Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 590. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 923  —  590. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um áhrif dóma um gengistryggð lán.



Frá Eygló Harðardóttur.



     1.      Kemur til greina að mati ráðherra að láta leggja fram lagafrumvarp til að tryggja flýtimeðferð á dómsmálum tengdum helstu álitaefnum er varða dóma Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána?
     2.      Kemur að mati ráðherra til greina að stöðva innheimtu gengistryggðra lána þar til fenginn er úrskurður dómstóla um helstu álitaefni er varða uppgjör þessara lána?
     3.      Kemur til greina að mati ráðherra að leggja fram lagafrumvarp til að tryggja gjafsókn vegna fordæmisgefandi mála fyrir dómstólum?


Skriflegt svar óskast.