Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 566. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 883  —  566. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um starfsmannahald og rekstur sendiráða Íslands.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.


     1.      Hvað starfa margir í sendiráðum Íslands erlendis, annars vegar Íslendingar og hins vegar erlendir aðilar, sundurgreint eftir sendiráðum?
     2.      Hvað eru margir Íslendinganna staðarráðnir, sundurgreint eftir sendiráðum?
     3.      Hvað hefur íslenska ríkið greitt í húsaleigubætur til starfsmanna utanríkisþjónustunnar sl. 10 ár, sundurliðað eftir sendiráðum og árum?
     4.      Er hámark á húsaleigubótunum og hefur ráðuneytið sett sér starfsreglur varðandi þær?
     5.      Hvað hefur íslenska ríkið greitt í staðaruppbætur til starfsmanna utanríkisþjónustunnar sl. 10 ár, sundurliðað eftir sendiráðum og árum?
     6.      Er hámark á staðaruppbótunum og hefur ráðuneytið sett sér starfsreglur varðandi þær?
     7.      Hefur ráðuneytið sjúkrasjóð til greiðslu sjúkrakostnaðar íslenskra sendiráðsstarfsmanna erlendis og ef svo er, hver er staða hans og hversu há upphæð er greidd í hann á ári?
     8.      Hversu mikið hefur verið greitt úr sjúkrasjóði ráðuneytisins sl. 10 ár, sundurliðað eftir árum?
     9.      Hver hefur rekstrarkostnaður sendiráða Íslands erlendis verið, sundurliðað eftir sendiráðum og árum, 2007–2011?


Skriflegt svar óskast.