarinnar í 12 ára sam­gönguáætlun 2011– 2022.
     Tekjur af bensíni: Vísað er til 12 ára sam­gönguáætlunar 2011–2022 varðandi þennan þátt.
    Tekjur af þungaskatti: Þungaskattur er innheimtur af öllum bifreiðum sem eru yfir tíu tonn að leyfðum heildarþunga. Einungis er um að ræða kílómetragjald en það er stighækkandi eftir þyngd bifreiða. Vísað er til 12 ára sam­gönguáætlunar 2011–2022 varðandi þennan þátt.
     Tekjur af olíugjaldi: Lög um olíugjald tóku gildi 1. júlí 2005. Vísað er til 12 ára sam­gönguáætlunar 2011–2022 varðandi þennan þátt.
     Tekjur af leyfisgjöldum flutninga og leigubifreiða: Aðrar tekjur eru annars vegar leyfisgjöld flutninga og hins vegar leyfisgjöld leigubifreiða. Vegagerðin sér um útgáfu leyfa til fólks- og vöruflutninga samkvæmt lögum nr. 73/2001 og um útgáfu atvinnuleyfa til leigubílstjóra samkvæmt lögum nr. 134/2001 og innheimtir gjald fyrir leyfin samkvæmt framangreindum lögum. Áætlaðar tekjur af leyfi­sveitingum eru 10 millj. kr. á ári á tímabili áætlunarinnar.

Framlag úr ríkissjóði.
    Framlag úr ríkissjóði á árinu 2012 er rúmlega 459 millj. kr. og skiptist í framlag til inn­an­lands­flugs, framlag til jarð­ganga, framlag til almennings­samgangna á höfuð­borgar­svæðinu og almennt framlag úr ríkissjóði. Gert er ráð fyrir að framlög vegna áranna 2013–2014 verði 1.200 millj. kr. hvort ár. Þyngst vega framlög til almennings­samgangna á höfuð­borgar­svæðinu og nágrenni. Sem fyrr segir verður kannaður sá kostur að bjóða rekstur Vestmannaeyjaferju út og að rekstraraðili útvegi skip. Að öðrum kosti þarf að gera ráð fyrir sérstöku ríkisframlagi til ferjusmíði á árunum 2012–2015.

5.1.2 Rekstur Vegagerðarinnar (1.01 og 1.02).
    Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2012 er fjárveiting til þessara liða samtals 565 millj. kr.

Stjórnsýsla veghalds.
    Til þessa liðar telst eftirfarandi starfsemi: Yfirstjórn Vegagerðarinnar, framkvæmdasvið, stjórnsýslusvið og þróunarsvið. Þessi svið sjá um stjórnun stofnunarinnar, fjármál hennar, bókhald, almennt skrifstofuhald í Reykjavík, fjárhags- og rekstraráætlanir, kostnaðareftirlit, lögfræði, starfsmannamál, hönnun verka, stjórnun verka og eftirlit með þeim, gerð áætlana, gerð veghönnunarreglna og ýmsar ­rannsóknir, auk umferðareftirlits og upplýsingaþjónustu. Ýmsir þessara verkþátta, eins og hönnun, stjórnun og eftirlit með verkum, fara einnig fram úti á starfssvæðum Vegagerðarinnar.
    Verkefni á þessu sviði hafa orðið æ umfangsmeiri með árunum. Stafar það ekki síst af því að framkvæmdirnar sem ráðist er í hafa stöðugt orðið stærri og flóknari. Þá þarf að leita umsagnar og samráðs við fleiri aðila en áður. Undir­búningur verkanna verður því tímafrekari og dýrari. Þá vex stöðugt þörfin fyrir gerð viðmiðunarreglna og annarra grunngagna, svo og gerð áætlana, tæknilegra og fjárhagslegra, og eftirlit með þeim. Vinna við stjórn og eftirlit verkefna varðandi fólks- og vöruflutninga og umsjón og eftirlit með almennings­sam­göngum er orðin mjög umfangsmikil. Loks má nefna að kröfur um upplýsingagjöf og þjónustu til vegfarenda auka kostnaðinn.

Umsýslugjald til ríkissjóðs.
    Vegagerðin greiðir umsýslugjald til ríkissjóðs af mörkuðum tekjum sem er ætlað að standa straum af innheimtu á þeim gjöldum sem falla undir markaðar tekjur Vegagerðarinnar.

Upplýsingaþjónusta.
    Upplýsingasöfnun um ástand vegakerfisins og umferð hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum. Jafnframt hefur þörf á upplýsingagjöf til vegfarenda vaxið hröðum skrefum og kostn­aður þar með. Samfara þessari þróun hefur viðamikil uppbygging á tækjabúnaði til gagnasöfnunar við vegi átt sér stað. Þessi tækjabúnaður sendir reglulega upplýsingar um veður og umferð sem og myndir af aðstæðum á hverjum stað. Upplýsingar eru síðan nýttar af starfsmönnum Vegagerðarinnar til að ákveða aðgerðir í vetrarþjónustu, starfsmönnum upplýsingaþjónustu vegna upplýsingagjafar fyrir vegfarendur og síðan af vegfarendum sjálfum á netinu, textavarpinu og í upplýsinganúmeri til að greina og meta aðstæður vegna ferða um vegi landsins. Þróaður hefur verið öflugur skráningarhugbúnaður þar sem færð, ástand og aðstæður sem og ítarupplýsingar fyrir viðkomandi stað eru skráðar og miðlað til vegfarenda.

