Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 672. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 1081  —  672. mál.
Fyrirspurntil innanríkisráðherra um námsheimild til að hefja ökunám.

Frá Sigurði Inga Jóhannssyni.


     1.      Við hvaða grein í umferðarlögum styðst það ákvæði að til þess að hefja ökunám þurfi heimild frá sýslumanni, sbr. reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini?
     2.      Er vitað um einhverja íslenska hliðstæðu, þ.e. að leyfi sýslumanns þurfi til að hefja nám í tiltekinni grein?
     3.      Eru hliðstæðar reglur í öðrum vestrænum löndum?


Skriflegt svar óskast.