Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 195. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 591  —  195. mál.

3. umræða.


Nefndarálit með breytingartillögu



um frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum (aðgerðir í skattamálum, verðlagsbreytingar o.fl.).

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Maríönnu Jónasdóttur frá fjármálaráðuneytinu.
    Lögð er til breyting á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Felst hún í því að tekjur af leigu aflaheimilda til frístundaveiða, sbr. 5. mgr. 6. gr., og síldveiða og veiða á skötusel, sbr. ákvæði til bráðabirgða VIII., verði á árinu 2012 ekki nema að litlu leyti ráðstafað til rannsóknasjóðs til að auka verðmæti sjávarfangs heldur renni þær að megninu til í ríkissjóð.
    Sjóðurinn hefði að óbreyttum lögum fengið ráðstafað til sín um 190 millj. kr. á næsta ári en nú er gert ráð fyrir að hann fái 30 millj. kr.
    Meiri hlutinn leggur til eina smávægilega breytingu á 22. gr. frumvarpsins eins og það er eftir 2. umræðu en henni er ætlað að skerpa á þeim tilgangi ákvæðisins að koma í veg fyrir að hækkun kílómetragjaldsins verði innheimt af akstri sem á sér stað áður en sú hækkun tekur gildi um næstu áramót.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:

     1.      Við 22. gr.
                  a.      Í stað orðanna „lok fyrrgreinds álestrartímabils“ í 1. efnismgr. komi: 1. janúar 2012.
                  b.      Í stað orðanna „fjölda gjaldskyldra daga fyrir gildistöku þessa ákvæðis og fjölda gjaldskyldra daga eftir gildistöku þessa ákvæðis“ í 2. efnismgr. komi: fjölda gjaldskyldra daga fyrir 1. janúar 2012 og fjölda gjaldskyldra daga eftir 1. janúar 2012.
     2.      Á eftir XVI. kafla komi nýr kafli, XVII. kafli, Breyting á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, með einni nýrri grein, 37. gr., svohljóðandi:
                      Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                      Lokamálsliður 5. mgr. 6. gr., 2. mgr. 23. gr. a og 4. mgr. ákvæðis til bráðabirgða VIII skulu ekki gilda á árinu 2012. Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. skal rannsóknasjóður til að auka verðmæti sjávarfangs fá 30 millj. kr. framlag til ráðstöfunar á árinu 2012 af tekjum vegna aflaheimilda skv. 5. mgr. 6. gr. og 4. mgr. ákvæðis til bráðabirgða VIII.
     3.      E-liður 39. gr. orðist svo: 15.–21., 27., 29. og 34.–39. gr. öðlast gildi 1. janúar 2012.

Alþingi, 16. desember 2011.



Helgi Hjörvar,


form., frsm.


Þráinn Bertelsson.


Lilja Rafney Magnúsdóttir.



Skúli Helgason.


Logi Már Einarsson.