Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 114. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 729  —  114. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 8/1996, um löggildingu nokkurra starfsheita
sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum, með síðari breytingum
(EES-mál, innleiðing á tilskipun ESB um viðurkenningu
á réttindum og prófskírteinum).

(Eftir 2. umræðu, 26. janúar.)


1. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
     a.      1. mgr. orðast svo:
                       Ráðherra skal staðfesta leyfi til að bera starfsheiti sem lög þessi taka til samkvæmt umsókn ríkisborgara frá ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins ef viðkomandi leggur fram vottorð frá ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins sem uppfyllir skilyrði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, sem og viðauka við hana eins og þeir eru á hverjum tíma. Ríkisborgarar aðildarríkja stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og Færeyingar njóta sama réttar.
     b.      Orðin „1. tölul.“ í 2. mgr. falla brott.

2. gr.

     9. gr. laganna orðast svo:
    Lög þessi fela í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/36/EB frá 7. september 2005 um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, eins og hún var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 142/2007, sem birt var 10. apríl 2008 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 19/2008.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.