Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 463. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 782 — 463. mál.
Manntöl og húsnæðistöl hafa verið talin til grundvallarverkefna Hagstofu Íslands frá stofnun hennar 1914. Fyrsta manntalið á Íslandi var tekið árið 1703 og er það elsta varðveitta heimildin um heila þjóð. Til eru manntöl yfir Íslendinga frá stærstum hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar, en Íslendingar tóku við þessu verkefni af dönsku hagstofunni árið 1910. Hagstofan tók manntöl á 10 ára fresti á árunum 1920 til 1960 og svo aftur 1981. Með tilkomu þjóðskrár snemma á sjötta áratugnum hafði Hagstofan áform um að leggja af hefðbundin manntöl og nýta skrár í stað þess að ganga í hús eins og tíðkaðist. Það tókst hins vegar ekki þar sem skrár Hagstofunnar og stjórnsýslustofnana voru á þeim tíma ekki nægilega vel þróaðar til þess að slíkt væri framkvæmanlegt. Þegar Hagstofan fór að undirbúa manntal í samræmi við alþjóðlegar kröfur á árinu 2010 varð ljóst að gæði skránna væru orðin það mikil að hægt væri að taka manntal á grundvelli þeirra.
Hagstofa Sameinuðu þjóðanna og undirstofnanir hennar hafa um áratugaskeið unnið ötult starf við að hvetja, leiðbeina og aðstoða hagstofur um allan heim við framkvæmd manntala. Árið 2007 samþykkti efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna (United Nations Economic and Social Council – ECOSOC) tilmæli um manntal um heim allan með 2010 sem viðmiðunarár. Á svipuðum tíma birtu SÞ ný og endurskoðuð tilmæli um framkvæmd slíkra manntala sem ber heitið „United Nations Principles and Recommendations for Population and Housing Censuses,“ stundum stytt í „World Census Recommendations“. Jafnframt var lögð aukin áhersla á stuðning samtakanna við einstök aðildarríki til að tryggja sem best framgang verkefnisins. Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, sem Ísland á aðild að, hefur átt náið samstarf við þær undirstofnanir SÞ sem koma að undirbúningi verkefnisins.
Árið 2008 setti Evrópusambandið reglugerð (EB) nr. 763/2008 sem skuldbindur aðildarríkin til að taka manntöl og húsnæðistöl á tíu ára fresti. Það fyrsta miðast við árið 2011. Megintilgangur reglugerðarinnar er að tryggja að öll aðildarríki fylgi sömu skilgreiningum þannig að niðurstöður manntala verði sambærilegar milli ríkjanna. Reglugerðin var tekin inn í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 54/2009 frá 24. apríl 2009 um breytingu á XXI. viðauka (hagskýrslugerð) við EES-samninginn. Af þeim sökum er Íslandi skylt að taka þátt í verkefninu.
2. Er taka manntalsins og húsnæðistalsins liður í umsókn Íslands að Evrópusambandinu?
Taka manntalsins og húsnæðistalsins er ekki liður í umsókn Íslands að Evrópusambandinu heldur eitt af meginverkefnum Hagstofunnar og skyldum hennar samkvæmt EES-samningnum.
3. Hvað kostar að fara í þessar aðgerðir og hver borgar fyrir þær?
Heildarkostnaður við manntalið er áætlaður um 180 millj. kr. sem dreifist að mestu á þrjú ár, 2011–2013. Í frumvarpi að fjáraukalögum 2011 og fjárlögum 2012 kemur fram að kostnaðinum verði mætt með óafturkræfum styrk frá Evrópusambandinu, svokölluðum IPA styrk (veittir til ríkja sem eru í umsóknarferli að Evrópusambandinu), framlagi Hagstofunnar af ónýttum afgangsheimildum frá fyrri árum og beinu framlagi úr ríkissjóði. Styrkur frá Evrópusambandinu vegna töku manntals og húsnæðistals 2011 mun nema alls 102 millj. kr.
4. Hverju eiga þær að skila?
Manntal og húsnæðistal 2011 mun gefa upplýsingar um íbúafjölda, menntun, atvinnuþátttöku, stöðu mannfjöldans á vinnumarkaði, fjölskyldur og heimili á Íslandi, svo og um húsnæði landsmanna. Einn helsti styrkur manntalsins er að það verður hægt að greina og birta niðurstöður eftir landfræðilegri skiptingu umfram það sem hægt hefur verið til þessa.