Umferðareftirlit.
    Eftirlitsstörf Vegagerðarinnar með umferðinni hafa verið í svipuðu horfi frá árinu 2006 en höfðu fram að þeim tíma farið jafnt og þétt vaxandi. Er svo komið að umferðareftirlit Vegagerðarinnar sinnir nú eftirliti með tilteknum þáttum umferðarlaga, eftirliti er snýr að innheimtu olíu- og kílómetragjalds og eftirliti er varðar rekstrar- og atvinnuleyfi til fólks- og farmflutninga.
    Eftirlit með þunga ökutækja og að fylgja eftir þungatakmörkunum til að koma í veg fyrir skemmdir á vegum af völdum of þungra ökutækja hefur verið eitt helsta verkefni umferðareftirlits Vegagerðarinnar. Hin síðari ár hafa fleiri verkefni bæst við og annast umferðareftirlit Vegagerðarinnar nú fjölþætt eftirlit með stórum ökutækjum.
    Vegagerðin annast eftirlit með stærð og þyngd ökutækja, hleðslu, frágangi og merkingu farms. Enn fremur annast hún eftirlit með aksturs- og hvíldartíma ökumanna og notkun ökurita. Eftirlitið fer einkum fram með athugun á ökutækjum og búnaði þeirra á vettvangi á þar til gerðum eftirlitsstöðum. Auk þess fer fram fyrirtækjaeftirlit í starfsstöð flutningsaðila og með innköllun gagna til skoðunar í starfsstöð.
    Vegagerðin annast í samstarfi við ríkisskattstjóra eftirlit með notkun litaðrar olíu á ökutæki, eftirlit með því að gjaldskyld ökutæki, skráning og búnaður þeirra og skráning á akstri vegna ákvörðunar kílómetragjalds sé í samræmi við lög um olíugjald og kílómetragjald. Það fyrirkomulag sem er á gjaldtöku samkvæmt lögum um olíugjald og kílómetragjald kallar á meira eftirlit og aðrar eftirlitsaðferðir en var samkvæmt eldri lögum um þungaskatt.
    Vegagerðinni hefur verið falið að fylgja eftir og kanna réttmæti ábendinga um að leyfisskyld starfsemi samkvæmt lögum um fólks- og vöruflutninga á landi sé stunduð án leyfis. Komi í ljós brot er Vegagerðinni að undangenginni rannsókn falið að stöðva viðkomandi flutninga og kæra brot til lögreglu. Framkvæmd laga um leigubifreiðar hefur loks í för með sér að sinna þarf eftirliti með því að farið sé að ákvæðum laganna.

5.1.3 Þjónusta, styrkir, ­rannsóknir og viðhald.
Styrkir til ferja, sérleyfishafa og inn­an­lands­flugs (1.11 og 1.13).
    Fjárveiting til þessa liðar var 1.049 millj. kr. árið 2011, verður 1.017 millj. kr. 2012 og gert er ráð fyrir að hún verði 1.210 millj. kr. og 1.310 millj. kr. árin 2013 og 2014.
    Vísað er langtímaáætlunar sam­gönguáætlunar 2011–2022 varðandi endurskipulagningu almennings­samgangna á landi.

Ferjur.
    Af þessum lið eru greiddir rekstrarstyrkir til rekstraraðila ferja á leiðum sem falla undir ákvæði vegalaga svo og annar kostn­aður þeirra vegna, afborganir af lánum og vextir vegna nýsmíði eða kaupa á ferjunum og búnaði þeirra.
    Erfitt er að áætla upphæð rekstrarstyrkja árið 2012. Kemur það aðallega til af því að siglingar Herjólfs á nýrri áætlunarleið á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar eru mikilli óvissu háðar. Annars vegar hentar Herjólfur illa til siglinganna vegna djúpristu og hins vegar er enn glímt í Landeyja­höfn við afleiðingar eldgossins í Eyjafjallajökli. Oft þarf að sigla fyrirvaralítið til Þorlákshafnar sem hefur mikil áhrif á kostnað.
    Alls eru fimm ferjuleiðir greiddar af þessum lið, Vestmannaeyjaferja, Breiða­fjarðarferja, Hríseyjarferja, Grímseyjarferja og Mjóa­fjarðarferja. Vísað er til langtímaáætlunar sam­gönguáætlunar 2011–2022 varðandi þennan lið að öðru leyti.

Áætlunarflug.
    Alls er styrkt áætlunarflug til sex áfangastaða á landinu. Þeir eru Gjögur, Bíldudalur, Grímsey, Þórs­höfn, Vopna­fjörður og Höfn. Vísað er til langtímaáætlunar sam­gönguáætlunar 2011–2022 varðandi þennan lið.

