Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 528. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 939  —  528. mál.




Svar



iðnaðarráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur
um nefndir, ráð, verkefnisstjórnir og starfshópa.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða nefndir, ráð, verkefnisstjórnir og starfshópa hefur ráðuneytið sett á stofn frá alþingiskosningum 2009?
     2.      Hvað sitja margir í framangreindum nefndum? Hvert er hlutverk þeirra, er skipun þeirra samkvæmt heimild eða fyrirmælum í lögum, hver er skipunartíminn og hverjar þeirra hafa lokið störfum? Hver er launakostnaðurinn, sundurliðaður eftir nefndum?
     3.      Hvað hefur hver nefnd marga starfsmenn, hver er launakostnaður þeirra og eru einhverjir starfsmenn þeirra verktakar og ef svo er, hvað heita þeir og hvað hafa þeir fengið greitt úr ríkissjóði?
    Óskað er eftir upplýsingum um það hvaða einstaklingar hafa verið skipaðir, tilnefndir eða valdir með öðrum hætti til setu í þessum nefndum, ráðum, verkefnisstjórnum og starfshópum, hver hafi skipað eða eftir atvikum tilnefnt þá og hvort störfin séu launuð eða ólaunuð.


    Í töflu 1 er fyrsta lið fyrirspurnarinnar svarað. Þar kemur fram listi yfir þær nefndir, verkefnisstjórnir og starfshópa sem settir hafa verið á stofn frá alþingiskosningunum í apríl 2009. Samtals hafa 30 nefndir, verkefnisstjórnir og starfshópar verið skipaðir á tímabilinu.
    Tafla 2 svarar öðrum lið fyrirspurnarinnar, að undanskildum upplýsingum um hlutverk framangreindra nefnda sem tiltekin eru í töflu 3.
    Upplýsingar um kostnað vegna framangreindra nefnda sýna greidda þóknun þegar svarið var tekin saman.
    Engin tafla er sett fram sem svar við þriðja lið fyrirspurnarinnar þar sem engin framangreindra nefnda réð starfsmann í þjónustu sína sem kallaði á viðbótarlauna- eða verktakakostnað.
    Í töflu 4 er tiltekið hvaða einstaklingar hafa verið valdir til setu í framangreindum nefndum og hvort greidd er þóknun fyrir, eins og óskað er eftir í niðurlagi fyrirspurnarinnar.

Tafla 1: Nefndir og skipunarár.
Skipunarár Nefnd, starfshópur eða verkefnisstjórn
2009 Ráðgjafahópur um leiðir til að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum
2009 Starfshópur um orkutölfræði og upplýsingagjöf um orkumál
2009 Stýrihópur um heildstæða orkustefnu
2009 Starfshópur um beitingu ívilnana til að örva erlenda fjárfestingu
2009 Tækninefnd Vísinda- og tækniráðs 2009–2012
2010 Nefnd um endurskoðun laga um skipan ferðamála
2010 Verkefnisstjórn vaxtarsamnings Vestfjarða
2010 Verkefnisstjórn vaxtarsamnings Vesturlands
2010 Verkefnisstjórn vaxtarsamnings Suðurnesja
2010 Verkefnisstjórn vaxtarsamnings Suðurlands
2010 Verkefnisstjórn vaxtarsamnings Austurlands
2010 Verkefnisstjórn um átak í orkuskiptum í samgöngum
2010 Starfshópur til að kanna hvernig bæta megi skilyrði til að stofna og reka örfyrirtæki
2010 Nefnd um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar
2010 Nefnd um lagaramma orkumála
2010 Starfshópur um atvinnumál á Suðurnesjum
2010 Ferðamálaráð 2010–2013
2010 Nefnd um veitingu ívilnana vegna nýfjárfestinga
2010 Stýrihópur um stefnu varðandi erlendar fjárfestingar
2010 Starfshópur um lánastarfsemi Byggðastofnunar
2010 Nefnd til að fjalla um framtíðarfyrirkomulag á lánastarfsemi Byggðastofnunar
2011 Nefnd um endurskoðun á iðnaðarlögum
2011 Starfshópur um raforkumálefni á Vestfjörðum
2011 Verkefnisstjórn um orkuskiptaátak í samgöngum
2011 Starfshópur til að leita leiða til að lækka og jafna húshitunarkostnað
2011 Orkuráð 2011–2015
2011 Úrskurðarnefnd raforkumála 2011–2015
2011 Vaxtarsamningur Norðurlands vestra
2012 Nefnd um eignarhald á Landsneti
2012 Samráðshópur um beinar erlendar fjárfestingar


Tafla 2: Skipun nefnda, starfslok, fjöldi nefndarmanna og launakostnaður.
