Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 502. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 764  —  502. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um skuldir sveitarfélaga og endurfjármögnun.

Frá Lúðvík Geirssyni.


     1.      Hverjar eru heildarskuldir sveitarfélaga, fyrirtækja og félaga í þeirra eigu, hjá erlendum lánastofnunum og hvað eru þessar skuldir hátt hlutfall af heildarskuldum viðkomandi?
     2.      Hver er áætluð þörf sveitarfélaga, fyrirtækja og félaga í þeirra eigu, fyrir endurfjármögnun þessara lána á yfirstandandi ári og árlega á næstu þremur árum?
     3.      Hver er áætluð heildarþörf sveitarfélaga, fyrirtækja og félaga í þeirra eigu fyrir endurfjármögnun á þessu og næstu þremur árum og hvað er sú endurfjármögnun hátt hlutfall af núverandi heildarskuldum þeirra?


Skriflegt svar óskast.