Sérleyfi á landi.
    Af þessum lið eru greiddir styrkir til sérleyfishafa. Vísað er til langtímaáætlunar sam­gönguáætlunar 2011–2022 varðandi þennan lið.

Rannsóknir (1.21).
    Fjárveiting til þessa liðar skal vera 1,5% af mörkuðum tekjum til vegagerðar í samræmi við 23. gr. vegalaga, nr. 80/2007. Í reynd hefur fjárveiting til þessa liðar verið lækkuð á undanförnum árum og svo er enn.
    Í rannsóknastefnu Vegagerðarinnar er megináhersla lögð á verkefni sem Vegagerðin skilgreinir sjálf og fær sérfræðinga til að vinna. Áfram er þó einnig gert ráð fyrir að aðilar utan stofnunar geti sótt um fjárveitingar og styrki til afmarkaðra verkefna sem þeir skilgreina sjálfir. Rannsóknum Vegagerðarinnar er skipt í fjóra flokka: Mannvirki, umferð, um­hverfi og samfélag, sjá nánar hér á eftir. Reiknað er með að fé til rannsókna skiptist nokkuð jafnt á þessa flokka.
    Mannvirki: Undir þennan flokk falla ­rannsóknir sem snúa að veginum sjálfum og þeim mannvirkjum sem tengjast honum, svo sem brýr og jarð­göng. Einnig fellur undir þennan flokk fastur búnaður sem fylgir veginum eins og vegrið o.fl.
     Umferð: Í þessum flokki eru ­rannsóknir sem snúa að umferð á vegum, svo sem öryggi vegfarenda, þjónustu, umferðarstjórnun, upplýsingum til vegfarenda o.þ.h.
    Um­hverfi: Undir þennan flokk falla ­rannsóknir sem snúa að ytra um­hverfi vegarins, svo sem um­hverfisáhrifum framkvæmda og umferðar, veðurfari, náttúruvá o.þ.h.
     Samfélag: Í þessum flokki eru ­rannsóknir sem snúa að samfélaginu í víðara samhengi, svo sem rannsóknum á samfélagslegum áhrifum samgangna, arðsemi, kostnaði, flutningum, hreyfanleika o.þ.h.

Viðhald og þjónusta (5.10 og 1.07).
    Lýsing: Viðhald þjóðvegakerfisins felur í sér að varðveita þau verðmæti sem liggja bundin í vegakerfinu ásamt því að uppfylla gildandi reglur um burðarþol og vegbreiddir. Viðhald þjóðvega tekur einnig til þeirrar þjónustu á vegakerfinu sem miðar að því að tryggja greiða og örugga umferð.
    Umfang: Umfang verkefnisins tekur til verkefna á 10.982 kílómetra löngu þjóðvegakerfi (stofnvegir 4.930 km tengivegir 2.950 km, héraðsvegir 3.102 km) og felur í sér eftirtalda þætti:
          Viðhald á bundnu slitlagi     5.10
          Viðhald malarvega     5.10
          Styrkingar og endurbætur     5.10
          Brýr og varnargarðar     5.10
          Veg­göng          5.10
          Viðhald vegmerkinga     1.07
          Samningar við ­sveitarfélög     1.07
          Viðhaldssvæði     1.07
          Vetrarviðhald     1.07
          Umferðaröryggi     5.10
          Vatnsskemmdir og ófyrirséð     5.10
          Viðhald girðinga     5.10
          Frágangur gamalla efnisnáma     5.10
          Minjar og saga     5.10
    Ástand: Þjóðvegakerfið er byggt upp á löngum tíma og er misvel í stakk búið til að gegna hlutverki sínu. Stöðug aukning umferðar, aukinn umferðarhraði og ekki síst aukin þungaumferð á þjóðvegum leiðir af sér sífellt meiri þörf fyrir öruggari og betur byggða vegi. Vegir sem byggðir voru fyrir 20–30 árum uppfylla ekki lengur þær kröfur sem gerðar eru til burðarþols, breiddar og umferðaröryggis. Kröfur vegfarenda til þjónustu á vegakerfinu eru einnig sífellt að aukast og ætlast er til að umferð geti gengið greiðlega allan sólarhringinn árið um kring.
     Fjárþörf: Árleg fjárþörf til viðhalds og þjónustu þjóðvega er metin 9.900–10.600 millj. kr. Markmiðin voru að hægt væri að hverfa frá þungatakmörkunum á Hringvegi, fyrst á leiðinni Reykjavík–Akureyri, og síðan á öllum Hringveginum. Núverandi fjárveitingar viðhalds og þjónustu eru einungis til að verja vegakerfið skemmdum og halda uppi viðunandi þjónustu. Frekari endurbótum er því frestað um sinn. Að öðru leyti er varðandi þennan lið vísað til langtímaáætlunar sam­gönguáætlunar 2011–2022.

