Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 489. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1024  —  489. mál.




Svar



efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar
um þróun á innlánum einstaklinga í fjármálastofnunum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver hefur verið þróun á innlánum einstaklinga í fjármálastofnunum frá árinu 2007, þ.e. hvernig hafa innlán einstaklinga dregist saman og þar með væntanlegir tekjustofnar ríkisins? Svar óskast sundurliðað eftir árum.

    Upplýsingar um stöðu innlána heimila eru sóttar til Seðlabanka Íslands og tölur um fjármagnstekjuskatt einstaklinga til Hagstofu Íslands. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjármagnstekjuskatt einstaklinga fyrir tekjuárið 2011.

Tafla 1. Fjárhæð innlána heimila og fjármagnstekjuskattur af bankainnstæðum.

Ár 2007 2008 2009 2010 2011
Innlán heimila í millj. kr. 553.047 759.728 753.243 651.103 617.835
Breyting milli ára 30,7% 37,4% -0,85% -13,56% -5,11%
Fjármagnstekjuskattur einstaklinga af bankainnstæðum í millj. kr.* 2.583 7.682 8.208 5.193 -
Breyting milli ára 36,8% 197,4% 6,8% -36,7% -
*Með lögum nr. 70/2009, um ráðstafanir í ríkisfjármálum, var í bráðabirgðaákvæði I kveðið á um hækkun fjármagnstekjuskatts úr 10% í 15%, að teknu tilliti til ákveðins frítekjumarks. Ákvæðið tók gildi 1. júlí 2009. Breytingin náði yfir tekjur á árinu 2010 með álagningu á árinu 2011. Hagstofan hefur því ekki upplýsingar um endanlega staðgreiðslu einstaklinga af fjármagnstekjuskatti af bankainnstæðum fyrir árið 2010. Þær upplýsingar munu skýrast með álagningu á árinu 2012. Vakin er athygli á því að lækkun skattsins milli áranna 2009 og 2010 skýrist að hluta til af fjölda innstæðueigenda sem falla undir frítekjumörkin.