Hagskýrslugerð vegna manntalsins 2011 mun m.a. skila eftirfarandi árangri:
a. Upplýsingar um fjölskyldugerð. Hingað til hefur aðeins verið hægt að birta tölur um kjarnafjölskyldur með börn yngri en 18 ára.
b. Upplýsingar um fjölda heimila og gerð þeirra. Þar á meðal verða upplýsingar um fjölda einstaklinga sem ekki búa á einkaheimilum flokkaðar eftir tegund stofnana. Upplýsingar um fjölda heimila og gerð þeirra hafa ekki legið fyrir síðan 1960, en þær eru mikilvægur grunnur ýmissa upplýsinga t.a.m. um húsnæðisþörf og skuldastöðu heimila.
c. Upplýsingar um raunverulegt búsetumynstur þjóðarinnar. Tölur um búsetu eru byggðar á skráningu Þjóðskrár Íslands um lögheimili manna. Samkvæmt athugunum Hagstofunnar og Háskólans á Akureyri 1 býr hluti mannfjöldans að staðaldri annars staðar en á skráðu lögheimili.
d. Upplýsingar um menntun þjóðarinnar. Heildstæðar upplýsingar hafa ekki legið fyrir nema úr úrtaksrannsóknum. Með slíkum upplýsingum er m.a. hægt að greina menntun þeirra sem flytja milli landsvæða og af landi brott.
e. Upplýsingar um húsnæði landsmanna. Einstaklingar eru aðeins skráðir í hús en ekki einstakar íbúðir í þjóðskrá. Fasteignaskráin geymir miklar og góðar upplýsingar um húsnæði á Íslandi. Með því að tengja húsnæði og íbúðir saman fást upplýsingar um þær íbúðir sem búið er í, hvernig húsnæðisaðstæður heimilanna eru, fjölda íbúða sem standa auðar og húsnæði sem notað er sem frístundahúsnæði.
f. Upplýsingar um atvinnustöðu landsmanna, skiptingu í atvinnugreinar og starfsstéttir. Þessum upplýsingum hefur hingað til verið safnað með úrtaksrannsóknum en slíkar tölur er ekki auðvelt að greina eftir landsvæðum og nær ómögulegt fyrir einstök sveitarfélög.
5. Er hugsanlegt að verkefnið stangist á við stjórnarskrárbundinn friðhelgisrétt og lög um persónuvernd?
Hagstofan starfar innan þeirra heimilda sem stofnuninni eru veittar í lögum nr. 163/2007, um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð (hér eftir „hagstofulög“). Einnig fer Hagstofan eftir öðrum lögum sem eiga við, sér í lagi lögum nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga (hér eftir „persónuverndarlög“).
Hagstofunni er veitt heimild í 5. gr. hagstofulaga til að krefja stjórnvöld, stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga í atvinnurekstri um gögn og upplýsingar sem hún þarfnast til hagskýrslugerðar sinnar og er þeim skylt að veita henni upplýsingarnar á því formi sem hún óskar eftir. Upplýsingarnar skal fara með sem trúnaðargögn og má einungis nota þau til hagskýrslugerðar, sbr. 10 gr. laganna. Þá kveður 12. gr. laganna á um öryggi og varðveislu trúnaðargagna til hagskýrslugerðar. Lagaumhverfi Hagstofunnar miðast við verndun persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs.
Í persónuverndarlögum er fjallað um þau tilvik þegar aflað er og unnið með gögn vegna lagaskyldu. Þannig er í 3. og 5. tölul. 1. mgr. 8. gr. laganna kveðið á um vinnslu samkvæmt lagaskyldu og vinnslu sem nauðsynleg er vegna verks sem unnið er í þágu almannahagsmuna. Í 9. tölul. 1. mgr. 9. gr. laganna er ákvæði um að vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga sé heimil sé hún nauðsynleg vegna tölfræði- eða vísindarannsókna, enda sé persónuvernd tryggð með tilteknum ráðstöfunum eftir því sem við á.
Með vísan til alls ofangreinds verður ekki talið að manntal og húsnæðistal Hagstofu Íslands brjóti gegn stjórnarskrárvörðum rétti til friðhelgi einkalífs eða persónuverndarlögum.
Að lokum skal það nefnt að Hagstofan hefur kynnt Persónuvernd framkvæmd manntalsins.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 782 — 463. mál.
Svar
efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur
um manntal og húsnæðistal.