Viðhald á bundnu slitlagi.
     Lýsing: Verkefnið felur í sér endurnýjun og viðgerðir á bundnu slitlagi á stofnvegum, tengivegum og héraðsvegum. Verkefnið er fólgið bæði í viðgerðum á stökum skemmdum sem þarf að framkvæma með stuttum fyrirvara allt árið og yfirlögnum yfir eldri slitlög til að viðhalda verðmæti vegarins.
     Umfang: Lengd bundinna slitlaga á þjóðvegum var um 5.186 km í árslok 2010 eða nálægt 34 milljónir m 2. Yfir 95% af umferðinni ekur nú á bundnu slitlagi sem að stærstum hluta er klæðing. Malbik er nú einungis á umferðarmestu vegunum eða aðeins á um 9% af flatarmáli bundinna slitlaga. Umferðarmörk milli klæðingar og malbiks eru um þrjú þúsund bílar á sólarhring (ÁDU). Um 50 km af vegum eru nú með klæðingarslitlagi en þyrftu að vera malbikaðir.
     Ástand: Á undanförnum árum hafa árlega verið endurnýjuð 10–12% af flatarmáli bundins slitlags eða 3,4–3,8 milljónir m 2. Það samsvarar því að slitlag sé endurnýjað á rúmlega átta ára fresti. Með aukinni og þyngri umferð er það engan veginn nægilegt fyrir umferðarmestu vegi með klæðingarslitlagi. Niðurstaða árlegrar ástandsskoðunar sýnir að ástand slitlaga hefur versnað undanfarin ár. Til þess að auka endingu er nauðsynlegt að vinna að tveimur markmiðum. Í fyrsta lagi að endurbæta klæðingarslitlag með því að nota betra og þar af leiðandi dýrara steinefni og vanda betur vinnubrögð við lögn slitlaganna. Í öðru lagi að leggja malbik í stað klæðingar á vegi sem eru með yfir þrjú þúsund bíla umferð. Malbik er 6–7 sinnum dýrara en klæðing sem yfirlögn, en á móti kemur lengri ending og auk þess eykst burðarþol veganna þar sem malbikið hefur meiri styrk en klæðingin.

Viðhald malarslitlags.
     Lýsing: Verkefnið felur í sér endurnýjun, viðgerðir, viðgerðir á vegöxlum (hliðarsvæðum við ak­braut), heflun og rykbindingu á malarslitlagi á stofnvegum, tengivegum og héraðsvegum. Verkefnið felst bæði í viðgerðum á stökum skemmdum sem þarf að framkvæma með stuttum fyrirvara allt árið, viðhaldi á festu og sléttleika yfirborðsins með rykbindingu og heflun og endurnýjun slitlags og efnis í öxlum til að viðhalda verðmætum vegarins.
    Umfang: Lengd stofnvega tengivega og héraðsvega með malarslitlagi er um 4.775 km en innan við 5% af umferðinni ekur eftir þeim.
    Ástand: Á undanförnum árum hefur verið endurnýjað malarslitlag á um 10–12% af lengd malarvega árlega. Það samsvarar því að slitlag sé endurnýjað á 8–10 ára fresti. Niðurstaða ástandsskoðunar sýnir að ástand þessara slitlaga stendur engan veginn undir þeim kröfum sem vegfarendur gera.

Styrkingar og endurbætur.
    Lýsing: Þessum lið er ætlað að kosta styrkingar og endurbætur á stofnvegum, tengivegum og héraðsvegum. Fyrst og fremst er um að ræða styrkingu á efsta hluta burðarlags veganna sem brotnar niður undan aukinni og sífellt þyngri umferð en einnig er um að ræða eðlilegt slit og niðurbrot. Auk þess er um að ræða endurbætur víða á vegakerfinu vegna breyttrar og aukinnar notkunar og breytinga á umferðarmynstri. Liður þessi nær einnig til viðhalds og endurbóta á áningarstöðum.
     Umfang: Fyrir 25–30 árum hófst að verulegu marki uppbygging vega með bundnu slitlagi á þeim leiðum þar sem umferð var mest. Eðlilegur endingartími burðarlaga er talinn vera um 20 ár og vegna þeirra miklu verðmæta sem liggja í þessum vegum er nauðsynlegt að áhersla sé lögð á að viðhalda þeim. Þörfin fyrir endurbætur á þessum vegum er því mikil og mun hún fara vaxandi, sérstaklega þegar horft er til þeirrar miklu lengingar á vegum með bundnu slitlagi sem varð á níunda áratug síðustu aldar. Samhliða styrkingu þarf að breikka þessa elstu vegi og lagfæra um­hverfi þeirra og öryggisbúnað. Enn er stór hluti umferðarminni tengi- og héraðsvega með malarslitlagi og margir byggðir fyrir mjög litla og létta umferð. Því er mikil þörf fyrir styrkingu þessara vega á meðan ekki fæst fjármagn til endurbyggingar þeirra.
    Ástand: Í samræmi við markmið sam­gönguáætlunar hefur verið unnið að rannsóknum á aðferðafræði við styrkingu og breikkun vega á hagkvæman hátt. Samkvæmt sam­gönguáætlun er markmið viðhalds, auk þess að varðveita þau verðmæti sem bundin eru í vegakerfinu, að endurbæta þá vegi sem ekki uppfylla gildandi staðla um breidd, burðarþol og umferðaröryggi.
    Um 2.100 km af stofn- og tengivegum með bundnu slitlagi uppfylla ekki þá staðla sem nú er unnið eftir við byggingu nýrra vega. Stærsti hluti þessara vega er 6,5 m breiður en ætti samkvæmt núgildandi reglum að vera 8–9 m. Nokkur hluti vegakerfisins er 7,5 m breiður en ætti samkvæmt stöðlum að vera 9–10 m. Þegar gamall ­vegur er breikkaður er í mörgum tilfellum jafnframt nauðsynlegt að endurbæta burðarlag hans til þess að lengja um leið endingartíma þess. Eðlilegt er að leggja malbik í stað klæðingar á þá vegi þar sem umferð er mest. Við breikkun veganna þarf einnig að taka tillit til þess að auka umferðaröryggi með ýmsum öðrum aðgerðum, svo sem flatari fláum, uppsetningu vegriða og hreinsun á um­hverfi veganna.

