Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 475. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 726  —  475. mál.
Fyrirspurntil efnahags- og viðskiptaráðherra um niðurfellingar af íbúðalánum.

Frá Kristjáni Þór Júlíussyni.


     1.      Hversu háar fjárhæðir hafa bankar og lífeyrissjóðir fellt niður af íbúðalánum heimilanna og hversu margir einstaklingar eiga í hlut?
     2.      Hversu há fjárhæð stafar af leiðréttingu gengistryggðra lána í samræmi við dóm Hæstaréttar?


Skriflegt svar óskast.