Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 410. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 723  —  410. mál.
Svarvelferðarráðherra við fyrirspurn Kristjáns Þórs Júlíussonar um fjárhæð
lána heimila vegna íbúðarhúsnæðis í eigu Íbúðalánasjóðs.


     1.      Hver er fjárhæð lána heimila, ekki lögaðila, vegna íbúðarhúsnæðis í eigu Íbúðalánasjóðs greint eftir árum frá árinu 2007 til dagsins í dag og sundurliðað í verðtryggð, óverðtryggð og gengisbundin lán?
    Fjárhæð lána Íbúðalánasjóðs til heimila námu í árslok 2011 tæpum 600 milljörðum kr. Hefur sú fjárhæð hækkað úr rétt tæpum 380 milljörðum kr. frá árslokum 2007. Mest er hækkunin milli ára í upphafi tímabils og dregur mjög úr henni eftir því sem á líður umrætt tímabil. Í töflu 1 gefur að líta uppreiknaðar eftirstöðvar útlána til einstaklinga í árslok hvers árs og í töflu 2 eru útlán til einstaklinga greind eftir nafnverðseftirstöðvum og ógreiddum verðbótum.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.     2.      Hver er fjárhæð áfallinna a) vaxta, b) verðbóta á húsnæðislán, sundurliðað með sama hætti og í 1. tölul.?

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.