Brýr og varnargarðar.
     Lýsing: Í verkefninu felst að viðhalda öllum brúm á þjóðvegum og varnargörðum sem byggðir hafa verið til að leiða vatn undir brýrnar.
     Umfang: Á þjóðvegum eru í notkun 1.206 brýr lengri en 4 m og er heildarlengd þeirra um 31 km. Af þessum brúm eru 722 einbreiðar og 484 með tveimur eða fleiri akreinum. Endurstofnverð brúa er um 66.800 millj. kr. en vegna þess að meðalaldur þeirra er um 37 ár er verðmæti þeirra metið á um 31.500 millj. kr. að teknu tilliti til afskrifta (verðlag 2009). Auk þess að viðhalda brúm er þessum fjárveitingalið ætlað að viðhalda varnargörðum við brýr.
    Ástand: Mikil þörf er fyrir endurnýjun á brúm á þjóðvegum bæði vegna aldurs og þess að margar þeirra uppfylla ekki þær kröfur sem gerðar eru í dag til umferðaröryggis, sérstaklega vegna breiddar og burðarþols. Viðhald varnargarða hefur verið vaxandi verkefni m.a. vegna þess að rennsli ­vatnsfalla frá jöklum er að aukast vegna bráðnunar þeirra og jafnframt eru farvegir jökulvatna að breytast.

Veg­göng.
     Lýsing: Verkefnið felst í rekstri, endurbótum og viðhaldi á jarð­göngum og vegskálum svo og vöktun, eftirliti og rekstri á öryggiskerfi og öðrum þeim þáttum er varða öryggi vegfarenda sem um þessi mannvirki fara.
    Umfang: Heildarlengd jarð­ganga er nú 37,6 km.
    Ástand: Ástand jarð­ganga á landinu er nokkuð mismunandi, búnaður er misumfangsmikill og þar af leiðandi er rekstur og viðhald einstakra ganga mjög breytilegur og getur jafnframt verið nokkuð breytilegur milli ára.
    Fjárþörf: Gerð er kostnaðaráætlun fyrir rekstur og viðhald hverra ganga. Eftir 2011 er áætluð árleg fjárþörf til reksturs þeirra og eðlilegs viðhalds 140–160 millj. kr. Samkvæmt reglugerð nr. 992/2007 um öryggiskröfur fyrir jarð­göng skal Vegagerðin hafa lokið endurbótum á jarð­göngum sem voru í notkun við gildistöku reglugerðarinnar eigi síðar en 30. apríl 2014. Áætlaður kostn­aður við þær endurbætur er um 800 millj. kr. og er ljóst að ekki verður unnt að standa við þær áætlanir nema til komi sérstakar fjárveitingar.

Viðhald vegmerkinga.
     Lýsing: Undir þennan lið fellur allur stofn-, viðhalds- og rekstrarkostn­aður við umferðarmerki og kantstikur svo og viðhalds- og rekstrarkostn­aður við veglýsingu, götuvita, yfirborðsmerkingar, vegrið og ristarhlið. Undir þennan lið falla einnig upplýsingaskilti, svo sem á áningarstöðum.
     Umfang: Á vegakerfinu eru um 50 þús. umferðarmerki, 290 þús. kantstikur, lengd vegriða er um 185 km og um 310 km vega eru lýstir upp með veglýsingu.
     Ástand: Nokkuð hefur áunnist í að bæta merkingar, þ.m.t. stikun og yfirborðsmerkingar, á undanförnum árum en nokkuð er í land til að viðunandi geti talist. Með bættum vegum, aukinni umferð, auknum hraða og settum markmiðum um bætt umferðaröryggi hafa kröfur aukist verulega. Yfirborðsmerkingar aukast á hverju ári með lengingu bundinna slitlaga og kröfur hafa aukist mjög um bætt umferðaröryggi, m.a. með auknum vegriðum á varasömum stöðum, svo og með betri sýnileika og endurskini vegmerkinga.

