Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 501. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 763  —  501. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um frekari aðgerðir gegn svartri atvinnustarfsemi.

Frá Lúðvík Geirssyni.


     1.      Er vinna hafin við gerð frumvarps til að innleiða virk og einföld eftirlitsúrræði til að taka á og koma í veg fyrir brot á formreglum skattskila og skila á öðrum gjöldum, eins og lagt er til í skýrslu um sameiginlegt átaksverkefni ríkisskattstjóra, Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins gegn svartri atvinnustarfsemi sem lögð var fram í nóvember sl.?
     2.      Hvenær má vænta að frumvarp í þessa veru verði lagt fyrir Alþingi?
     3.      Eru í undirbúningi eða fyrirhugaðar frekari aðgerðir af hálfu ríkisskattstjóra til að sporna við svartri atvinnustarfsemi?
     4.      Verður leitað samstarfs við aðila vinnumarkaðarins í slíkum aðgerðum, líkt og gert var með góðum árangri á síðastliðnu ári?