Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 520. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 799  —  520. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um stöðu mannréttindamála.



Frá Árna Þór Sigurðssyni.



     1.      Hvernig hyggst ráðherra bregðast við nýútkominni skýrslu mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna um stöðu mannréttindamála á Íslandi?
     2.      Hvaða sáttmála og viðauka Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi sem fjallað er um í skýrslu mannréttindaráðsins hefur Ísland ekki staðfest?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að Ísland staðfesti þá sáttmála sem um getur í 2. tölul. og þá hverja og hvenær? Óskað er eftir rökstuðningi í þeim tilvikum þar sem ekki verður lögð til staðfesting Íslands.


Skriflegt svar óskast.