Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 480. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 735  —  480. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um forstöðumenn ríkisstofnana sem fara umfram heimildir
í fjárlögum.

Frá Sigmundi Erni Rúnarssyni.


     1.      Hversu margir forstöðumenn ríkisstofnana hafa frá 1995 ítrekað farið umfram heimildir í fjárlögum og þar af leiðandi:
                  a.      verið áminntir í starfi,
                  b.      fengið tilsjónarmenn með rekstri, og
                  c.      verið vikið úr starfi?
     2.      Túlkar fjármálaráðuneytið það sem lögbrot að reka ríkisstofnun ítrekað umfram heimildir í fjárlögum?


Skriflegt svar óskast.