Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 497. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 759  —  497. mál.




Fyrirspurn



til velferðarráðherra um hættu af kjarnorkuslysi í Sellafield.

Frá Álfheiði Ingadóttur.


     1.      Hefur ráðherra kynnt sér skýrslu Geislavarna Noregs (Statens Stråleværn) frá 25. janúar 2011 um áhrif þess á umhverfi og landbúnað í Noregi ef 1% af hágeislavirkum vökva sem er geymdur á svæði B512 í Sellafield á Bretlandi slyppi út í andrúmsloftið vegna sprengingar eða bruna í endurvinnslustöðinni?
     2.      Hefur hættan af geislavirkni á Íslandi vegna slyss eða óhapps í Sellafield verið metin og ef ekki, hyggst ráðherra læra af verklagi Norðmanna og óska eftir því að Geislavarnir ríkisins meti hættuna af óhappi eða slysi í Sellafield fyrir Ísland?


Skriflegt svar óskast.