Skipunarár Nefnd, starfshópur eða verkefnisstjórn Skipun skv. lögum? Skipun Lokið Fjöldi Launakostnaður (þús. kr.)
2009 Ráðgjafahópur um leiðir til að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum Nei 27.10.09 09.03.11 3 0
2009 Starfshópur um orkutölfræði og upplýsingagjöf um orkumál Nei 05.07.09 22.12.11 3 0
2009 Stýrihópur um heildstæða orkustefnu Nei 19.08.09 22.12.11 7 988
2009 Starfshópur um beitingu ívilnana til að örva erlenda fjárfestingu Nei 08.07.09 30.03.10 4 0
2009 Tækninefnd Vísinda- og tækniráðs 2009–2012 14.07.09 13.07.12 10 5.320
2010 Nefnd um endurskoðun laga um skipan ferðamála Nei 01.02.10 24.06.11 5 318
2010 Verkefnisstjórn vaxtarsamnings Vestfjarða Nei 01.03.10 31.12.13 5 0
2010 Verkefnisstjórn vaxtarsamnings Vesturlands Nei 01.03.10 31.12.13 5 0
2010 Verkefnisstjórn vaxtarsamnings Suðurnesja Nei 19.05.10 31.12.13 5 0
2010 Verkefnisstjórn vaxtarsamnings Suðurlands Nei 01.03.10 31.12.13 5 0
2010 Verkefnisstjórn vaxtarsamnings Austurlands Nei 01.03.10 31.12.13 5 0
2010 Verkefnisstjórn um átak í orkuskiptum í samgöngum Nei 27.05.10 04.04.11 8 1.517
2010 Starfshópur til að kanna hvernig bæta megi skilyrði til að stofna og reka örfyrirtæki Nei 17.08.10 Ótímabundið 4 0
2010 Nefnd um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar 20.04.10 31.12.11 4 0
2010 Nefnd um lagaramma orkumála Nei 20.08.10 16.01.12 7 0
2010 Starfshópur um atvinnumál á Suðurnesjum Nei 01.09.10 27.07.11 4 453
2010 Ferðamálaráð 2010–2013 01.01.10 31.12.13 10 1.383
2010 Nefnd um veitingu ívilnana vegna nýfjárfestinga 01.11.10 31.12.13 3 0
2010 Stýrihópur um stefnu varðandi erlendar fjárfestingar Nei 13.10.10 08.06.11 4 151
2010 Starfshópur um lánastarfsemi Byggðastofnunar Nei 22.11.10 31.01.11 4 0
2010 Nefnd til að fjalla um framtíðarfyrirkomulag á lánastarfsemi Byggðastofnunar Nei 16.02.11 01.07.11 6 0
2011 Nefnd um endurskoðun á iðnaðarlögum Nei 13.04.11 13.02.12 3 Ógreitt
2011 Starfshópur um raforkumálefni á Vestfjörðum Nei 19.12.11 Ótímabundið 7 0
2011 Verkefnisstjórn um orkuskiptaátak í samgöngum Nei 26.04.11 22.11.11 10 3.138
2011 Starfshópur til að leita leiða til að lækka og jafna húshitunarkostnað Nei 27.06.11 02.02.12 8 0
2011 Orkuráð 2011–2015 25.08.11 31.08.15 5 2.645
2011 Úrskurðarnefnd raforkumála 2011–2015 65/2003 01.07.11 30.06.15 3 379
2011 Vaxtarsamningur Norðurlands vestra Nei 02.12.11 31.12.13 5 0
2012 Nefnd um eignarhald á Landsneti 10.02.12 31.12.12 8 0
2012 Samráðshópur um beinar erlendar fjárfestingar Nei 21.02.12 Ótímabundið 9 0



Tafla 3: Nefndir og hlutverk þeirra.
