Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 221. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 731  —  221. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga



við frumvarp til laga um breytingu á lögum um breytingu á ýmsum lögum vegna fullgildingar Árósasamningsins, nr. 131/2011.

Frá Guðfríði Lilju Grétarsdóttur.


     1.      Í stað 1. gr. komi tvær nýjar greinar er orðist svo ásamt fyrirsögnum:
                  a.      (1. gr.)

Breyting á lögum nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, með síðari breytingum.

                      Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. málsl. 1. mgr. 4. gr., 1. málsl. 1. mgr. 6. gr., 1. málsl. 19. gr., 1. málsl. 28. gr., fyrra sinni í 1. málsl. 1. mgr. 29. gr. og 2. málsl. 1. mgr. 34. gr. laganna kemur (í viðeigandi beygingarmynd): Orkustofnun.
                  b.      (2. gr.)

Breyting á lögum nr. 73/1990, um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, með síðari breytingum.

                      Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. mgr. 2. gr. og 1. og 2. mgr. 3. gr. laganna kemur (í viðeigandi beygingarmynd): Orkustofnun.
     2.      Fyrirsögn frumvarpsins verði: Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, og lögum nr. 73/1990, um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins.