Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 413. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
2. uppprentun.

Þingskjal 648  —  413. mál.
Leiðrétting.
Fyrirspurntil efnahags- og viðskiptaráðherra um fjárhæð lána heimila
vegna íbúðarhúsnæðis í eigu banka og lífeyrissjóða.

Frá Kristjáni Þór Júlíussyni.


     1.      Hver er fjárhæð lána heimila, ekki lögaðila, vegna íbúðarhúsnæðis í eigu banka og lífeyrissjóða greint eftir árum frá árinu 2007 til dagsins í dag og sundurliðað í verðtryggð, óverðtryggð og gengisbundin lán?
     2.      Hver er fjárhæð áfallinna a) vaxta, b) verðbóta á húsnæðislán, sundurliðað með sama hætti og í 1. tölul.?
     3.      Hver er fjöldi heimila með íbúðaskuldir á bilinu: 0–5, 5–10, 10–20, 20–30, 30–40, 40–50, 50–60, 60–70, 70–80, 80–90, 90–100 millj. kr.?

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     4.      Hvert er hlutfall íbúðalánanna af fasteignamati heimilanna: 0–10, 11–20, 21–30, 31–40, 41–50, 51–60, 61–70, 71–80, 81–90, 91–100 og meira en 100%?


Skriflegt svar óskast.