Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 324. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 566  —  324. mál.
Svarinnanríkisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur um Héðinsfjarðargöng.


     1.      Hvenær voru Héðinsfjarðargöng greidd að fullu?
    
Síðustu greiðslur til verktaka vegna byggingar Héðinsfjarðarganga voru í september 2011. Frá því að göngin voru tekin í notkun fyrir rúmu ári hefur verið unnið að ýmsum frágangsverkum utan húss og við rafbúnað og fleira inni í göngunum.

     2.      Voru allar greiðslur til verktaka uppfærðar til núgildandi verðlags eins og greiðsluáætlunin? Óskað er eftir sundurliðuðu greiðsluyfirliti eftir árum frá upphafi til lokagreiðslu.

    Í upphaflegum samningi voru ákvæði um verðbætur eins og í öllum öðrum verksamningum sem ná til meira en eins árs. Miðað var við breytingar á byggingarvísitölu. Reikningar voru uppfærðir miðað við þróun vísitölunnar eins og í öðrum verkum.
    Meðfylgjandi er tafla með sundurliðuðu greiðsluyfirliti eftir árum, eins og óskað var eftir. Greiðslunum er skipt niður á nokkra liði sem skýra sig sjálfir í töflunni. Einnig er til samanburðar birt kostnaðaráætlun fyrir heildarverkið fyrir upphaf framkvæmda og einnig er sú áætlun færð fram til meðalvísitölu (byggingarvístölu) 2011 til samanburðar við raunverulegan kostnað. Fram kemur að raunkostnaður varð um 19% hærri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Þar munar mestu um eftirtalin atriði:
          Mikið rennsli vatns krafðist umfangsmikillar og kostnaðarsamrar bergþéttingar, auk þess að tefja framgang verksins.
          Mikið af búnaði og öðrum aðföngum til verksins, ekki síst allan rafbúnað, þurfti að kaupa erlendis frá á síðari hluta framkvæmdatímans. Vegna mikilla hækkana á gengi erlendra gjaldmiðla í kjölfar efnahagshrunsins hlaust af þessu umtalsverður viðbótarkostnaður.
          Nýjar, evrópskar kröfur um öryggi í jarðgöngum komu fram eftir að jarðgöngin voru boðin út. Því fylgdi umtalsverður aukakostnaður, bæði í samningi við verktaka og kaupum á búnaði sem uppfyllti nýja öryggisstaðla.
          Mikil hækkun varð á byggingarvísitölu á verktímanum og því fylgdu miklar verðbætur sem greiða þurfti samkvæmt samningum.

Héðinsfjarðargöng.

2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2005–2011
m.kr. m.kr. m.kr. m.kr. m.kr. m.kr. m.kr. m.kr.
Stjórnun, undirbúningur     hönnun, umsjón, eftirlit 22 ,1 105,8 197,8 214,7 169,4 218,7 77,2 1.005,7
Efni sem verkkaupi leggur til * 16,3 10,0 10,3 6,6 39,3 274,2 28,5 385,2
Aðrir verktakar ** 15,2 29,9 37,1 9,1 13,9 71,2 77,8 176,4
Bætur, rannsóknir,     viðbragðsáætlun 0 ,0 0,8 4,9 2,6 10,0 36,9 1,5 56,7
Aðalverktaki
    samkvæmt samningi 0 ,0 782,5 1.788,4 1.879,2 915,3 1.218,3 25,0 6.608,7
    aukaverk 0 ,0 0,0 5,8 33,8 53,3 256,4 0,7 350,0
    aukakostnaður vegna      vatnsaga 0 ,0 0,0 0,0 473,9 75,0 61,5 610,4
    aukakostnaður vegna gengis 0 ,0 0,0 0,0 0,0 505,5 247,1 752,6
    aukakostnaður vegna      breytinga á stöðlum 0 ,0 0,0 0,0 0,0 0,0 290,0 14,4 304,4
    verðbætur 0 ,0 44,8 210,5 776,8 425,6 475,4 61,1 1.994,2
Samtals kostnaður 53,6 973,8 2.254,8 3.396,7 2.207,3 3.149,7 286,2 12.322,1
    kostnaður á meðalverðlagi      2011 91 ,8 1.547,1 3.266,3 4.300,9 2.426,4 3.269,6 286,2 15.188,5
    meðalvísitala hvers árs (byggingarvísitala) 313 ,4 338,0 370,7 424,1 488,5 517,3 537,0
    Kostnaðaráætlun á bvt 316,7 7.500
    Kostnaðaráætlun á meðalvísitölu 2011 (bvt 537,0) 12.717
    Kostnaður / áætlun 1,19
*    M.a. asfalt, umferðarmerki, myndavélar, öryggisbúnaður.
**    M.a. vinna í Héðinsfirði, vegir utan ganga, veglýsing, yfirborðsmerkingar .