Manntöl og húsnæðistöl hafa verið talin til grundvallarverkefna Hagstofu Íslands frá stofnun hennar 1914. Fyrsta manntalið á Íslandi var tekið árið 1703 og er það elsta varðveitta heimildin um heila þjóð. Til eru manntöl yfir Íslendinga frá stærstum hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar, en Íslendingar tóku við þessu verkefni af dönsku hagstofunni árið 1910. Hagstofan tók manntöl á 10 ára fresti á árunum 1920 til 1960 og svo aftur 1981. Með tilkomu þjóðskrár snemma á sjötta áratugnum hafði Hagstofan áform um að leggja af hefðbundin manntöl og nýta skrár í stað þess að ganga í hús eins og tíðkaðist. Það tókst hins vegar ekki þar sem skrár Hagstofunnar og stjórnsýslustofnana voru á þeim tíma ekki nægilega vel þróaðar til þess að slíkt væri framkvæmanlegt. Þegar Hagstofan fór að undirbúa manntal í samræmi við alþjóðlegar kröfur á árinu 2010 varð ljóst að gæði skránna væru orðin það mikil að hægt væri að taka manntal á grundvelli þeirra.
Hagstofa Sameinuðu þjóðanna og undirstofnanir hennar hafa um áratugaskeið unnið ötult starf við að hvetja, leiðbeina og aðstoða hagstofur um allan heim við framkvæmd manntala. Árið 2007 samþykkti efnahags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna (United Nations Economic and Social Council – ECOSOC) tilmæli um manntal um heim allan með 2010 sem viðmiðunarár. Á svipuðum tíma birtu SÞ ný og endurskoðuð tilmæli um framkvæmd slíkra manntala sem ber heitið „United Nations Principles and Recommendations for Population and Housing Censuses,“ stundum stytt í „World Census Recommendations“. Jafnframt var lögð aukin áhersla á stuðning samtakanna við einstök aðildarríki til að tryggja sem best framgang verkefnisins. Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, sem Ísland á aðild að, hefur átt náið samstarf við þær undirstofnanir SÞ sem koma að undirbúningi verkefnisins.
Árið 2008 setti Evrópusambandið reglugerð (EB) nr. 763/2008 sem skuldbindur aðildarríkin til að taka manntöl og húsnæðistöl á tíu ára fresti. Það fyrsta miðast við árið 2011. Megintilgangur reglugerðarinnar er að tryggja að öll aðildarríki fylgi sömu skilgreiningum þannig að niðurstöður manntala verði sambærilegar milli ríkjanna. Reglugerðin var tekin inn í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 54/2009 frá 24. apríl 2009 um breytingu á XXI. viðauka (hagskýrslugerð) við EES-samninginn. Af þeim sökum er Íslandi skylt að taka þátt í verkefninu.
2. Er taka manntalsins og húsnæðistalsins liður í umsókn Íslands að Evrópusambandinu?
Taka manntalsins og húsnæðistalsins er ekki liður í umsókn Íslands að Evrópusambandinu heldur eitt af meginverkefnum Hagstofunnar og skyldum hennar samkvæmt EES-samningnum.
3. Hvað kostar að fara í þessar aðgerðir og hver borgar fyrir þær?
Heildarkostnaður við manntalið er áætlaður um 180 millj. kr. sem dreifist að mestu á þrjú ár, 2011–2013. Í frumvarpi að fjáraukalögum 2011 og fjárlögum 2012 kemur fram að kostnaðinum verði mætt með óafturkræfum styrk frá Evrópusambandinu, svokölluðum IPA styrk (veittir til ríkja sem eru í umsóknarferli að Evrópusambandinu), framlagi Hagstofunnar af ónýttum afgangsheimildum frá fyrri árum og beinu framlagi úr ríkissjóði. Styrkur frá Evrópusambandinu vegna töku manntals og húsnæðistals 2011 mun nema alls 102 millj. kr.
4. Hverju eiga þær að skila?
Manntal og húsnæðistal 2011 mun gefa upplýsingar um íbúafjölda, menntun, atvinnuþátttöku, stöðu mannfjöldans á vinnumarkaði, fjölskyldur og heimili á Íslandi, svo og um húsnæði landsmanna. Einn helsti styrkur manntalsins er að það verður hægt að greina og birta niðurstöður eftir landfræðilegri skiptingu umfram það sem hægt hefur verið til þessa.