Samningar við ­sveitarfélög.
     Lýsing: Undir þennan lið fellur kostn­aður við minni háttar viðhald og rekstur, þ.m.t. vetrarþjónustu og lýsingu þeirra vega sem skráðir eru sem þjóðvegir samkvæmt vegaskrá og eru í þéttbýli. Almennt er miðað við að veghald sé með sambærilegu sniði og er á aðliggjandi vegakerfi, þ.e. með þeim hætti að gildandi öryggisstöðlum og reglugerðum sé fylgt, mannvirkjum sé haldið útlitslega og rekstrarlega í góðu ástandi og að viðhald safnist ekki upp til lengri tíma litið.
    Umfang: Samkvæmt vegalögum er um að ræða tæplega 100 km af heildarlengd þjóðvega. Umfang verkefna nær m.a. yfir rekstur og viðhald á u.þ.b. 790 þús. m 2 af slitlagi, 120 km af kantsteinum, 5.100 m 2 af hellulögnum, 97 km af veglýsingu, 260 umferðarljósum, 100 gang­brautum/hraðahindrunum, 415 þús. m 2 af grassvæðum og umferðareyjum, 4.300 umferðarmerkjum, 2.700 niðurföllum og brunnum, 120 km af regn­vatnslögnum svo og önnur minni háttar verkefni sem falla undir annan búnað sem tilheyrir viðkomandi vegum.
    Ástand: Ástand vega á hinum ýmsu þéttbýlissvæðum er nokkuð mismunandi og er tekin sérstök ákvörðun um öll stærri viðhaldsverkefni sem framkvæma þarf hverju sinni.

Viðhaldssvæði.
    Lýsing: Undir þennan lið fellur kostn­aður við umsjónar- og eftirlitsvinnu með vegamannvirkjum, hreinsun og umhirða vega, vegsvæðis, mannvirkja og búnaðar sem tengist veginum, þ.m.t. mælabúnaðar, vegræsa, ­göngu- og hjólreiðastíga, reiðvega og áningarstaða, svo og viðgerðir á minni háttar tilfallandi skemmdum á vegum og varnargörðum.
     Umfang: Um er að ræða framangreinda vinnu á stofnvegum, tengivegum og héraðsvegum. Á þeim eru m.a. um 500 mælitæki af mismunandi gerðum og um 500 km af vegræsum en endurnýja þarf að jafnaði um 15–20 km á ári miðað við um 30 ára líftíma.
     Ástand: Ástand vegræsa er víða orðið bágborið á eldri vegum og er gert ráð fyrir að á næstu árum þurfi að gera átak í endurnýjun þeirra.

Vetrarviðhald.
     Lýsing: Undir verkefnaflokkinn vetrarþjónustu fellur allur kostn­aður við framkvæmd, framkvæmdaeftirlit og verkstjórn við snjómokstur og hálkuvarnir, hreinsun á ís og krapa af vegi, úr vegrásum, ræsum og niðurföllum og frá umferðarmerkjum og öðrum mannvirkjum við vegi. Undir þennan lið fellur einnig kostn­aður við framleiðslu, efnis- og vörslukostnað á sandi til hálkuvarna, salti og pækli, viðhald og rekstur á margvíslegum tækjabúnaði, geymslum undir hálkuvarnarefni, snjóflóðanetum, snjógrindum og öðrum minni háttar snjóvarnarvirkjum.
    Umfang: Alls eru um 5.200 km af vegakerfinu mokaðir reglulega þar af eru um 3.500 km með þjónustu 6–7 daga vikunnar. Auk þess eru á annað þúsund km af vegum mokaðir samkvæmt helmingamokstursreglum. Á sviði vetrarþjónustunnar hafa verkefnin aukist hröðum skrefum. Frá árinu 1977 til ársins 2007 hefur vinnuumfang vetrarþjónustu Vegagerðarinnar u.þ.b. sjöfaldast á meðan kostn­aður og fjárveitingar hafa um tvöfaldast. Það þýðir að nýtingarhlutfall vinnuframlagsins hefur skilað sér betur til vegfarandans sem þessu nemur og verður það að teljast mjög góður árangur. Hann skýrist m.a. af betri vegum, bættum tækjakosti, endurbættri tækni og síðast og ekki síst öflugu starfsliði sem byggt hefur á þekkingu og reynslu til margra ára. Á næstu tíu árum má búast við að kröfur um snjó- og hálkulaust vegakerfi, sem opið er allan sólarhringinn, muni aukast hröðum skrefum og er gert ráð fyrir að umfang þessara verkefna muni rúmlega þrefaldast á þessu tímabili frá því sem nú er.
     Ástand: Undanfarin ár hafa auknar kröfur kallað á meiri þjónustu en fjárveitingar hafa ekki aukist í takt við þær ákvarðanir sem teknar hafa verið um bætta þjónustu.

