Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 459. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 703  —  459. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um tekjuskatt, fjármagnstekjuskatt, auðlegðarskatt,
tekjuhluta, tekjuskattsstofn og bætur og tilfærslur.

Frá Tryggva Þór Herbertssyni.

     1.      Hve margir einstaklingar greiddu tekjuskatt árin 1995, 2000, 2005, 2006, 2007, 2008, 2009 og 2010? Hvað greiddu margir einstaklingar nettótekjuskatt sömu ár (tekjuskatt að frádregnum öllum bótum og tilfærslum frá hinu opinbera)? Hvað borguðu þessir einstaklingar í tekjuskatta samtals sömu ár? Hvað borguðu a) 1%, 5% og 10% þeirra tekjuhæstu, b) 10% og 20% þeirra tekjulægstu hátt hlutfall af nettóheildartekjuskatti sömu ár (tekjuskattur að frádregnum bótum og tilfærslum)?
     2.      Hve margir einstaklingar greiddu fjármagnstekjuskatt fyrrgreind ár? Hvað borguðu þessir einstaklingar í fjármagnstekjuskatta samtals sömu ár? Hvað borguðu a) 1%, 5% og 10% þeirra tekjuhæstu, b) 10% og 20% þeirra tekjulægstu hátt hlutfall af nettóheildartekjuskatti + fjármagnstekjuskatti sömu ár (tekjuskattur að frádregnum bótum og tilfærslum)?
     3.      Hve margir einstaklingar greiddu auðlegðarskatt/eignarskatt fyrrgreind ár? Hvað borguðu þessir einstaklingar í auðlegðarskatt/eignarskatt samtals sömu ár (aldursdreifing þeirra sem borguðu auðlegðarskatt/eignarskatt árið 2010 á fimm ára bilum (tíðnitöflu))? Hvað borguðu a) 1%, 5% og 10% þeirra tekjuhæstu, b) 10% og 20% þeirra tekjulægstu hátt hlutfall af nettóheildartekjuskatti + fjármagnstekjuskatti + auðlegðarskatti/eignarskatti sömu ár (tekjuskattur að frádregnum bótum og tilfærslum)?
     4.      Hvað borguðu 80%, 70%, 60%, 50%, 40%, 30%, 20%, 10% og 1% (tekjuhærri hluti) þeirra sem borguðu nettótekjuskatt í skatta fyrrgreind ár?
     5.      Hver var heildartekjuskattsstofn samtals fyrrgreind ár? Hver var heildartekjuskattsstofn 1%, 5%, 10%, 20%, 30%, 40%, 50%, 60%, 70%, 80% og 90% þeirra tekjuhæstu samtals sömu ár?
     6.      Hverjar voru greiddar heildarbætur og tilfærslur fyrrgreind ár? Hverjar voru greiddar heildarbætur og tilfærslur til þeirra 1%, 5%, 10%, 20%, 30%, 40%, 50%, 60%, 70%, 80% og 90% sem mest fengu sömu ár?


Skriflegt svar óskast.