Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 581. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 906  —  581. mál.




Fyrirspurn



til efnahags- og viðskiptaráðherra um áhrif ólögmætis gengistryggingar


erlendra lána til heimila í bankakerfinu.


Frá Eygló Harðardóttur.



     1.      Hver er upphæð lána með gengistryggingu til heimila í bankakerfinu?
     2.      Hver yrðu áhrif þess að samningsvextir þessara lána væru taldir gilda til 16. júní 2010, 16. september 2010 eða 22. desember 2010 og eftir það seðlabankavextir í samræmi við dóma Hæstaréttar um vaxtareikning slíkra ólögmætra gengistryggðra lána og bann við afturvirkni vaxtaútreiknings?


Skriflegt svar óskast.