Skipunarár Nefnd, starfshópur eða verkefnisstjórn Hlutverk nefndarinnar
2009 Ráðgjafahópur um leiðir til að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum. Ráðgjafahópnum var falið að fara yfir tillögur Landsnets um leiðir til að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum og leggja mat á til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að bæta samkeppnisstöðu Vestfjarða til atvinnuuppbyggingar í orkufrekum iðnaði.
2009 Starfshópur um orkutölfræði og upplýsingagjöf um orkumál. Starfshópnum var falið að skoða hvernig staðið er að upplýsingagjöf um orkuverð í öðrum löndum og hvernig útfæra megi aðgerðir til að koma í framkvæmd stefnu ríkisstjórnarinnar um gagnsæi orkuverðs. Skyldi starfshópurinn m.a. horfa til tilskipunar 2008/92 um starfsreglur til að auka gagnsæi verðlagningar á gasi og rafmagni til notenda í atvinnurekstri. Þá var starfshópnum falið að taka til skoðunar reglugerð Evrópusambandsins nr. 1099/2008 um orkutölufræði.
2009 Stýrihópur um heildstæða orkustefnu. Stýrihópnum var falið að gera tillögu um mótun heildstæðrar orkustefnu fyrir Ísland.
2009 Starfshópur um beitingu ívilnana til að örva erlenda fjárfestingu. Starfshópnum var falið að semja lagafrumvarp til þess að koma á kerfi fyrir markvissa beitingu ívilnana til að örva fjárfestingu á Íslandi.
2009 Tækninefnd Vísinda- og tækniráðs 2009–2012. Hlutverk tækninefndar er að undirbúa stefnu ríkisstjórnarinnar er lýtur að tækniþróun og nýsköpun í samræmi við markmið laga um Vísinda- og tækniráð, nr. 2/2003. Nefndin skal hafa náið samráð við vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs um efnistök og samræmingu á tillögum sínum fyrir ráðið.
2010 Nefnd um endurskoðun laga um skipan ferðamála. Nefndin skyldi leggja fram tillögur að breytingu á lögum nr. 73/2005, um skipan ferðamála, hvað varðar útreikning tryggingarfjárhæðar. Einnig skyldi nefndin skoða, og leggja fram tillögur að breytingum, hvort mögulegt væri að koma á nýju fyrirkomulagi vegna trygginga eða breyta reglum á þann hátt að hægt væri í mjög afmörkuðum og sérstökum tilfellum að taka tillit til breyttra aðstæðna. Einnig var hlutverk nefndarinnar að skoða hvort gera þyrfti frekari breytingar á lögum um skipan ferðamála og leggja fram tillögu þess efnis.
2010 Verkefnisstjórn vaxtarsamnings Vestfjarða. Verkefnastjórn á að fara yfir tillögur um styrkhæf verkefni og taka endanlega ákvörðun um framgang þeirra.
2010 Verkefnisstjórn vaxtarsamnings Vesturlands. Verkefnastjórn á að fara yfir tillögur um styrkhæf verkefni og taka endanlega ákvörðun um framgang þeirra.
2010 Verkefnisstjórn vaxtarsamnings Suðurnesja. Verkefnastjórn á að fara yfir tillögur um styrkhæf verkefni og taka endanlega ákvörðun um framgang þeirra.
2010 Verkefnisstjórn vaxtarsamnings Suðurlands. Verkefnastjórn á að fara yfir tillögur um styrkhæf verkefni og taka endanlega ákvörðun um framgang þeirra.
2010 Verkefnisstjórn vaxtarsamnings Austurlands. Verkefnastjórn á að fara yfir tillögur um styrkhæf verkefni og taka endanlega ákvörðun um framgang þeirra.
