Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 361. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 540  —  361. mál.

2. umræða.


Nefndarálitum frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 6/2001, um skráningu og mat fasteigna, með síðari breytingum (gjaldtökuheimild).

Frá meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Bryndísi Helgadóttur frá innanríkisráðuneyti og Margréti Hauksdóttur frá Þjóðskrá Íslands.
    Með frumvarpinu er lögð til breyting á 24. gr. laga um skráningu og mat fasteigna sem lýtur að því að fella brott ákvæði um að í gjaldskrá sé kveðið á um gjald vegna vélrænna fyrirspurna úr þinglýsingarbók. Í staðinn verði kveðið á um það í lögunum að gjald fyrir vélrænar fyrirspurnir úr þinglýsingarbók verði 850 kr. sem renni óskipt til Þjóðskrár Íslands. Gert er ráð fyrir því að tekjuaukanum sem myndast vegna þessa verði varið til að vinna að þróun og rekstri starfs- og upplýsingakerfa sýslumannsembætta sem Þjóðskrá Íslands sér um.
    Meiri hlutinn mælist til þess að vinnu við breytingar á lögum þar sem mælt er fyrir um markaðar ríkistekjur stofnana verði flýtt sem kostur er þannig að jafnræði ríki með stofnunum ríkisins og ákvörðun um fjárheimildir þeirra verði teknar á Alþingi við afgreiðslu fjárlaga.
    Skúli Helgason skrifar undir álitið með fyrirvara þar sem hann telur að hækkun gjaldsins hefði átt að vera í samræmi við hækkun vísitölu neysluverðs.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 13. desember 2011.Björgvin G. Sigurðsson,


form., frsm.


Skúli Helgason,


með fyrirvara.


Þráinn Bertelsson.Oddný Harðardóttir.


Lilja Rafney Magnúsdóttir.