Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 630. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 998  —  630. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um prófessorsstöðu tengda nafni Jóns Sigurðssonar.

Frá Einari K. Guðfinnssyni.


    Telur ráðherra að auglýsing og ráðningarferli nýs prófessors, sem tengdur er nafni Jóns Sigurðssonar forseta, svo og undirbúningur málsins og fyrirætlanir Háskóla Íslands, sbr. nýlega fréttatilkynningu þar um, séu í samræmi við orð ráðherrans á Hrafnseyri 17. júní 2011 um að sá sem mun gegna stöðunni hafi „fasta búsetu á Ísafirði eða nágrenni“?