2010 Verkefnisstjórn um átak í orkuskiptum í samgöngum. Verkefnastjórn var falið að undirbúa áætlun um orkuskipti í samgöngum sem miði að því að endurnýjanlegir orkugjafar leysi innflutta orku af hólmi.
2010 Starfshópur til að kanna hvernig bæta megi skilyrði til að stofna og reka örfyrirtæki. Starfshópnum var falið að skilgreina leiðir til að einfalda og bæta skilyrði til stofnunar og reksturs örfyrirtækja.
2010 Nefnd um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Nefnd skv. 3. gr. laga nr. 43/1999, með síðari breytingum, sem skyldi fara með umsóknir um endurgreiðslu vegna hluta framleiðslukostnaðar við framleiðslu kvikmynda eða sjónvarpsefnis hér á landi.
2010 Nefnd um lagaramma orkumála. Nefndinni var falið að greina þau álitaefni sem tengdust fyrirkomulagi á orkumarkaði og eignarhaldi orkuvinnslu.
2010 Starfshópur um atvinnumál á Suðurnesjum. Starfshópnum var falið að greina stöðu atvinnulífs á Suðurnesjum, meta sérstöðu þess og sóknarmöguleika, fara yfir hugmyndir um atvinnuuppbyggingu og gera tillögur um aðgerðir.
2010 Ferðamálaráð 2010–2013. Ferðamálaráð starfar skv. lögum nr. 73/2005 og skal skila tillögum til ráðherra um markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustunnar. Ferðamálaráð skal vera ráðherra til ráðgjafar um áætlanir í ferðamálum og veita umsagnir um breytingar á lögum og reglum er varða ferðamál og annað sem ráðherra felur því eða ráðið telur ástæðu til að taka upp í þágu ferðaþjónustunnar.
2010 Nefnd um veitingu ívilnana vegna nýfjárfestinga. Nefndin starfar skv. lögum nr. 99/2010 og skal fara yfir umsóknir um ívilnun, sbr. 4. gr. laganna, og gera tillögu til ráðherra um afgreiðslu.
2010 Stýrihópur um stefnu varðandi erlendar fjárfestingar. Starfshópnum var falið að skila samantekt og tillögum um stefnu stjórnvalda í erlendum fjárfestingum í íslensku atvinnulífi og ábendingum um nauðsynlegar aðgerðir til að efla erlenda fjárfestingu.
2010 Starfshópur um lánastarfsemi Byggðastofnunar. Starfshópnum var falið að fara yfir alla þætti í lánastarfsemi Byggðastofnunar og kanna hvaða fyrirkomulag henti þessari starfsemi til framtíðar.
2010 Nefnd til að fjalla um framtíðarfyrirkomulag á lánastarfsemi Byggðastofnunar. Nefndinni var falið að skoða ákvæði laga nr. 106/1999, um Byggðastofnun sem fjalla um lánastarfsemi stofnunarinnar m.t.t. þeirra breytinga sem orðið hafa á fjármálamarkaði og leggja mat á það hvort tilefni væri til að gera breytingar á þeim ákvæðum.
2011 Nefnd um endurskoðun á iðnaðarlögum. Nefndinni var falið að endurskoða ákvæði gildandi iðnaðarlaga nr. 42/1978.
2011 Starfshópur um raforkumálefni á Vestfjörðum. Starfshópnum var falið að fylgja eftir tillögum sem koma fram í skýrslu ráðgjafahóps til þess að meta leiðir til að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum.
2011 Verkefnisstjórn um orkuskiptaátak í samgöngum. Verkefnisstjórninni var falið að vinna að framgangi orkuskipta í samgöngum.
2011 Starfshópur til að leita leiða til að lækka og jafna húshitunarkostnað. Starfshópnum var falið að fara yfir lög nr. 78/2002 og koma með tillögur til úrbóta varðandi framkvæmd þeirra. Setja fram tillögur um framkvæmd og fjármögnun niðurgreiðslna húshitunar. Gera tillögur um viðmið fyrir húshitunarkostnað. Yfirfara aðgerðir sem er beitt varðandi orkusparnað á köldum svæðum og koma með tillögur um frekari aðgerðir.
