Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 584. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Prentað upp.

Þingskjal 963  —  584. mál.
Undirskriftir.

2. umræða.


Nefndarálit



um frumvarp til laga um breytingu á tollalögum, lögum um vörugjald
og lögum um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Sóleyju Ragnarsdóttur frá fjármálaráðuneyti og Eddu Símonardóttur frá tollstjóra.
    Frumvarp þetta varðar breytingu á hefðbundnum gjalddögum aðflutningsgjalda og vörugjalda vegna uppgjörstímabila á árinu 2012. Frumvarpið er samhljóða frumvarpi sem efnahags- og skattanefnd flutti á síðasta þingi að beiðni fjármálaráðherra og varðaði tilgreind uppgjörstímabil á árinu 2011, sbr. lög nr. 46/2011. Í frumvarpinu er þó lögð til sú breyting frá fyrri framkvæmd að lagt er til að síðari helmingi aðflutningsgjalda skuli skila eigi síðar en á 5. degi annars mánaðar eftir lok uppgjörstímabils í stað 15. dags.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 13. mars 2012.



Helgi Hjörvar,


form., frsm.


Skúli Helgason.


Tryggvi Þór Herbertsson.



Magnús M. Norðdahl.


Guðlaugur Þór Þórðarson.


Sigurður Ingi Jóhannsson.



Lilja Mósesdóttir.


Lilja Rafney Magnúsdóttir.