Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 356. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 704 — 356. mál.
Fyrirspurnin hljóðar svo:
1. Hvaða formlegu ráðherranefndir eru starfandi? Hefur skipun þeirra verið borin upp í ríkisstjórn til samþykktar?
2. Eru starfandi óformlegar ráðherranefndir sem voru svo harðlega gagnrýndar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis? Ef svo er, hverjar eru þær?
Eftirfarandi ráðherranefndir eru nú starfandi í samræmi við samþykktir ríkisstjórnarinnar:
– ráðherranefnd um Evrópumál,
– ráðherranefnd um jafnréttismál,
– ráðherranefnd um efnahagsmál,
– ráðherranefnd um ríkisfjármál,
– ráðherranefnd um atvinnumál,
– ráðherranefnd um endurskoðun frumvarps til laga um stjórn fiskveiða,
– ráðherranefnd um stjórnkerfisumbætur.
Um ráðherranefndir er fjallað í 9. og 10. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, og er þar m.a. kveðið á um formlega umgjörð þeirra. Ólögmætt er að stofna til ráðherranefnda, í skilningi laganna, sem ekki lúta þeim formkröfum sem þar eru gerðar. Í samræmi við það hafa engar slíkar ráðherranefndir verið stofnaðar.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 704 — 356. mál.
Svar
forsætisráðherra við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar um ráðherranefndir.
Fyrirspurnin hljóðar svo:
1. Hvaða formlegu ráðherranefndir eru starfandi? Hefur skipun þeirra verið borin upp í ríkisstjórn til samþykktar?
2. Eru starfandi óformlegar ráðherranefndir sem voru svo harðlega gagnrýndar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis? Ef svo er, hverjar eru þær?
Eftirfarandi ráðherranefndir eru nú starfandi í samræmi við samþykktir ríkisstjórnarinnar:
– ráðherranefnd um Evrópumál,
– ráðherranefnd um jafnréttismál,
– ráðherranefnd um efnahagsmál,
– ráðherranefnd um ríkisfjármál,
– ráðherranefnd um atvinnumál,
– ráðherranefnd um endurskoðun frumvarps til laga um stjórn fiskveiða,
– ráðherranefnd um stjórnkerfisumbætur.
Um ráðherranefndir er fjallað í 9. og 10. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, og er þar m.a. kveðið á um formlega umgjörð þeirra. Ólögmætt er að stofna til ráðherranefnda, í skilningi laganna, sem ekki lúta þeim formkröfum sem þar eru gerðar. Í samræmi við það hafa engar slíkar ráðherranefndir verið stofnaðar.