2011 Orkuráð 2011–2015. Nefndir starfar skv. lögum nr. 87/2003 og skal veita ráðgjöf við framkvæmd verkefna og gera tillögur um lánveitingar og greiðslur úr Orkusjóði.
2011 Úrskurðarnefnd raforkumála 2011–2015. Nefndin starfar skv. lögum nr. 65/2003 og skal úrskurða um kærur sem henni berast vegna stjórnvaldsákvarðana sem teknar eru af Orkustofnun á grundvelli raforkulaga og varða gjaldskrá eða starfsemi flutningsfyrirtækisins eða dreifiveitna.
2011 Vaxtarsamningur Norðurlands vestra. Verkefnastjórn á að fara yfir tillögur um styrkhæf verkefni og taka endanlega ákvörðun um framgang þeirra.
2012 Nefnd um eignarhald á Landsneti. Nefndin starfar skv. lögum nr. 175/2011 og skal kanna möguleika á breyttu eignarhaldi á Landsneti, í gegnum beint eignarhald ríkis og/eða sveitarfélaga, og gera tillögu um kaup ríkis og/eða sveitarfélaga á hlut orkufyrirtækja í flutningsfyrirtækinu.
2012 Samráðshópur um beinar erlendar fjárfestingar. Starfshópurinn skal tryggja að stjórnsýsla varðandi fjárfestingarverkefni sé samhæfð og skilvirk og vinna að bættri samkeppnisstöðu Íslands auk þess að kortleggja hvar úrbóta sé þörf. Að kortleggja stöðu hverju sinni og áform um erlendar sem innlendar fjárfestingar í einstökum geirum og afla upplýsinga um fjárfestingarverkefni og áhrif þeirra.


Tafla 4: Einstaklingar sem eru valdir í nefndir,
hver valdi þá og hvort störfin eru launuð.

Nefnd, starfshópur eða verkefnisstjórn
Nafn Skipun/tilnefning Þóknun? Fjöldi starfsmanna
Ráðgjafahópur um leiðir til að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum
Guðni A. Jóhannesson Iðnaðarráðherra Nei
Matthildur Helgadóttir Iðnaðarráðherra Nei
Þorgeir Pálsson Iðnaðarráðherra Nei
Starfsmaður 0
Starfshópur um orkutölfræði og upplýsingagjöf um orkumál
Guðjón Axel Guðjónsson Iðnaðarráðherra Nei
Magnús S. Magnússon Hagstofa Íslands Nei
Valborg Steingrímsdóttir Orkustofnun Nei
Starfsmaður 0
Stýrihópur um heildstæða orkustefnu
Vilhjálmur Þorsteinsson Iðnaðarráðherra
Álfheiður Ingadóttir Iðnaðarráðherra
Bergur Sigurðsson Iðnaðarráðherra
Brynhildur Davíðsdóttir Iðnaðarráðherra
Guðni A. Jóhannesson Iðnaðarráðherra
Guðrún Jóna Jónsdóttir Iðnaðarráðherra
Gunnar Tryggvason Iðnaðarráðherra
Starfsmaður Nei 1
Starfshópur um beitingu ívilnana til að örva erlenda fjárfestingu
Ingvi Már Pálsson Iðnaðarráðherra Nei
Indriði H. Þorláksson Fjármálaráðherra Nei
Þóra Margrét Hjaltested Viðskiptaráðherra Nei
Þórður H. Hilmarsson Fjárfestingarstofa Nei
Starfsmaður 0
Tækninefnd Vísinda- og tækniráðs
Þorsteinn Ingi Sigfússon Iðnaðarráðherra
Guðrún Nordal Mennta- og menningarmálaráðherra
Dagný Halldórsdóttir Iðnaðarráðherra
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Hilmar Bragi Janusson Samtök atvinnulífsins
