Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 370. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 572  —  370. mál.

2. umræða.


Breytingartillagavið frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 99/1999, með síðari breytingum.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (HHj, LRM, MSch, SkH, BVG).


    Við 1. gr.
     a.      1. efnismgr. orðist svo:
                      Eftirtaldir eftirlitsskyldir aðilar skulu greiða eftirlitsgjald af álagningarstofni í þeim hlutföllum og stærðum sem hér segir:
              1.      Viðskiptabankar, sparisjóðir, lánafyrirtæki, greiðslustofnanir og rafeyrisfyrirtæki skulu greiða eftirfarandi hlutföll af eignum samtals, þó eigi lægri fjárhæð en 1.000.000 kr.:
                          a.      Viðskiptabankar 0,0338%.
                          b.      Sparisjóðir, lánafyrirtæki, greiðslustofnanir og rafeyrisfyrirtæki 0,0303%.
              2.      Vátryggingafélög skulu greiða 0,356% af bókfærðum iðgjöldum, þó eigi lægri fjárhæð en 1.000.000 kr.
              3.      Félög eða einstaklingar sem stunda vátryggingamiðlun skulu greiða 0,192% af þeim iðgjöldum sem miðlað hefur verið á næstliðnu ári, þó eigi lægri fjárhæð en 450.000 kr.
              4.      Verðbréfafyrirtæki skulu greiða 0,41% af eignum samtals, þó aldrei lægri fjárhæð en 1.000.000 kr.
              5.      Verðbréfamiðlanir skulu greiða 0,41% af eignum samtals, þó aldrei lægri fjárhæð en 600.000 kr.
              6.      Rekstrarfélög verðbréfasjóða skulu greiða 0,033% af eignum rekstrarfélags og verðbréfa- og fjárfestingarsjóða í rekstri þess samtals, þó aldrei lægri fjárhæð en 1.000.000 kr. Þá skulu fagfjárfestasjóðir í rekstri rekstrarfélags eða annars aðila greiða 0,025% af hreinni eign viðkomandi sjóðs, þó aldrei lægri fjárhæð en 300.000 kr.
              7.      Verðbréfamiðstöðvar skulu greiða 0,7% af rekstrartekjum, þó eigi lægri fjárhæð en 600.000 kr.
              8.      Kauphallir skulu greiða 0,81% af rekstrartekjum, þó aldrei lægri fjárhæð en 600.000 kr.
              9.      Lífeyrissjóðir skulu samtals greiða 0,011% af hreinni eign til greiðslu lífeyris. Greiða skal eftirlitsgjaldið sem 1.140.000 kr. fastagjald vegna þeirra lífeyrissjóða er höfðu hreina eign til greiðslu lífeyris undir einum milljarði króna, 1.720.000 kr. vegna þeirra lífeyrissjóða er höfðu hreina eign til greiðslu lífeyris frá einum til og með tíu milljarða króna, 3.000.000 kr. vegna þeirra lífeyrissjóða er höfðu hreina eign til greiðslu lífeyris frá tíu milljörðum til og með tuttugu og fimm milljarða króna, 5.580.000 kr. vegna þeirra lífeyrissjóða er höfðu hreina eign til greiðslu lífeyris frá tuttugu og fimm milljörðum til og með eitt hundrað milljarða króna og 6.470.000 kr. vegna þeirra lífeyrissjóða er höfðu hreina eign til greiðslu lífeyris þar yfir. Það sem þá er ógreitt af eftirlitsgjaldi skv. 1. málsl. greiðist í hlutfalli við hreina eign til greiðslu lífeyris.
              10.      Innlánsdeildir samvinnufélaga skulu greiða fastagjald sem nemur 450.000 kr.
              11.      Íbúðalánasjóður skal greiða 0,0043% af eignum samtals, þó eigi lægri fjárhæð en 1.000.000 kr.
              12.      Lánasjóður sveitarfélaga ohf. skal greiða 0,0092% af eignum samtals, þó eigi lægri fjárhæð en 600.000 kr.
              13.      Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta og öryggissjóðir samkvæmt lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 98/1999, skulu greiða fastagjald sem nemur 500.000 kr.
              14.      Aðilar með innheimtuleyfi samkvæmt innheimtulögum, nr. 95/2008, skulu greiða fastagjald sem nemur 700.000 kr.
     b.      6. efnismgr. orðist svo:
                      Útgefendur hlutabréfa, sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði og markaðstorgi fjármálagerninga hér á landi, skulu greiða fastagjald tengt fjárhæð markaðsvirðis útgefinna hlutabréfa sinna. Greiða skal 370.000 kr. fastagjald vegna hlutabréfa að markaðsvirði undir fimm milljörðum króna, 1.000.000 kr. vegna hlutabréfa að markaðsvirði frá fimm til og með tuttugu og fimm milljarða króna, 3.000.000 kr. vegna hlutabréfa að markaðsvirði frá tuttugu og fimm til og með eitt hundrað milljarða króna, 5.500.000 kr. vegna hlutabréfa að markaðsvirði frá eitt hundrað til og með fimm hundruð milljarða króna og 7.850.000 kr. vegna hlutabréfa með markaðsvirði yfir fimm hundruð milljörðum króna.
     c.      7. efnismgr. orðist svo:
                      Útgefendur skuldabréfa, sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði og markaðstorgi fjármálagerninga hér á landi, skulu greiða fastagjald tengt fjárhæð markaðsvirðis útgefinna skuldabréfa sinna. Greiða skal 120.000 kr. fastagjald vegna skuldabréfa að markaðsvirði undir einum milljarði króna, 190.000 kr. vegna skuldabréfa að markaðsvirði frá einum til og með fimm milljarða króna, 440.000 kr. vegna skuldabréfa að markaðsvirði frá fimm til og með tíu milljarða króna, 750.000 kr. vegna skuldabréfa að markaðsvirði frá tíu til og með fimmtíu milljarða króna, 1.060.000 kr. vegna skuldabréfa að markaðsvirði frá fimmtíu til og með tvö hundruð milljarða króna og 1.250.000 kr. vegna skuldabréfa að markaðsvirði yfir tvö hundruð milljörðum króna.