Hagskýrslugerð vegna manntalsins 2011 mun m.a. skila eftirfarandi árangri:
a. Upplýsingar um fjölskyldugerð. Hingað til hefur aðeins verið hægt að birta tölur um kjarnafjölskyldur með börn yngri en 18 ára.
b. Upplýsingar um fjölda heimila og gerð þeirra. Þar á meðal verða upplýsingar um fjölda einstaklinga sem ekki búa á einkaheimilum flokkaðar eftir tegund stofnana. Upplýsingar um fjölda heimila og gerð þeirra hafa ekki legið fyrir síðan 1960, en þær eru mikilvægur grunnur ýmissa upplýsinga t.a.m. um húsnæðisþörf og skuldastöðu heimila.
c. Upplýsingar um raunverulegt búsetumynstur þjóðarinnar. Tölur um búsetu eru byggðar á skráningu Þjóðskrár Íslands um lögheimili manna. Samkvæmt athugunum Hagstofunnar og Háskólans á Akureyri 1 býr hluti mannfjöldans að staðaldri annars staðar en á skráðu lögheimili.
d. Upplýsingar um menntun þjóðarinnar. Heildstæðar upplýsingar hafa ekki legið fyrir nema úr úrtaksrannsóknum. Með slíkum upplýsingum er m.a. hægt að greina menntun þeirra sem flytja milli landsvæða og af landi brott.
e. Upplýsingar um húsnæði landsmanna. Einstaklingar eru aðeins skráðir í hús en ekki einstakar íbúðir í þjóðskrá. Fasteignaskráin geymir miklar og góðar upplýsingar um húsnæði á Íslandi. Með því að tengja húsnæði og íbúðir saman fást upplýsingar um þær íbúðir sem búið er í, hvernig húsnæðisaðstæður heimilanna eru, fjölda íbúða sem standa auðar og húsnæði sem notað er sem frístundahúsnæði.
f. Upplýsingar um atvinnustöðu landsmanna, skiptingu í atvinnugreinar og starfsstéttir. Þessum upplýsingum hefur hingað til verið safnað með úrtaksrannsóknum en slíkar tölur er ekki auðvelt að greina eftir landsvæðum og nær ómögulegt fyrir einstök sveitarfélög.
5. Er hugsanlegt að verkefnið stangist á við stjórnarskrárbundinn friðhelgisrétt og lög um persónuvernd?
Hagstofan starfar innan þeirra heimilda sem stofnuninni eru veittar í lögum nr. 163/2007, um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð (hér eftir „hagstofulög“). Einnig fer Hagstofan eftir öðrum lögum sem eiga við, sér í lagi lögum nr. 77/2000, um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga (hér eftir „persónuverndarlög“).
Hagstofunni er veitt heimild í 5. gr. hagstofulaga til að krefja stjórnvöld, stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga í atvinnurekstri um gögn og upplýsingar sem hún þarfnast til hagskýrslugerðar sinnar og er þeim skylt að veita henni upplýsingarnar á því formi sem hún óskar eftir. Upplýsingarnar skal fara með sem trúnaðargögn og má einungis nota þau til hagskýrslugerðar, sbr. 10 gr. laganna. Þá kveður 12. gr. laganna á um öryggi og varðveislu trúnaðargagna til hagskýrslugerðar. Lagaumhverfi Hagstofunnar miðast við verndun persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs.
Í persónuverndarlögum er fjallað um þau tilvik þegar aflað er og unnið með gögn vegna lagaskyldu. Þannig er í 3. og 5. tölul. 1. mgr. 8. gr. laganna kveðið á um vinnslu samkvæmt lagaskyldu og vinnslu sem nauðsynleg er vegna verks sem unnið er í þágu almannahagsmuna. Í 9. tölul. 1. mgr. 9. gr. laganna er ákvæði um að vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga sé heimil sé hún nauðsynleg vegna tölfræði- eða vísindarannsókna, enda sé persónuvernd tryggð með tilteknum ráðstöfunum eftir því sem við á.
Með vísan til alls ofangreinds verður ekki talið að manntal og húsnæðistal Hagstofu Íslands brjóti gegn stjórnarskrárvörðum rétti til friðhelgi einkalífs eða persónuverndarlögum.
Að lokum skal það nefnt að Hagstofan hefur kynnt Persónuvernd framkvæmd manntalsins.
- Neðanmálsgrein: 1
- 1 Kjartan Ólafsson og Þóroddur Bjarnason (2010). Föst búseta og hlutabúseta í Fjallabyggð. Í Þóroddur Bjarnason og Kolbeinn H. Stefánsson (ritstj.). Fjallabyggð fyrir Héðinsfjarðargöng. Samgöngur, samfélag og byggðaþróun. Akureyri: Háskólinn á Akureyri.