Inga Þórsdóttir Samstarfsnefnd háskólastigsins
Pétur Reimarsson Samtök atvinnulífsins
Stefán Úlfarsson Alþýðusamband Íslands
Sveinn Margeirsson Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Þórunn S. Jónsdóttir Alþýðusamband Íslands
Starfsmaður Nei 1
Nefnd um endurskoðun laga um skipan ferðamála
Helena Þ. Karlsdóttir Ferðamálastofa Nei
Vigdís Eva Líndal Iðnaðarráðherra Nei
Gunnar Valur Sveinsson Samtök ferðaþjónustunnar Nei
Hildigunnur Hafsteinsdóttir Neytendasamtökin Nei
Jón Þorgeir Einarsson Iðnaðarráðherra
Starfsmaður 0
Verkefnisstjórn vaxtarsamnings Vestfjarða
Arna Lára Jónsdóttir Iðnaðarráðherra Nei
Aðalsteinn Óskarsson Iðnaðarráðherra Nei
Jenný Jensdóttir Iðnaðarráðherra Nei
Sigurður Viggósson Iðnaðarráðherra Nei
Matthildur Helgadóttir Iðnaðarráðherra Nei
Starfsmaður 0
Verkefnisstjórn vaxtarsamnings Vesturlands
Hrönn Ríkharðsdóttir Iðnaðarráðherra Nei
Berglind Hallgrímsdóttir Iðnaðarráðherra Nei
Geirlaug Jóhannsdóttir Iðnaðarráðherra Nei
Guðmundur Smári Guðmundsson Iðnaðarráðherra Nei
Þorgrímur Guðbjartsson Iðnaðarráðherra Nei
Starfsmaður 0
Verkefnisstjórn vaxtarsamnings Suðurnesja
Bergdís Sigurðardóttir Iðnaðarráðherra Nei
Elvar Knútur Valsson Iðnaðarráðherra Nei
Gunnar Tómasson Iðnaðarráðherra Nei
Hjálmar Árnason Iðnaðarráðherra Nei
Jóhanna Reynisdóttir Iðnaðarráðherra Nei
Starfsmaður 0
Verkefnisstjórn vaxtarsamnings Suðurlands
Sandra D. Gunnarsdóttir Iðnaðarráðherra Nei
Elvar Knútur Valsson Iðnaðarráðherra Nei
Hjalti Þór Vignisson Iðnaðarráðherra Nei
Rut Haraldsdóttir Iðnaðarráðherra Nei
Rögnvaldur Ólafsson Iðnaðarráðherra Nei
Starfsmaður 0
Verkefnisstjórn vaxtarsamnings Austurlands
Jóna Árný Þórðardóttir Iðnaðarráðherra Nei
Bjarni Ellert Ísleifsson Iðnaðarráðherra Nei
Páll Baldursson Iðnaðarráðherra Nei
Rögnvaldur Ólafsson Iðnaðarráðherra Nei
Steinunn Ásmundsdóttir Iðnaðarráðherra Nei
Starfsmaður 0
Verkefnisstjórn um átak í orkuskiptum í samgöngum
Hólmfríður Sveinsdóttir Iðnaðarráðherra
Ágústa S. Loftsdóttir Orkustofnun Nei
Bryndís Skúladóttir Samtök iðnaðarins Nei
Danfríður Skarphéðinsdóttir Umhverfisráðherra Nei
Ingvar Sverrisson Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Nei
Jakob Sigurður Friðriksson Vistorka Nei
Ólafur Bjarnason Reykjavíkurborg Nei
Ögmundur Hrafn Magnússon Fjármálaráðherra Nei
Starfsmaður Nei 1
Starfshópur til að kanna hvernig bæta megi skilyrði til að stofna og reka örfyrirtæki
Hanna Dóra Másdóttir Iðnaðarráðherra Nei
Valgerður Rún Benediktsdóttir Efnahags- og viðskiptaráðherra Nei
Ögmundur H. Magnússon Fjármálaráðherra Nei
Björn Þór Hermannsson Félags- og tryggingamálaráðherra Nei
Starfsmaður 0
Nefnd um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar
