Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 423. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 662  —  423. mál.
Fyrirspurntil efnahags- og viðskiptaráðherra um gögn um endurútreikning lána.

Frá Gunnari Braga Sveinssyni.


    Getur banki eða önnur lánastofnun sem endurreiknað hefur lán, t.d. ólöglegt gengislán, neitað að afhenda viðskiptavini gögn sem sýna hvernig útreikningurinn var gerður? Ef svo er, hvaða gögn má viðskiptamaður fá afhent og hver ekki?


Skriflegt svar óskast.