Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 582. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 907  —  582. mál.
Fyrirspurntil efnahags- og viðskiptaráðherra um áhrif ólögmætis gengistryggingar


erlendra lána til fyrirtækja í bankakerfinu.


Frá Eygló Harðardóttur.     1.      Hver er upphæð lána með gengistryggingu til fyrirtækja í bankakerfinu?
     2.      Hver yrðu áhrif þess að gengistrygging þessara lána yrði talin ólögmæt í samræmi við dóm Hæstaréttar um ólögmæti bindingar lána í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla?
     3.      Hver yrðu áhrif þess að samningsvextir þessara lána til fyrirtækja yrðu taldir gilda til 16. júní 2010, 16. september 2010 eða 22. desember 2010 og eftir það seðlabankavextir í samræmi við dóm Hæstaréttar um vaxtareikning slíkra ólögmætra gengistryggðra lána?


Skriflegt svar óskast.