Jón Óskar Hallgrímsson Iðnaðarráðherra Nei
Haraldur Steinþórsson Fjármálaráðherra Nei
Sigurrós Hilmarsdóttir Kvikmyndamiðstöð Íslands Nei
Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir Mennta- og menningarmálaráðherra Nei
Starfsmaður 0
Nefnd um lagaramma orkumála
Arnar Guðmundsson Iðnaðarráðherra Nei
Árni Þór Sigurðsson Þingflokkur VG Nei
Indriði H. Þorláksson Fjármálaráðherra Nei
Jónína Rós Guðmundsdóttir Þingflokkur Samfylkingar Nei
Páll Þórhallsson Forsætisráðherra Nei
Salvör Jónsdóttir Umhverfisráðherra Nei
Kristrún Heimisdóttir Efnahags- og viðskiptaráðherra Nei
Starfsmaður 0
Starfshópur um atvinnumál á Suðurnesjum
Ásta Dís Óladóttir Iðnaðarráðherra
Eiríkur Hilmarsson Iðnaðarráðherra
Guðmundur Pétursson Iðnaðarráðherra
Starfsmaður Nei 1
Ferðamálaráð 2010–2013
Svanhildur Konráðsdóttir Iðnaðarráðherra
Ragnheiður Hergeirsdóttir Iðnaðarráðherra Nei
Aldís Hafsteinsdóttir Samband ísl. sveitarfélaga Nei
Anna G. Sverrisdóttir Samtök ferðaþjónustunnar Nei
Ásbjörn Jónsson Ferðamálasamtök Íslands Nei
Dofri Hermannsson Samband ísl. sveitarfélaga Nei
Helgi Már Björgvinsson Samtök ferðaþjónustunnar Nei
Jón Ásbergsson Útflutningsráð Íslands Nei
Sævar Skaptason Samtök ferðaþjónustunnar Nei
Unnur Halldórsdóttir Ferðamálasamtök Íslands Nei
Starfsmaður 0
Nefnd um veitingu ívilnana vegna nýfjárfestinga
Ingvi Már Pálsson Iðnaðarráðherra Nei
Þórður Reynisson Fjármálaráðherra Nei
Margrét Sæmundsdóttir Efnahags- og viðskiptaráðherra Nei
Starfsmaður 0
Stýrihópur um stefnu í erlendum fjárfestingum
Aðalsteinn Leifsson Iðnaðarráðherra
Kristín Pétursdóttir Iðnaðarráðherra
Vilborg Einarsdóttir Iðnaðarráðherra
Geir A. Gunnlaugsson Iðnaðarráðherra
Starfsmaður Nei 1
Starfshópur um lánastarfsemi Byggðastofnunar
Guðrún Þorleifsdóttir Iðnaðarráðherra Nei
Aðalsteinn Þorsteinsson Byggðastofnun Nei
Egill Tryggvason Fjármálaráðherra Nei
Elín Gróa Karlsdóttir Byggðastofnun Nei
Starfsmaður Nei 1
Nefnd til að fjalla um framtíðarfyrirkomulag á lánastarfsemi Byggðastofnunar
Gunnar Svavarsson Iðnaðarráðherra Nei
Anna Kristín Gunnarsdóttir Byggðastofnun Nei
Valgerður Bjarnadóttir Þingflokkur Samfylkingar Nei
Herdís Á. Sæmundardóttir Þingflokkur Framsóknarflokksins Nei
Lárus Hannesson Þingflokkur VG Nei
Ásbjörn Óttarsson Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins Nei
Starfsmenn Nei 4
Nefnd um endurskoðun á iðnaðarlögum
Elín Blöndal Iðnaðarráðherra
Ólafur Grétar Kristjánsson Mennta- og menningarmálaráðherra Nei
Anna Birna Þráinsdóttir Innanríkisráðherra Nei
Starfsmaður Nei 1
Starfshópur um raforkumálefni á Vestfjörðum
Guðni A. Jóhannesson Iðnaðarráðherra Nei
Ásthildur Sturludóttir Fjórðungssamband Vestfjarða Nei
Árni Jón Elíasson Landsnet Nei
