Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill málsins.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 561  —  400. mál.




Fyrirspurn


til fjármálaráðherra um álögur á lífeyrissjóði.

Frá Pétri H. Blöndal.


     1.      Hvaða álögur eru lagðar á lífeyrissjóði með lögum og hvaða álögur er fyrirhugað að leggja á lífeyrissjóði samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2012 (til dæmis greiðslur til Fjármálaeftirlitsins, umboðsmanns skuldara, Endurhæfingarsjóðs og greiðslur í tengslum við vaxtaniðurgreiðslu)? Óskað er upplýsinga um mismunandi tegundir álaga, á hvaða stofn þær leggjast og hver er tilgangur álagningar.
     2.      Hver hefur verið fjárhæð þessara álaga frá 2007 til og með 2010? Hver er áætluð fjárhæð 2011 og 2012? Hvernig skiptast þær á lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og sveitarfélaga annars vegar (sjóði með opinberri ábyrgð eða sjálfvirkt hækkandi iðgjaldi opinbers launagreiðanda) og aðra lífeyrissjóði hins vegar (án ábyrgðar launagreiðanda)?
     3.      Hver er staða lífeyrissjóða í þessum tveimur framangreindu flokkum? Hvað vantar mikið upp að eignir samtals standi undir skuldbindingum samtals í hvorum flokki? Hvernig munu opinberu sjóðirnir bregðast við því og hvernig gætu almennu sjóðirnir brugðist við?
     4.      Hefur verið lagt mat á getu einstakra lífeyrissjóða til að standa undir þessum álögum og hvort þessar álögur muni valda aukinni skerðingu lífeyris þeirra?


Skriflegt svar óskast.