Umferðaröryggi.
     Lýsing: Unnið er samkvæmt umferðaröryggisáætlun sam­gönguáætlunar. Mest áhersla er lögð á endurbætur á hættulegum stöðum á vegakerfinu en jafnframt er unnið að fyrirbyggjandi aðgerðum með vöktun vegakerfisins og fræðslu til vegfarenda.
     Umfang: Unnið er að endurbótum á slysastöðum og lagfæringum á um­hverfi vega með það að markmiði að fækka slysum og draga úr alvarleika þeirra eftir sérstakri framkvæmdaáætlun í samræmi við umferðaröryggisáætlun.Vegagerðin vinnur jafnframt að uppsetningu löggæslumyndavéla á vegakerfinu og annast rekstur myndavélakerfisins. Tilgangurinn með uppsetningu vélanna er að stemma stigu við hraðakstri í grennd við þekkta slysastaði. Einnig hafa verið gerðir samningar við embætti ríkislögreglustjóra um að það annist þau verkefni umferðaröryggisáætlunar sem snúa að umferðareftirliti. Jafnframt hefur verið samið við Umferðarstofu um að annast þau verkefni umferðaröryggisáætlunar sem tengjast áróðri og fræðslu. Miðað við þetta verður umferðaröryggisáætlun enn um sinn alfarið kostuð af fjárveitingum til Vegagerðarinnar.
     Ástand: Vegakerfið er byggt upp á löngum tíma eftir þeim stöðlum sem giltu hverju sinni. Hluti vegakerfisins er því byggður fyrir allt aðra umferð og annan umferðarhraða en nú er. Þess vegna er mjög víða þörf fyrir úrbætur bæði á einstökum stöðum þar sem slys eru tíð og einnig á um­hverfi veganna.

Vatnsskemmdir og ófyrirséð.
     Lýsing: Verkefnið er fólgið í lagfæringum á skemmdum sem verða á vegakerfinu vegna úrkomu, sjávarflóða og annarra ófyrirséðra atburða.
    Umfang: Umfang verkefnisins er mjög háð veðurfari en nauðsynlegt er að hafa jafnan til ráðstöfunar fjármagn til að unnt sé að ráðast án fyrirvara í aðgerðir til að tryggja öryggi vegfarenda.
     Ástand: Víða um land er vegakerfið viðkvæmt fyrir flóðum í ­vatnsföllum og fyrir sjávarrofi. Aukin bráðnun jökla með hækkandi hitastigi hefur gert það að verkum að meira reynir á rofvarnir sem verja eiga vegi og önnur mannvirki. Auk þess eru síauknar kröfur um að vegakerfið sé alltaf opið sem gera það að verkum að nauðsynlegt er að hafa til ráðstöfunar fjármagn til að geta brugðist við slíkum áföllum án fyrirvara.

Viðhald girðinga.
     Lýsing: Verkefnið er fólgið í þátttöku í greiðslu kostnaðar við viðhald núverandi girðinga með stofn- og tengivegum og svæðum þar sem lausaganga búfjár hefur verið bönnuð og Vegagerðin hefur tekið að sér umsjón girðinga samkvæmt heimildarákvæði í vegalögum.
     Umfang: Lengd stofn- og tengivega er um 7.800 km. Meðalfjöldi búfjárslysa á hverju ári hefur verið um 200 og er því mikil þörf á að vinna að lokun vegsvæða fyrir búfé víða um land.     
    Ástand:
Ástand girðinga meðfram stofn- og tengivegum er víða slæmt og með breyttri búsetu og nýtingu lands eykst þörfin fyrir að Vegagerðin taki að sér uppsetningu og viðhald girðinga.

Frágangur gamalla efnisnáma.
    Lýsing: Frágangur efnisnáma er lagaskylda skv. 49. gr. laga um náttúruvernd, nr. 44/1999, með síðari breytingum. Þar segir m.a. að efnistökusvæði skuli ekki standa ónotað og ófrágengið lengur en í þrjú ár. Í lögunum er einnig ákvæði til bráðabirgða sem kveður á um frágang eldri efnistökusvæða. Hér er um að ræða ófrágengnar námur sem voru í notkun á undanförnum áratugum og efnistöku er lokið. Á árinu 2004 gaf Vegagerðin út langtímaáætlun um námufrágang og var í fram­haldi af því ákveðið að það yrði eitt af átaksverkefnum Vegagerðarinnar. Í langtímaáætluninni kemur fram að Vegagerðin stefni að því að ljúka við frágang á eldri efnisnámum sem stofnunin ber ábyrgð á. Gert var ráð fyrir að verkið yrði unnið á 15 árum frá 2004 til 2018.
    Umfang: Í áætlun um námufrágang kemur fram að um er að ræða um 900 námur og gert ráð fyrir að ganga frá um 60 námum á ári.
    Ástand: Þar sem ekki voru sérstakar fjárveitingar til verkefnisins í vegáætlun fyrr en árið 2007 hefur það sóst hægar en til stóð og til þess að standa við áætlunina er þörf aukins fjármagns á hverju ári.