Guðmundur V. Magnússon Íslenska kalkþörungafélagið Nei
Kristín Hálfdánsdóttir Landflutningar/Samskip á Ísafirði Nei
Kristján Haraldsson Orkubú Vestfjarða Nei
Oddný S. Þórðardóttir Fjórðungssamband Vestfjarða Nei
Starfsmaður 0
Verkefnisstjórn um orkuskiptaátak í samgöngum
Sverrir Viðar Hauksson Iðnaðarráðherra
Bryndís Skúladóttir Samtök iðnaðarins Nei
Danfríður Skarphéðinsdóttir Umhverfisráðherra Nei
Íris Baldursdóttir Samorka Nei
Magnús Ásgeirsson Samtök verslunar og þjónustu Nei
Ólafur Bjarnason Samband íslenskra sveitarfélaga Nei
Runólfur Ólafsson Félag íslenskra bifreiðaeigenda Nei
Valgerður Guðmundsdóttir Innanríkisráðherra Nei
Ögmundur Hrafn Magnússon Fjármálaráðherra Nei
Starfsmenn Nei 2
Starfshópur til að leita leiða til að lækka og jafna húshitunarkostnað
Sigurður Ingi Friðleifsson Iðnaðarráðherra Nei
Arnbjörg Sveinsdóttir Samtök sveitarfél. á köldum svæðum Nei
Ása Ögmundsdóttir Fjármálaráðherra Nei
Hjalti Þór Vignisson Samtök sveitarfél. á köldum svæðum Nei
Ingibjörg Sigmundsdóttir Rarik Nei
Katrín Skúladóttir Orkubú Vestfjarða Nei
Kristinn Jónasson Samtök sveitarfél. á köldum svæðum Nei
Ómar Már Jónsson Samtök sveitarfél. á köldum svæðum Nei
Starfsmaður 0
Orkuráð 2011–2015
Mörður Árnason Iðnaðarráðherra
Bryndís Brandsdóttir Iðnaðarráðherra
Drífa Hjartardóttir Iðnaðarráðherra
Guðjón Guðmundsson Iðnaðarráðherra
Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir Iðnaðarráðherra
Starfsmaður 0
Úrskurðarnefnd raforkumála 2011–2015
Ragnheiður Snorradóttir Iðnaðarráðherra
Friðgeir Björnsson Iðnaðarráðherra
Sandra Franks Iðnaðarráðherra
Starfsmaður 0
Vaxtarsamningur Norðurlands vestra
Guðrún Helgadóttir Iðnaðarráðherra Nei
Marteinn Jónsson Iðnaðarráðherra Nei
Einar Kolbeinsson Iðnaðarráðherra Nei
Guðný Helga Björnsdóttir Iðnaðarráðherra Nei
Selma Dögg Sigurjónsdóttir Iðnaðarráðherra Nei
Starfsmaður 0
Nefnd um eignarhald á Landsneti
Kristján Skarphéðinsson Iðnaðarráðherra Nei
Þórhallur Arason Fjármálaráðherra Nei
Berglind Kristinsdóttir Samband sveitarfélaga Nei
Ragna Árnadóttir Landsvirkjun Nei
Þórður Guðmundsson Landsnet Nei
Elín Smáradóttir Orkuveita Reykjavíkur Nei
Ingibjörg Sigmundsdóttir RARIK Nei
Kristján Haraldsson Orkubú Vestfjarða Nei
Starfsmaður Nei 1
Samráðshópur um beinar erlendar fjárfestingar
Geir A. Gunnlaugsson Iðnaðrráðherra
Margrét Sæmundsdóttir Efnahags- og viðskiptaráðherra Nei
Ólafur Darri Andrason Alþýðusamband Íslands Nei
Fjóla Agnarsdóttir Seðlabanki Íslands Nei
Pétur Reimarsson Samtök Atvinnulífsins Nei
Sigurður Snævarr Forsætisráðherra Nei
Arndís Soffía Sigurðardóttir Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Nei
Danfríður Skarphéðinsdóttir Umhverfisráðherra Nei
Starfsmenn Nei 2