Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 627. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 990  —  627. mál.




Fyrirspurn



til velferðarráðherra um útgjaldaáhrif reglugerða á sviði almannatrygginga.

Frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.


     1.      Hvaða áhrif hafa reglugerðir nr. 29/2009, 420/2009, 503/2009, 524/2009, 833/2009, 994/2009 og 1056/2009 haft á útgjöld ríkissjóðs frá því þær tóku gildi, skipt eftir einstökum tekjuhópum lífeyristrygginga og atvinnuleysistrygginga og fæðingarorlofsgreiðslum?
     2.      Hvaða áhrif hefur reglugerð nr. 29/2009 haft á útgjöld ríkissjóðs frá því hún tók gildi, skipt eftir einstökum tekjuhópum ellilífeyris, örorkulífeyris, aldurstengdrar örorkuuppbótar, tekjutryggingar, örorkustyrks og barnalífeyris?
    Óskað er eftir að útgjöldin verði greind á hópa eftir hverri grein reglugerðanna og umbeðnar upplýsingar verði settar fram með 50.000 króna bili.


Skriflegt svar óskast.