Minjar og saga.
     Lýsing: Verkefnið er fólgið í því að varðveita gamla muni, búnað, tæki, mannvirki og sögu vegagerðar í landinu.
    Umfang: Ýmsar minjar um vegagerð og vegamannvirki eru til í landinu sem ástæða er til að endurgera í upprunalegt horf og varðveita. Auk þess þarf að varðveita þær minjar sem þegar hafa verið endurgerðar. Ritun sögu Vegagerðarinnar er rétt hafin og óskráð er saga eða upplýsingar um einstök mannvirki, vegi og hluti tengda vegagerð. Í einhverjum tilvikum getur verið hagkvæmt að styrkja aðila til varðveislu og sýninga á tækjum og búnaði til vegagerðar.
    Ástand: Ritun sögu vegagerðar hófst á árinu 2008 og verður haldið áfram næstu árin. Á undanförnum árum hafa ýmsar minjar og vegamannvirki verið endurgerð og hluti minjanna verið til sýnis á Sam­göngusafni Íslands að Skógum undir Eyjafjöllum.

5.1.4 Stofnkostn­aður (6.10).
    Útgjöldum er skipt í færri liði en áður. Stofnvegakerfi og tengivegir eru nú einn liður. Að öðru leyti er útgjöldum skipt eftir vegflokkum samkvæmt gildandi vegalögum. Lengd vega eftir vegflokkum er eftirfarandi:

Tafla 8. Lengd vega eftir vegflokkum og svæðum Vegagerðarinnar.
Þjóðvegir 1.12.2009 (km)
Stofnvegir alls Stofnvegir
um hálendi
Tengivegir Héraðsvegir Landsvegir Samtals
Suðursvæði 1.067 289 697 856 621 3.530
Suð­vestursvæði 161 106 63 330
Norð­vestursvæði 1.805 120 1.312 1.316 418 4.971
Norð­austursvæði 1.391 96 835 867 868 4.057
Alls 4.424 505 2.950 3.102 1.907 12.888

Stofn- og tengivegakerfi.
    Til stofn­vega­kerfisins teljast allir stofnvegir. Þeir skiptast í tvennt, stofnvegi, sem eru 4.424 km og stofnvegi á hálendi, 505 km, eða samtals um 4.929 km. Lengd tengivega er samtals 2.950 km.
    Fjárveiting til stofn­vega­kerfis og tengivega er nú einn liður. Undirliðir á framkvæmdaáætlun vegagerðar eru nú eins fáir og unnt er. Er það gert í því skyni að auka gagnsæi áætlunarinnar og auðvelda að sjá á einfaldan hátt fjárveitingar til einstakra vegaframkvæmda.
    Handbært fé til þessa liðar verður 5.444 millj. kr. árið 2012, 4.470 millj. kr. 2013 og 4.070 millj. kr. árið 2014.

Héraðsvegir.
    Héraðsvegir nú svara að mestu til safnvega áður, samkvæmt nýjum vegalögum. Lagt er til að fjárveiting verði 80 millj. kr. árin 2012–2014.

Landsvegir utan stofn­vega­kerfis.
    Landsvegir eru vegir yfir fjöll og heiðar og aflagðir byggðavegir á eyðilendum. Á vegum þessum skal yfirleitt einungis gera ráð fyrir árstímabundinni umferð og minna eftirliti og minni þjónustu en á öðrum vegum. Lagt er til að fjárveiting verði 100 millj. kr. á ári 2012– 2014.

Styrkir til sam­gönguleiða.
    Heimilt er að styrkja tilteknar sam­gönguleiðir sem ekki falla undir skilgreiningar þjóðvega. Lagt er til að fjárveiting verði 50 millj. kr. á ári 2012–2014.

Reiðvegir.
    Lagt er til að fjárveiting verði 60 millj. kr. árið 2012 og 2013 og 50 millj. kr. árið 2014.

Girðingar.
    Eins og fram kom í umfjöllun um viðhald girðinga er, með tilliti til umferðaröryggis, mikil þörf á að loka vegsvæðum betur en nú er gert og þyrfti að auka fjármagn til þessa liðar verulega. Lagt er til að fjárveiting verði á bilinu 50–60 millj. kr. á ári 2012–2014.

5.2 Sundurliðun einstakra gjaldaliða.
    Hér að framan er gerð tillaga um skiptingu fjárveitinga til einstakra verkefna. Vísað er til langtímaáætlunar sam­gönguáætlunar 2011–2022 varðandi lýsingu á einstökum verkefnum á sviði framkvæmda á stofn- og tengivegum.

6. ALMENN SAMGÖNGUVERKEFNI
    Á árunum 2011–2014 verða unnin rannsóknar-, úttektar- og stefnumótunarverkefni sem falla undir fimm meginmarkmið sam­gönguáætlunar. Verkefnin eru tilgreind í stefnumiðum og áherslum stefnumótandi sam­gönguáætlunar fyrir árin 2011–2022. Nánari upplýsingar um bakgrunn hvers verkefnis er að finna í stefnumótunarkafla greinargerðar með tillögu að sam­gönguáætlun 2011–2022.
    Vinnsla verkefnanna er liður í því að framfylgja sam­gönguáætlun 2011–2022. Vinnu- og fjárframlög í rannsóknar-, úttektar- og stefnumótunarverkefni koma frá sam­göngustofnunum og samstarfsaðilum í samræmi við ábyrgð og hlutverk í hverju verkefni samkvæmt nánara samkomulagi þeirra á milli.